Arnar Sveinn er uppalinn Valsari og hóf meistaraflokksferilinn á Hlíðarenda þar sem hann spilaði frá 2008-2011. Hann var svo í eitt ár hjá Ólsurum áður en hann fór aftur í Val en hann spilaði svo átta leiki með Ólsurum í 1. deildinni í fyrra.
Valur og Fram eru auðvitað miklir erkifjendur og skrifaði Arnar Sveinn því færslu á Twitter í nóvember í fyrra sem hann sér kannski örlítið eftir núna.
Framarar hafa verið að safna liði fyrir átökin í 1. deildinni í vetur og fóru tveir vinir hans í Úlfarsárdalinn, en Arnar átti erfitt með að sætta sig við það.
Þá eru tveir úr vinahópnum með Fram á ferilskránni. Á erfitt með að samþykkja það.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) November 23, 2015
@Sindrason Get fyrirgefið það að fara í KR og alveg sama um KV, en ekki Fram. Alls ekki Fram.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) November 23, 2015