Federer meiddist við það að gera baðið klárt fyrir dætur sínar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2016 11:00 Roger Federer eiginkonan Mirka Vavrinec og tvíburadæturnar Myla Rose og Charlene Riva. Vísir/Getty Tenniskappinn Roger Federer hefur ekkert spilað síðan í janúar eftir að hann þurfti að gangast undir aðgerð á hné. Nú hefur Svisslendingurinn sagt heiminum frá því hvernig hann reif liðþófann í hnénu og það getur greinilega verið afdrifaríkt fyrir heimsklassa íþróttamenn að sinna pabbastörfum. Federer meiddist daginn eftir að hann tapaði fyrir Novak Djokovic í úrslitaleik opna ástralska mótsins en hann meiddist ekki í þeim leik eins og flestir voru búnir að giska á. „Ég var bara að fara láta renna í bað fyrir stelpurnar. Ég tók snögga hreyfingu og fann smell í hnénu. Ég fór síðan í dýragarðinn og þar var hnéð orðið mjög bólgið," sagði Roger Federer í viðtali við BBC. Roger Federer á tvíburadætur með Mirku Vavrinec sem er fyrrum tennisspilari. Stelpurnar heita Myla Rose og Charlene Riva og eru fæddar árið 2009. Þau Roger og Mirka eiga einnig saman tvíburastrákana Leo og Lennart sem eru fæddir árið 2014. Roger Federer var ánægður með hvernig aðgerðin tókst en talaði jafnframt um það að hann hafi verið mjög leiður að hafa þurft að leggjast á skurðarborðið. „Ég hélt að ég kæmist í gegnum ferilinn án þess að þurfa að fara í aðgerð. Þetta var mikið sjokk og auðvitað mikil vonbrigði," sagði Roger Federer sem hefur unnið sautján risamót á ferlinum. Roger Federer er orðinn 34 ára gamall en hann ætlar ekki að láta þessi meiðsli stoppa sig. Federer ætlar að keppa á opna mótinu í Miami og á að mæta Argentínumanninum Juan Martin del Potro í annarri umferð. Tennis Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Tenniskappinn Roger Federer hefur ekkert spilað síðan í janúar eftir að hann þurfti að gangast undir aðgerð á hné. Nú hefur Svisslendingurinn sagt heiminum frá því hvernig hann reif liðþófann í hnénu og það getur greinilega verið afdrifaríkt fyrir heimsklassa íþróttamenn að sinna pabbastörfum. Federer meiddist daginn eftir að hann tapaði fyrir Novak Djokovic í úrslitaleik opna ástralska mótsins en hann meiddist ekki í þeim leik eins og flestir voru búnir að giska á. „Ég var bara að fara láta renna í bað fyrir stelpurnar. Ég tók snögga hreyfingu og fann smell í hnénu. Ég fór síðan í dýragarðinn og þar var hnéð orðið mjög bólgið," sagði Roger Federer í viðtali við BBC. Roger Federer á tvíburadætur með Mirku Vavrinec sem er fyrrum tennisspilari. Stelpurnar heita Myla Rose og Charlene Riva og eru fæddar árið 2009. Þau Roger og Mirka eiga einnig saman tvíburastrákana Leo og Lennart sem eru fæddir árið 2014. Roger Federer var ánægður með hvernig aðgerðin tókst en talaði jafnframt um það að hann hafi verið mjög leiður að hafa þurft að leggjast á skurðarborðið. „Ég hélt að ég kæmist í gegnum ferilinn án þess að þurfa að fara í aðgerð. Þetta var mikið sjokk og auðvitað mikil vonbrigði," sagði Roger Federer sem hefur unnið sautján risamót á ferlinum. Roger Federer er orðinn 34 ára gamall en hann ætlar ekki að láta þessi meiðsli stoppa sig. Federer ætlar að keppa á opna mótinu í Miami og á að mæta Argentínumanninum Juan Martin del Potro í annarri umferð.
Tennis Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira