Porsche sýknað af stefnu ekkju Paul Walker í Fast & Furious Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2016 16:00 Paul Walker úr Fast & Furious myndunum. Paul Walker, leikarinn kunni úr Fast & Furious myndunum, lést árið 2013 í Porsche Carrera GT bíl ásamt vini sínum, Roger Rodas sem ók bílnum. Í kjölfarið stefndi ekkja Paul Walker Porsche bílaframleiðandann á grundvelli þess að bíllinn sem þeir óku fyllti ekki öryggiskröfur og væri með gallað fjöðrun hægra megin að aftan. Dómari í Bandaríkjunum hefur nú vísað ákærunni frá og sýknað Porsche og í niðurstöðum dómsins kemur fram að enginn galli hefði fundist í fjöðrun bílsins og að ekki væri hægt að gera þá kröfu að bíllinn ætti að vera með veltigrind, þó svo öflugur væri. Þegar Paul Walker og Roger Rodas lentu á ljósastaur var bíll þeirra á 130 til 150 km hraða á götu þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/klst. Dekkin undir bílnum voru 9 ára gömul og á það væntanlega þátt í hve illa fór. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent
Paul Walker, leikarinn kunni úr Fast & Furious myndunum, lést árið 2013 í Porsche Carrera GT bíl ásamt vini sínum, Roger Rodas sem ók bílnum. Í kjölfarið stefndi ekkja Paul Walker Porsche bílaframleiðandann á grundvelli þess að bíllinn sem þeir óku fyllti ekki öryggiskröfur og væri með gallað fjöðrun hægra megin að aftan. Dómari í Bandaríkjunum hefur nú vísað ákærunni frá og sýknað Porsche og í niðurstöðum dómsins kemur fram að enginn galli hefði fundist í fjöðrun bílsins og að ekki væri hægt að gera þá kröfu að bíllinn ætti að vera með veltigrind, þó svo öflugur væri. Þegar Paul Walker og Roger Rodas lentu á ljósastaur var bíll þeirra á 130 til 150 km hraða á götu þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/klst. Dekkin undir bílnum voru 9 ára gömul og á það væntanlega þátt í hve illa fór.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent