Mansal í Vík: Sætir nálgunarbanni gegn eiginkonu sinni Bjarki Ármannsson skrifar 21. mars 2016 14:13 Húsið þar sem konurnar munu hafa starfað og búið. Vísir/Þórhildur Karlmaður frá Sri Lanka sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða nálgunarbann gagnvart eiginkonu sinni. Að mati lögreglustjórans á Suðurlandi er fyrir hendi rökstuddur grunur um að maðurinn hafi ítrekað beitt konu sína ofbeldi. Manninum hefur áður verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni en það var í nóvember síðastliðnum. Þá hafði lögregla verið kölluð til vegna ofbeldis sem konan sagði hann hafa beitt sig. Konan óskaði þó stuttu síðar sjálf eftir því að nálgunarbannið yrði fellt úr gildi, þar sem hún vildi reyna að láta hjónabandið ganga.Að því er segir í úrskurði Hæstaréttar frá því fyrir helgi var maðurinn þó ákærður fyrir hina meintu árás og hófst aðalmeðferð í því máli í byrjun febrúar. Eftir aðalmeðferðina hafði konan samband við réttargæslumann sinn og óskaði eftir aðstoð af ótta við manninn, sem hún sagði hafa reiðst eftir aðalmeðferðina.Sjá einnig: Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Manninum var því vísað af heimili þeirra og hann látinn sæta nálgunarbanni með ákvörðun lögreglustjóra þann 10. febrúar, rétt rúmri viku áður en lögreglan á Suðurlandi réðst í umfangsmiklar aðgerðir vegna hins meinta mansals og vinnuþrælkunar og handtók manninn. Í úrskurði Hæstaréttar var meðal annars litið til þess að konan saki mann sinn, sem látinn hefur verið laus úr gæsluvarðhaldi vegna mansalsmálsins en sætir enn farbanni, meðal annars um að hafa reynt að hafa áhrif á framburð hennar við skýrslugjöf fyrir dómi við aðalmeðferð líkamsárásarmálsins. Brotin sem manninum eru gerð að sök í mansalsmálinu varða allt að tólf ára fangelsi. Lögregla segir rannsókn sína hafa leitt það í ljós að maðurinn hafi nær daglega flutt inn ófullunnar vörur frá saumastofu sinni í Vík, Vonta International, á heimili sitt og látið konurnar þar vinna að þeim í leyni. Þær hafi aldrei fengið launagreiðslur í hefðbundnum skilningi fyrir vinnuna. Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30 Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07 Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Systurnar sem sættu meintu mansali báðu sjálfar um flutning úr landi. Þær fengu 761 krónu á dag frá ríkinu. Auk systranna eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu. Réttargæslumaður þeirra segir þær ekki hafa farið aftur til 15. mars 2016 07:00 Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Karlmaður frá Sri Lanka sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða nálgunarbann gagnvart eiginkonu sinni. Að mati lögreglustjórans á Suðurlandi er fyrir hendi rökstuddur grunur um að maðurinn hafi ítrekað beitt konu sína ofbeldi. Manninum hefur áður verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni en það var í nóvember síðastliðnum. Þá hafði lögregla verið kölluð til vegna ofbeldis sem konan sagði hann hafa beitt sig. Konan óskaði þó stuttu síðar sjálf eftir því að nálgunarbannið yrði fellt úr gildi, þar sem hún vildi reyna að láta hjónabandið ganga.Að því er segir í úrskurði Hæstaréttar frá því fyrir helgi var maðurinn þó ákærður fyrir hina meintu árás og hófst aðalmeðferð í því máli í byrjun febrúar. Eftir aðalmeðferðina hafði konan samband við réttargæslumann sinn og óskaði eftir aðstoð af ótta við manninn, sem hún sagði hafa reiðst eftir aðalmeðferðina.Sjá einnig: Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Manninum var því vísað af heimili þeirra og hann látinn sæta nálgunarbanni með ákvörðun lögreglustjóra þann 10. febrúar, rétt rúmri viku áður en lögreglan á Suðurlandi réðst í umfangsmiklar aðgerðir vegna hins meinta mansals og vinnuþrælkunar og handtók manninn. Í úrskurði Hæstaréttar var meðal annars litið til þess að konan saki mann sinn, sem látinn hefur verið laus úr gæsluvarðhaldi vegna mansalsmálsins en sætir enn farbanni, meðal annars um að hafa reynt að hafa áhrif á framburð hennar við skýrslugjöf fyrir dómi við aðalmeðferð líkamsárásarmálsins. Brotin sem manninum eru gerð að sök í mansalsmálinu varða allt að tólf ára fangelsi. Lögregla segir rannsókn sína hafa leitt það í ljós að maðurinn hafi nær daglega flutt inn ófullunnar vörur frá saumastofu sinni í Vík, Vonta International, á heimili sitt og látið konurnar þar vinna að þeim í leyni. Þær hafi aldrei fengið launagreiðslur í hefðbundnum skilningi fyrir vinnuna.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30 Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07 Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Systurnar sem sættu meintu mansali báðu sjálfar um flutning úr landi. Þær fengu 761 krónu á dag frá ríkinu. Auk systranna eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu. Réttargæslumaður þeirra segir þær ekki hafa farið aftur til 15. mars 2016 07:00 Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01
Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30
Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07
Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Systurnar sem sættu meintu mansali báðu sjálfar um flutning úr landi. Þær fengu 761 krónu á dag frá ríkinu. Auk systranna eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu. Réttargæslumaður þeirra segir þær ekki hafa farið aftur til 15. mars 2016 07:00
Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15