Hvernig gat ökuferðin endað svona? Finnur Thorlacius skrifar 30. mars 2016 11:10 Magnaður endir ökuferðar. Á laugardaginn fyrir páska endaði ökuferð konu einnar í Tennessee í Bandaríkjunum svona og er erfitt að ímynda sér hvernig bíll hennar gat endað í nokkra metra hæð flæktur í rafmagnslínur. Ástæða þess er að framdrifsbíll hennar rann á vegrið sem tengdist víravirki og framhjól bílsins hafa náð taki á vírunum, framhjólin snúist um vírana og með því spólaðist bíllinn upp í þessa hæð. Hún þurfti að dúsa í bíl sínum eftir atvikið í tvær klukkustundir uns bílnum var náð niður. Konunni varð ekki meint af þessari athygliverðu ökuferð og hún var ekki undir áhrifum víns né lyfja. Ökuferð hennar kemst engu að síður í metabækurnar fyrir frumleg endalok. Það er hálfgerð synd að ekki náðust lifandi myndir af þessu magnaða atviki. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent
Á laugardaginn fyrir páska endaði ökuferð konu einnar í Tennessee í Bandaríkjunum svona og er erfitt að ímynda sér hvernig bíll hennar gat endað í nokkra metra hæð flæktur í rafmagnslínur. Ástæða þess er að framdrifsbíll hennar rann á vegrið sem tengdist víravirki og framhjól bílsins hafa náð taki á vírunum, framhjólin snúist um vírana og með því spólaðist bíllinn upp í þessa hæð. Hún þurfti að dúsa í bíl sínum eftir atvikið í tvær klukkustundir uns bílnum var náð niður. Konunni varð ekki meint af þessari athygliverðu ökuferð og hún var ekki undir áhrifum víns né lyfja. Ökuferð hennar kemst engu að síður í metabækurnar fyrir frumleg endalok. Það er hálfgerð synd að ekki náðust lifandi myndir af þessu magnaða atviki.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent