Ólafur Darri í nýjustu risamynd Spielberg: Þurfti ekki að mæta í áheyrnarprufu Stefán Árni Pálsson skrifar 8. apríl 2016 10:25 Ólafur Darri er að verða okkar allra þekktasti leikari. VÍSIR/ANTON „Hann hafði bara samband við mig upp úr þurru og bauð mér hlutverk í myndinni,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, um hlutverk sitt í risamynd Steven Spielberg, The BFG. Ólafur fer með hlutverk risa í kvikmyndinni og þurfti hann ekki einu sinni að fara í áheyrnarprufu fyrir hlutverkið. Þetta kemur fram í viðtali sem Digital Spy tók við íslenska leikarann sem sló rækilega í gegn á þessu ári þegar hann fór með aðalhlutverkið í Ófærð. Ólafur segist hafa hitt Ninu Gold, sem hefur yfirumsjón með leikaravali í myndinni, og eftir það hafi Spielberg haft samband við hann. „Það var magnað að finna fyrir áhuga frá Spielberg. Það var enginn áheyrnaprufa og svo virðist sem að þegar Steven hefur tekið einhverja ákvörðun, þá stendur hún bara. Það var frábær tilfinning og vonandi stóðst ég væntingar hans.“ Kvikmyndin Big Friendly Giant kemur í kvikmyndahús í sumar og er þetta ein stærsta mynd ársins frá Disney. „Ég get lítið tjáð mig um hlutverkið, enda hefur það hvergi verið gefið upp hvaða hlutverk ég fer með í myndinni. Mark Rylance fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni og hefur Ólafur aðeins góða hluti um hann að segja. „Mark er mjög auðmjúkur og frábær maður, og vissulega stórkostlegur leikari. Ég er mikill aðdáandi og tel að hann eigi svo sannarlega skilið að fá Óskarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni.“ Myndin verður frumsýnd 1. júlí í Bandaríkjunum og 22. júlí í Evrópu. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
„Hann hafði bara samband við mig upp úr þurru og bauð mér hlutverk í myndinni,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, um hlutverk sitt í risamynd Steven Spielberg, The BFG. Ólafur fer með hlutverk risa í kvikmyndinni og þurfti hann ekki einu sinni að fara í áheyrnarprufu fyrir hlutverkið. Þetta kemur fram í viðtali sem Digital Spy tók við íslenska leikarann sem sló rækilega í gegn á þessu ári þegar hann fór með aðalhlutverkið í Ófærð. Ólafur segist hafa hitt Ninu Gold, sem hefur yfirumsjón með leikaravali í myndinni, og eftir það hafi Spielberg haft samband við hann. „Það var magnað að finna fyrir áhuga frá Spielberg. Það var enginn áheyrnaprufa og svo virðist sem að þegar Steven hefur tekið einhverja ákvörðun, þá stendur hún bara. Það var frábær tilfinning og vonandi stóðst ég væntingar hans.“ Kvikmyndin Big Friendly Giant kemur í kvikmyndahús í sumar og er þetta ein stærsta mynd ársins frá Disney. „Ég get lítið tjáð mig um hlutverkið, enda hefur það hvergi verið gefið upp hvaða hlutverk ég fer með í myndinni. Mark Rylance fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni og hefur Ólafur aðeins góða hluti um hann að segja. „Mark er mjög auðmjúkur og frábær maður, og vissulega stórkostlegur leikari. Ég er mikill aðdáandi og tel að hann eigi svo sannarlega skilið að fá Óskarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni.“ Myndin verður frumsýnd 1. júlí í Bandaríkjunum og 22. júlí í Evrópu. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira