Í gærkvöld var lagafrumvarp um lögleiðingu MMA í ríkinu loksins staðfest og ríkisstjóri New York á aðeins eftir að samþykkja það. Hann hefur sagst ætla að gera það.
Ef allt fer að óskum, eins og líklegt er, má gera ráð fyrir að UFC haldi sitt fyrsta bardagakvöld í Madison Square Garden seint á árinu.
UFC hefur lengi barist fyrir þessari lögleiðingu og nú er loksins hægt að koma með UFC-sýninguna á stóra sviðið í New York. Þá er bara spurning hvenær við fáum Gunnar Nelson í Madison Square Garden?
— Dana White (@danawhite) March 22, 2016