„Aníta vill berjast um verðlaun“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2016 06:00 Aníta Hinriksdóttir náði fimmta sætinu en vildi komast á verðlaunapall. vísir/epa Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottningin úr ÍR, hafnaði í fimmta sæti í 800 metra hlaupi á HM innanhúss sem kláraðist í Portland í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Aníta var um stund fjórða í hlaupinu en missti eina fram úr sér og kom fimmta í mark á tímanum 2:02,58 mínútum. Hlaupið hjá henni var lakara en í undanrásum en það er góð ástæða fyrir því. „Þarna voru lakari millitímar og í svona aðstæðum kemur í ljós hverjar eru virkilega þær bestu. Hraðabreytingarnar eru þannig að keyrt er rosalega í lokin. Það er miklu erfiðara því þá er komin mikil mjólkursýra í vöðvana. Anítu vantar enn smá styrk til að halda í við þær bestu á svona spretti,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, þegar Fréttablaðið heyrði í honum eftir hlaupið í gær.Aníta ósátt Gunnar Páll var sáttur með árangurinn enda fimmta sæti í baráttu við bestu hlaupara heims ekki slæmt fyrir þessa tvítugu stúlku. Hún náði einnig fimmta sæti á EM innanhúss í fyrra og fylgdi því eftir með sama sæti á sterkara móti. „Ég sjálfur get ekki verið annað en sáttur en fyrstu viðbrögð Anítu voru ekki þau sömu. Hún gerir svo miklar kröfur til sín. Aníta vill bara vera í baráttunni um verðlaun,“ sagði Gunnar Páll. Aníta var tekin í lyfjapróf eftir hlaupið og því náði Fréttablaðið ekki tali af henni í gærkvöldi. Gunnar Páll hitti hana fyrst skömmu eftir hlaupið og svo aftur rétt áður en henni var fylgt inn í lyfjaprófið. „Aníta var bara alls ekkert sátt og vildi gera betur. Hún er í þessu til að berjast um verðlaun en það bara gekk ekki að þessu sinni,“ sagði þjálfarinn.Pressan á stóra sviðinu Francine Niyonsaba frá Búrúndí varð heimsmeistari á 2:00,01 mínútum og Ajee Wilson frá Bandaríkjunum varð önnur á 2:00,27 mínútum. Bronsið féll svo í skaut Margaret Wambui frá Kenía sem hljóp á 2:00,44 mínútum en fyrstu fjórar í hlaupinu hlupu allar undir 2:01,00 mínútum. Aníta hefði því þurft að stórbæta Íslandsmet sitt upp á 2:01,56 mínútur til að komast á pall í Portland í gærkvöldi. „Það er bara svona að vera komin undir alvöru pressu á stóra sviðinu. Þá er erfitt að gera alveg það sama á og maður er að gera á æfingum en Aníta hefur verið sterk á þeim undanfarið. Aníta getur alveg hlaupið hraðar en bara ekki í svona hlaupi. Það er samt frábært hjá henni að fylgja fimmta sætinu á EM í fyrra eftir með fimmta sæti núna,“ sagði Gunnar Páll og bætti við: „Anítu langar að vera í baráttunni um verðlaun og hún getur það. En þetta eru nú þær allra bestu sem hún er að keppa við. Ég er sáttur við niðurstöðuna en hún er ekki alveg sátt.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Þjálfari Anítu: Ég er sáttur en Aníta vildi meira Gunnar Páll Jóakimsson er stoltur af sinni stelpu sem náði fimmta sæti á HM innanhúss í kvöld. 20. mars 2016 20:57 Aníta fimmta á HM innanhúss Aníta Hinriksdóttir hljóp á 2:02,58 mínútum og varð í fimmta sæti eins og á EM í fyrra. 20. mars 2016 20:30 Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Fleiri fréttir Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottningin úr ÍR, hafnaði í fimmta sæti í 800 metra hlaupi á HM innanhúss sem kláraðist í Portland í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Aníta var um stund fjórða í hlaupinu en missti eina fram úr sér og kom fimmta í mark á tímanum 2:02,58 mínútum. Hlaupið hjá henni var lakara en í undanrásum en það er góð ástæða fyrir því. „Þarna voru lakari millitímar og í svona aðstæðum kemur í ljós hverjar eru virkilega þær bestu. Hraðabreytingarnar eru þannig að keyrt er rosalega í lokin. Það er miklu erfiðara því þá er komin mikil mjólkursýra í vöðvana. Anítu vantar enn smá styrk til að halda í við þær bestu á svona spretti,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, þegar Fréttablaðið heyrði í honum eftir hlaupið í gær.Aníta ósátt Gunnar Páll var sáttur með árangurinn enda fimmta sæti í baráttu við bestu hlaupara heims ekki slæmt fyrir þessa tvítugu stúlku. Hún náði einnig fimmta sæti á EM innanhúss í fyrra og fylgdi því eftir með sama sæti á sterkara móti. „Ég sjálfur get ekki verið annað en sáttur en fyrstu viðbrögð Anítu voru ekki þau sömu. Hún gerir svo miklar kröfur til sín. Aníta vill bara vera í baráttunni um verðlaun,“ sagði Gunnar Páll. Aníta var tekin í lyfjapróf eftir hlaupið og því náði Fréttablaðið ekki tali af henni í gærkvöldi. Gunnar Páll hitti hana fyrst skömmu eftir hlaupið og svo aftur rétt áður en henni var fylgt inn í lyfjaprófið. „Aníta var bara alls ekkert sátt og vildi gera betur. Hún er í þessu til að berjast um verðlaun en það bara gekk ekki að þessu sinni,“ sagði þjálfarinn.Pressan á stóra sviðinu Francine Niyonsaba frá Búrúndí varð heimsmeistari á 2:00,01 mínútum og Ajee Wilson frá Bandaríkjunum varð önnur á 2:00,27 mínútum. Bronsið féll svo í skaut Margaret Wambui frá Kenía sem hljóp á 2:00,44 mínútum en fyrstu fjórar í hlaupinu hlupu allar undir 2:01,00 mínútum. Aníta hefði því þurft að stórbæta Íslandsmet sitt upp á 2:01,56 mínútur til að komast á pall í Portland í gærkvöldi. „Það er bara svona að vera komin undir alvöru pressu á stóra sviðinu. Þá er erfitt að gera alveg það sama á og maður er að gera á æfingum en Aníta hefur verið sterk á þeim undanfarið. Aníta getur alveg hlaupið hraðar en bara ekki í svona hlaupi. Það er samt frábært hjá henni að fylgja fimmta sætinu á EM í fyrra eftir með fimmta sæti núna,“ sagði Gunnar Páll og bætti við: „Anítu langar að vera í baráttunni um verðlaun og hún getur það. En þetta eru nú þær allra bestu sem hún er að keppa við. Ég er sáttur við niðurstöðuna en hún er ekki alveg sátt.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Þjálfari Anítu: Ég er sáttur en Aníta vildi meira Gunnar Páll Jóakimsson er stoltur af sinni stelpu sem náði fimmta sæti á HM innanhúss í kvöld. 20. mars 2016 20:57 Aníta fimmta á HM innanhúss Aníta Hinriksdóttir hljóp á 2:02,58 mínútum og varð í fimmta sæti eins og á EM í fyrra. 20. mars 2016 20:30 Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Fleiri fréttir Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjá meira
Þjálfari Anítu: Ég er sáttur en Aníta vildi meira Gunnar Páll Jóakimsson er stoltur af sinni stelpu sem náði fimmta sæti á HM innanhúss í kvöld. 20. mars 2016 20:57
Aníta fimmta á HM innanhúss Aníta Hinriksdóttir hljóp á 2:02,58 mínútum og varð í fimmta sæti eins og á EM í fyrra. 20. mars 2016 20:30
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn