Erlent

Írakar sækja að Mosul

Samúel Karl Ólason skrifar
Íraskir hermenn við þjálfun nærri Mosul.
Íraskir hermenn við þjálfun nærri Mosul. Vísir/AFP
Íraski herinn segir að sókn sé hafin að borginni Mosul í norðurhluta landsins. Undirbúningur vegna sóknarinnar hefur staðið yfir í nokkra mánuði og er hún studd af flugvélum Bandaríkjanna. Mosul er stærsta borgin sem Íslamska ríkið stjórnar, bæði í Írak og í Sýrlandi, og féll hún í hendur þeirra í leiftursókn ISIS sumarið 2014.

Nú þegar hafa nokkur þorp í jaðri borgarinnar verið hertekin af hernum.

Óljóst er hve langan tíma aðgerðir hersins munu taka, en embættismenn í bæði Bandaríkjunum og Írak hafa nýlega sagt að það gæti tekið mánuði að gera herinn kláran. Því hefur jafnvel verið haldið fram að ekki væri hægt að frelsa borgina á þessu ári.

Haider al-Abadi, forsætisráðherra Írak, hefur þó heitið því að svo verði. Samkvæmt AP fréttaveitunni er fyrsta markmið aðgerðanna umlykja borgina og loka birgðaleiðum til hennar.

Bandarískir hermenn koma að þjálfun íraskra hermanna. Áður hefur verið talið að um 24 til 36 þúsund hermenn þurfi til að frelsa borgina og ljóst er að svo mikill fjöldi er ekki til. Þrátt fyrir tilkynningu hersins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×