Fleiri árásir voru í bígerð Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. mars 2016 07:00 Sprengjueyðingarsveit lögreglunnar í Brussel vinnur að því að eyðileggja sprengibúnað í bakpoka á sporvagnsstöð skammt frá Meiser-torgi. Nordicphotos/AFP Tólf manns, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum í Brussel og París, hafa síðan á fimmtudag verið handteknir. Níu í Brussel, tveir í Þýskalandi og einn í Frakklandi. Ljóst þykir orðið að árásirnar í París í nóvember og árásirnar í Brussel nú í vikunni hafi verið skipulagðar og framkvæmdar af sama hópnum, af mönnum sem flestir hafa alist upp í Brussel eða verið með tengsl þangað. Þá hefur verið upplýst að í tengslum við handtökurnar í gær og á fimmtudag hafi lögreglunni í Belgíu og Frakklandi tekist að koma í veg fyrir nýja árás, sem til stóð að gera í París á næstunni. FranÇois Hollande Frakklandsforseti sagði í gær, að þar með hafi hryðjuverkahópurinn, sem stóð að árásunum í París í nóvember og í Brussel nú í vikunni, verið tekinn úr umferð. Hins vegar sé enn hætta á ferðum: „Við vitum að það eru fleiri hópar,“ sagði hann. Sprengingar heyrðust þegar lögreglan í Brussel lét til skarar skríða við sporvagnsstöð nálægt Meiser-torgi í Schaarbeek-hverfi borgarinnar í gær. Einn særðist þegar lögregla skaut á hann. Hann var með bakpoka sem reyndist innihalda sprengibúnað, og tókst að leggja hann yfir sporvagnsteinana. Sprengjunni var eytt. Þá er komið í ljós að lögreglu í Belgíu hafi fyrir nokkrum mánuðum borist gögn um Salah Abdeslam, sem hefðu getað leitt til handtöku hans. Hann var samt ekki handtekinn fyrr en föstudaginn 18. mars, fyrir rúmri viku. Fjórum dögum síðar gerðu þrír félagar hans sjálfsvígsárásir á Zaventem-flugvellinum í Brussel og Maelbeek-lestarstöðinni. Sprengingarnar kostuðu 31 mann lífið. Abdeslam var samvinnuþýður í yfirheyrslum fram að árásunum á þriðjudag. Eftir það hefur hann engar upplýsingar viljað gefa, að því er Koen Geens dómsmálaráðherra segir. Geens viðurkenndi á fimmtudag að lögreglan hafi gert mistök með því að handtaka ekki Ibrahim el Bakraoui þegar upplýsingar um hann bárust í júní á síðasta ári frá lögreglunni í Tyrklandi. Hann hafði verið handtekinn þar, grunaður um að hafa barist með Íslamska ríkinu í Sýrlandi, og sendur til Belgíu. Nú er einnig komið í ljós að Najim Laachraoui hafi ekki horfið af vettvangi árásarinnar á flugvellinum á þriðjudag, eins og yfirvöld héldu fram í fyrstu, heldur hafi hann sprengt sig þar ásamt öðrum Bakraoui-bróðurnum. gudsteinn@frettabladid.isSjálfsvígsárásarmennirnir á flugvellinum í Brussel á þriðjudag. Sá ljósklæddi með húfuna hefur ekki verið nafngreindur, en skildi sprengju sína eftir og komst undan. Hinir tveir sprengdu sig.Nordicphotos/AFP Hryðjuverk í Brussel Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sprengingar í Brussel í kjölfar áhlaups lögreglu Umsátursástand ríkir í Shaerbeek-hverfinu í höfuðborg Belgíu. 25. mars 2016 13:25 Búið að bera kennsl á þriðja manninn Maðurinn var á lista Bandaríkjanna yfir menn sem líklegir eru til að fremja hryðjuverk. Nafn hans hefur ekki verið gefið út. 25. mars 2016 00:16 Annar sprengjumannanna á flugvellinum nafngreindur Yfirvöld í Belgíu hafa staðfest að Najim Zaachraoui hafi verið annar tveggja árásarmanna á Zaventem-flugvelli í Brussel í vikunni þar sem 31 lét lífið. 25. mars 2016 17:50 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Tólf manns, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum í Brussel og París, hafa síðan á fimmtudag verið handteknir. Níu í Brussel, tveir í Þýskalandi og einn í Frakklandi. Ljóst þykir orðið að árásirnar í París í nóvember og árásirnar í Brussel nú í vikunni hafi verið skipulagðar og framkvæmdar af sama hópnum, af mönnum sem flestir hafa alist upp í Brussel eða verið með tengsl þangað. Þá hefur verið upplýst að í tengslum við handtökurnar í gær og á fimmtudag hafi lögreglunni í Belgíu og Frakklandi tekist að koma í veg fyrir nýja árás, sem til stóð að gera í París á næstunni. FranÇois Hollande Frakklandsforseti sagði í gær, að þar með hafi hryðjuverkahópurinn, sem stóð að árásunum í París í nóvember og í Brussel nú í vikunni, verið tekinn úr umferð. Hins vegar sé enn hætta á ferðum: „Við vitum að það eru fleiri hópar,“ sagði hann. Sprengingar heyrðust þegar lögreglan í Brussel lét til skarar skríða við sporvagnsstöð nálægt Meiser-torgi í Schaarbeek-hverfi borgarinnar í gær. Einn særðist þegar lögregla skaut á hann. Hann var með bakpoka sem reyndist innihalda sprengibúnað, og tókst að leggja hann yfir sporvagnsteinana. Sprengjunni var eytt. Þá er komið í ljós að lögreglu í Belgíu hafi fyrir nokkrum mánuðum borist gögn um Salah Abdeslam, sem hefðu getað leitt til handtöku hans. Hann var samt ekki handtekinn fyrr en föstudaginn 18. mars, fyrir rúmri viku. Fjórum dögum síðar gerðu þrír félagar hans sjálfsvígsárásir á Zaventem-flugvellinum í Brussel og Maelbeek-lestarstöðinni. Sprengingarnar kostuðu 31 mann lífið. Abdeslam var samvinnuþýður í yfirheyrslum fram að árásunum á þriðjudag. Eftir það hefur hann engar upplýsingar viljað gefa, að því er Koen Geens dómsmálaráðherra segir. Geens viðurkenndi á fimmtudag að lögreglan hafi gert mistök með því að handtaka ekki Ibrahim el Bakraoui þegar upplýsingar um hann bárust í júní á síðasta ári frá lögreglunni í Tyrklandi. Hann hafði verið handtekinn þar, grunaður um að hafa barist með Íslamska ríkinu í Sýrlandi, og sendur til Belgíu. Nú er einnig komið í ljós að Najim Laachraoui hafi ekki horfið af vettvangi árásarinnar á flugvellinum á þriðjudag, eins og yfirvöld héldu fram í fyrstu, heldur hafi hann sprengt sig þar ásamt öðrum Bakraoui-bróðurnum. gudsteinn@frettabladid.isSjálfsvígsárásarmennirnir á flugvellinum í Brussel á þriðjudag. Sá ljósklæddi með húfuna hefur ekki verið nafngreindur, en skildi sprengju sína eftir og komst undan. Hinir tveir sprengdu sig.Nordicphotos/AFP
Hryðjuverk í Brussel Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sprengingar í Brussel í kjölfar áhlaups lögreglu Umsátursástand ríkir í Shaerbeek-hverfinu í höfuðborg Belgíu. 25. mars 2016 13:25 Búið að bera kennsl á þriðja manninn Maðurinn var á lista Bandaríkjanna yfir menn sem líklegir eru til að fremja hryðjuverk. Nafn hans hefur ekki verið gefið út. 25. mars 2016 00:16 Annar sprengjumannanna á flugvellinum nafngreindur Yfirvöld í Belgíu hafa staðfest að Najim Zaachraoui hafi verið annar tveggja árásarmanna á Zaventem-flugvelli í Brussel í vikunni þar sem 31 lét lífið. 25. mars 2016 17:50 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Sprengingar í Brussel í kjölfar áhlaups lögreglu Umsátursástand ríkir í Shaerbeek-hverfinu í höfuðborg Belgíu. 25. mars 2016 13:25
Búið að bera kennsl á þriðja manninn Maðurinn var á lista Bandaríkjanna yfir menn sem líklegir eru til að fremja hryðjuverk. Nafn hans hefur ekki verið gefið út. 25. mars 2016 00:16
Annar sprengjumannanna á flugvellinum nafngreindur Yfirvöld í Belgíu hafa staðfest að Najim Zaachraoui hafi verið annar tveggja árásarmanna á Zaventem-flugvelli í Brussel í vikunni þar sem 31 lét lífið. 25. mars 2016 17:50