Afgerandi sigrar Sanders í Alaska og Washington

Sigur Sanders var afgerandi. Í Alaska fékk Sanders um 80 prósent atkvæða en 73 prósent í Washington-ríki. Einnig er kosið í Hawaii en kosning þar var ekki hafin þegar þessi frétt var skrifuð.
Clinton er með um 300 kjörmanna forskot á Sanders og því lagði öldungardeildarþingmaðurinn frá Vermont mikla áherslu á kosningarnar í Washington-ríki enda stuðningur 118 kjörmanna undir.
Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum
Fyrir kosningarnar í ríkjunum þremur var Sanders með 920 kjörmenn gegn 1.223 kjörmönnum Clinton. Séu hinir svokölluðu ofurkjörmenn taldir með er Clinton hinsvegar með afgerandi forystu, 1.692 gegn 949. Með sigrum Sanders í Washington og Alaska nær hann loks að skríða yfir 1.000 kjörmanna múrinn og saxa lítið eitt á forskot Clinton.
Sanders er enn sigurviss þó að hann þurfi að sækja á Clinton sem í auknum mæli er farinn að undirbúa kosningabaráttu sína gegn frambjóðenda Repúblikanaflokksins, hljóti hún útnefningu Demókrataflokksins.
Næst verður kosið í Wisconsin þann 5. apríl næstkomandi þar sem 96 kjörmenn eru undir.
Tengdar fréttir

Trump segir Sanders bera ábyrgð á ofbeldi á framboðsfundum
Donald Trump, frambjóðandi í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, segir að óeirðirnar sem brutust út á framboðsfundi hans í Chicago síðastliðið föstudagskvöld og á laugardaginn séu Bernie Sanders, frambjóðanda í forvali demókrata, að kenna.

Óvænt úrslit í Michigan opna allt upp á gátt
Trú manna á skoðanakönnunum í forkosningum bandarísku flokkanna hefur minnkað nokkuð, eftir að óvæntustu úrslit síðustu áratuga urðu á þriðjudaginn. Sanders hafði þá betur á móti Clinton.

Furðu lostinn eftir að smáfugl flögraði upp á pontuna
Bernie Sanders vonast til að saxa á forskot Hillary Clinton en hann getur fagnað því að dýraríkið virðist styðja hann alla leið.

Áhrifarík úrslit í kosningum
Clinton og Trump báru sigur úr býtum í forvalskosningum í fimm fylkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn. Í kjölfarið dró Marco Rubio sig út úr forsetaslagnum.

Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan
Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan.

Allir unnu nema Kasich
Clinton og Trump unnu þó í mikilvæga ríkinu Arizona.