Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá er Bandaríkjamaðurinn Anthony Isaiah Gurley á förum frá Tindastóli.
Gurley hefur ekki staðið undir væntingum hjá félaginu. Hann spilaði undir 5 mínútur í síðasta leik gegn Haukum og skoraði ekki stig.
Í fyrsta leik liðanna spilaði hann 20 mínútur og skoraði 7 stig. Gurley er með 12,8 stig að meðaltali í leik í búningi Tindastóls.
Stefán Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, vildi ekki staðfesta við íþróttadeild í kvöld að Gurley væri á förum frá félaginu.
„Við sendum eitthvað frá okkur á morgun,“ sagði Stefán.
Gurley á förum frá Stólunum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah
Enski boltinn




Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum
Körfubolti

