Audi stöðvar tímabundið framleiðslu í Brussel Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2016 16:12 Úr verksmiðju Audi í Brussel. Í kjölfar árásanna í Brussel hefur Audi lokað bílaverksmiðju sinni í borginni og sent þá 1.100 starfsmenn sem voru að störfum heim. Þeir starfsmenn sem mæta eiga á vakt í fyrramálið hafa ekki enn verið afboðaðir, en það gæti breyst með þróun atburða seinni hluta dags. Ekki er vitað til þess að nokkur starfsmanna Audi í Brussel hafi orðið fyrir meiðslum í árásinni í dag. Öryggisgæsla í verksmiðjunni og kringum hana hefur verið efld. Mörg önnur fyrirtæki í Brussel hafa lokað í dag og sent starfsfólk sitt heim. Á hverri vakt í verksmiðju Audi eru smíðaðir 250 Audi A1 bílar, en Audi telur sig geta unnið upp þá framleiðslu síðar. Alls vinna 2.500 manns í verksmiðju Audi í Brussel og þar er starfað á tvískiptum vöktum. Í þessari verksmiðju sem smíðar nú Audi bíla og staðsett er í suðurhluta Brussel voru áður smíðaðir Volkswagen Golf bílar. Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent
Í kjölfar árásanna í Brussel hefur Audi lokað bílaverksmiðju sinni í borginni og sent þá 1.100 starfsmenn sem voru að störfum heim. Þeir starfsmenn sem mæta eiga á vakt í fyrramálið hafa ekki enn verið afboðaðir, en það gæti breyst með þróun atburða seinni hluta dags. Ekki er vitað til þess að nokkur starfsmanna Audi í Brussel hafi orðið fyrir meiðslum í árásinni í dag. Öryggisgæsla í verksmiðjunni og kringum hana hefur verið efld. Mörg önnur fyrirtæki í Brussel hafa lokað í dag og sent starfsfólk sitt heim. Á hverri vakt í verksmiðju Audi eru smíðaðir 250 Audi A1 bílar, en Audi telur sig geta unnið upp þá framleiðslu síðar. Alls vinna 2.500 manns í verksmiðju Audi í Brussel og þar er starfað á tvískiptum vöktum. Í þessari verksmiðju sem smíðar nú Audi bíla og staðsett er í suðurhluta Brussel voru áður smíðaðir Volkswagen Golf bílar.
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent