Jaguar endursmíðar níu XKSS af árgerð 1957 Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2016 16:28 Jaguar XKSS árgerð 1957. Jaguar XKSS var enginn venjulegur bíll á sínum tíma og keppt var á slíkum bílum í Le Mans þolakstrinum á þeim tíma sem þeir voru smíðaðir, eða árið 1957. Í kjölfar góðs árangurs þessa bíls í keppnum ákvað Jaguar á sínum tíma að smíða 25 stykki af þessum bíl sem voru götuhæfir og meiningin var að selja efnuðu fólki bílana. Ekki fór þó betur en svo að einir níu slíkir bílar brunnu í verksmiðjum Jaguar. Nú, næstum 60 árum síðar, hefur Jaguar ákveðið að endursmíða þessa bíla og til stendur einmitt að hafa þá níu talsins og skulu þeir seldir á 1 milljón punda hver, eða á um 178 milljónir króna. Þetta gerði Jaguar einnig með sex bíla af gerðinni E-Type Lightwight sem höfðu allir glatast í tímans rás og voru þeir einnig seldir almenningi á háu verði. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent
Jaguar XKSS var enginn venjulegur bíll á sínum tíma og keppt var á slíkum bílum í Le Mans þolakstrinum á þeim tíma sem þeir voru smíðaðir, eða árið 1957. Í kjölfar góðs árangurs þessa bíls í keppnum ákvað Jaguar á sínum tíma að smíða 25 stykki af þessum bíl sem voru götuhæfir og meiningin var að selja efnuðu fólki bílana. Ekki fór þó betur en svo að einir níu slíkir bílar brunnu í verksmiðjum Jaguar. Nú, næstum 60 árum síðar, hefur Jaguar ákveðið að endursmíða þessa bíla og til stendur einmitt að hafa þá níu talsins og skulu þeir seldir á 1 milljón punda hver, eða á um 178 milljónir króna. Þetta gerði Jaguar einnig með sex bíla af gerðinni E-Type Lightwight sem höfðu allir glatast í tímans rás og voru þeir einnig seldir almenningi á háu verði.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent