Fótbolti

Tvíhöfði í Lengjubikarnum á Sportstöðvunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rasmus Christiansen og félagar í Val mæta Stjörnunni í kvöld.
Rasmus Christiansen og félagar í Val mæta Stjörnunni í kvöld. Vísir
Sýnt verður beint frá tveimur leikjum í Lengjubikarkeppni karla á Stöð 2 Sport í kvöld en nú fer að draga til tíðinda í riðlakeppinni.

Tvö efstu liðin úr riðlunum fjórum fara áfram í 8-liða úrslit keppninnar og báðir leikir kvöldsins skipta máli fyrir þá baráttu.

Stjarnan tekur á móti Val á Samsung-vellinum í Garðabæ í hreinum úrslitaleik um hvort liðið fylgi Keflavík í 8-liða úrslitin úr 1. riðli.

Keflavík á líka leik til góða og getur tryggt sér sigur í riðlinum með sigri á botnliði Hugins annað kvöld. Keflavík er nú með tíu stig, Keflavík níu og Valur átta. Stjörnumönnum dugir því jafntefli í kvöld til að fara áfram.

Hinn leikurinn er í 3. riðli og mætast þar tvö efstu liðin - Víkingur og ÍR. Víkingur er með fullt hús stiga og öruggt með efsta sætið í riðlinum.

ÍA og KR koma næst með sjö stig hvort og mun það því ráðast í kvöld hvort liðið fer áfram en KR-ingar mæta Grindvíkingum í kvöld.

Útsendingar kvöldsins:

17.50 Stjarnan - Valur (Stöð 2 Sport 2 HD)

20.50 Víkingur - ÍA (Stöð 2 Sport 3 HD)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×