Risahækkun bílastæðagjalda við Leifsstöð Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2016 14:15 Bílastæðagjöld á Keflavíkurflugvelli hækkuðu um 30-117% þann 1. apríl. FÍB hefur mótmælt mikilli hækkun á bílastæðagjöldum Isavia við Leifsstöð, en hækkunin gekk í gildi þann 1. apríl. Þá hækkuðu stöðugjöldin um 30-117 prósent og eru því órafjarri íslenskum efnahagsraunveruleika eins og hann er nú segir í umfjöllun FÍB um málið. Á skammtímastæðum flugvallarins kostaði hver klukkutími 230 kr. en eftir hækkunina 500 krónur. Langtímastæðin kostuði 950 kr. fyrir hvern sólarhring en kosta nú 1.250 kr. Í umfjöllun FÍB í aðdraganda hækkunarinnar segir að hækkunin sé mjög ámælisverð fyrir ýmissa hluta sakir. Isavia, áður Flugmálastjórn, sé opinber stofnun og þar með í eigu og þjónustu íslensks almennings, en dulbúin sem opinbert hlutafélag, þ.e. fyrirtæki.Hækkun í stað lækkunarÞetta fyrirkomulag veiti stjórnendum Isavia skjól til að ráðskast með almenningseign eins og Keflavíkurflugvöll og Leifsstöð nokkurnveginn að geðþótta, að sögn FÍB. Isavia sé í raun einokunaraðili. Fyrirtækið ræður yfir bílastæðunum umhverfis flugstöðina og það ræður yfir flugstöðinni að vild sinni, hvaða þjónusta er veitt innan- og utandyra, hverjir veita hana og hvað hún kostar. Og nú hefur Isavia einu sinni enn ákveðið að hækka mjög bílastæðagjöldin enda þótt sókn í stæðin hafi stóraukist frá bankahruni og nýting þeirra stórlega batnað. Að öllu eðlilegu ætti það að hafa leitt til verðlækkunar en þar sem almenn markaðslögmál ná sjaldnast yfir einokunaraðila þá stórhækkar Isavia bílastæðagjöldin aftur og aftur og skýrir það nú með kostnaði við nýframkvæmdir og endurbætur á bílastæðunum. Þær framkvæmdir felast aðallega í að sameina núverandi 300 starfsmannabílastæði almennum stæðum og gera ný stæði fyrir starfsfólkið annarsstaðar.Dulbúin hækkun til að byggja bílastæði fyrir bílaleigurUpplýsingafulltrúi Isavia hefur skýrt út hækkanirnar nú með því að miklar stækkunarframkvæmdir standi yfir í Leifsstöð vegna mikils og stórvaxandi fjölda ferðamanna til landsins. Tekin væru lán til þeirra og að ekki yrði tekið lán vegna bílastæðaframkvæmdanna. Því skorti fé til þeirra og til að hægt sé að ráðast í þær þurfi meira fé. Þessvegna þurfii að hækka bílastæðagjöldin. FÍB hefur hinsvegar bent á að ekki geti talist eðlilegt að fjölga bílastæðum vegna fjölgunar farþega þegar erlendir ferðamenn nota ekki bílastæðin. FÍB hefur hins vegar bent á að tilgangur hækkananna sé sá einn að afla fjár til fjölgunar bílastæða við flugstöðina til að mæta þörfum bílaleiga vegna aukins fjölda erlendra ferðamanna. Þeim kostnaði virðist eiga að velta yfir á herðar íslenskra bifreiðaeigenda og láta þá niðurgreiða kostnað þessarar ferðaþjónustugreinar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent
FÍB hefur mótmælt mikilli hækkun á bílastæðagjöldum Isavia við Leifsstöð, en hækkunin gekk í gildi þann 1. apríl. Þá hækkuðu stöðugjöldin um 30-117 prósent og eru því órafjarri íslenskum efnahagsraunveruleika eins og hann er nú segir í umfjöllun FÍB um málið. Á skammtímastæðum flugvallarins kostaði hver klukkutími 230 kr. en eftir hækkunina 500 krónur. Langtímastæðin kostuði 950 kr. fyrir hvern sólarhring en kosta nú 1.250 kr. Í umfjöllun FÍB í aðdraganda hækkunarinnar segir að hækkunin sé mjög ámælisverð fyrir ýmissa hluta sakir. Isavia, áður Flugmálastjórn, sé opinber stofnun og þar með í eigu og þjónustu íslensks almennings, en dulbúin sem opinbert hlutafélag, þ.e. fyrirtæki.Hækkun í stað lækkunarÞetta fyrirkomulag veiti stjórnendum Isavia skjól til að ráðskast með almenningseign eins og Keflavíkurflugvöll og Leifsstöð nokkurnveginn að geðþótta, að sögn FÍB. Isavia sé í raun einokunaraðili. Fyrirtækið ræður yfir bílastæðunum umhverfis flugstöðina og það ræður yfir flugstöðinni að vild sinni, hvaða þjónusta er veitt innan- og utandyra, hverjir veita hana og hvað hún kostar. Og nú hefur Isavia einu sinni enn ákveðið að hækka mjög bílastæðagjöldin enda þótt sókn í stæðin hafi stóraukist frá bankahruni og nýting þeirra stórlega batnað. Að öllu eðlilegu ætti það að hafa leitt til verðlækkunar en þar sem almenn markaðslögmál ná sjaldnast yfir einokunaraðila þá stórhækkar Isavia bílastæðagjöldin aftur og aftur og skýrir það nú með kostnaði við nýframkvæmdir og endurbætur á bílastæðunum. Þær framkvæmdir felast aðallega í að sameina núverandi 300 starfsmannabílastæði almennum stæðum og gera ný stæði fyrir starfsfólkið annarsstaðar.Dulbúin hækkun til að byggja bílastæði fyrir bílaleigurUpplýsingafulltrúi Isavia hefur skýrt út hækkanirnar nú með því að miklar stækkunarframkvæmdir standi yfir í Leifsstöð vegna mikils og stórvaxandi fjölda ferðamanna til landsins. Tekin væru lán til þeirra og að ekki yrði tekið lán vegna bílastæðaframkvæmdanna. Því skorti fé til þeirra og til að hægt sé að ráðast í þær þurfi meira fé. Þessvegna þurfii að hækka bílastæðagjöldin. FÍB hefur hinsvegar bent á að ekki geti talist eðlilegt að fjölga bílastæðum vegna fjölgunar farþega þegar erlendir ferðamenn nota ekki bílastæðin. FÍB hefur hins vegar bent á að tilgangur hækkananna sé sá einn að afla fjár til fjölgunar bílastæða við flugstöðina til að mæta þörfum bílaleiga vegna aukins fjölda erlendra ferðamanna. Þeim kostnaði virðist eiga að velta yfir á herðar íslenskra bifreiðaeigenda og láta þá niðurgreiða kostnað þessarar ferðaþjónustugreinar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent