ŠKODA Superb Combi hlýtur Red Dot verðlaunin Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2016 12:30 Ný kynslóð Skoda Superb fær frábærar viðtökur. Nýr ŠKODA Superb Combi varð á dögunum þess heiðurs aðnjótandi að hljóta Red Dot verðlaunin fyrir framúrskarandi vöruhönnun og varð þar með sá níundi úr Skoda-fjölskyldunni til að hljóta þessi eftirsóttu hönnunarverðlaun. Red Dot er ein þekktasta og virtasta hönnunarsamkeppni heims og var þetta í 61. sinn sem hún er haldin. Um 5000 þátttakendur frá meira en 50 löndum tók þátt að þessu sinni og alþjóðleg dómnefnd skipuð sérfræðingum sá um að velja sigurvegarana. Að mati dómnefndar er hárfínt jafnvægi á milli hagkvæmni og fagurfræði í Combi-útfærslunni á þessu glæsilega flaggsskipi Skoda sem undirstrikar færnina í verkfræði og hönnun. „Nýr Superb er með frábærar útlínur og er stórkostlegur bíll,“ var haft eftir dr. Peter Zec, stofnanda og forstjóra Red Dot keppninnar við þetta tilefni. ŠKODA Superb var frumsýndur í HEKLU í janúar. Um er að ræða þriðju kynslóð þessa vinsæla bíls sem kemur úr smiðju skemmtilegu ŠKODA fjölskyldunnar. Þetta er rúmgóður og fágaður fjölskyldubíll sem er fullkominn í leik og störf og hann hefur hlotið frábærar viðtökur bæði hjá viðskiptavinum og bílablaðamanna. Nýr Superb er stærri og rúmbetri en áður og býr yfir mörgum framsæknum öryggiskerfum. Af öryggisbúnaði má nefna árekstrarvara og rafræna stöðugleikastýringu með fjöldaárekstursbremsu en Superb er á lista Euro NCAP yfir öruggustu fjölskyldubílana. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent
Nýr ŠKODA Superb Combi varð á dögunum þess heiðurs aðnjótandi að hljóta Red Dot verðlaunin fyrir framúrskarandi vöruhönnun og varð þar með sá níundi úr Skoda-fjölskyldunni til að hljóta þessi eftirsóttu hönnunarverðlaun. Red Dot er ein þekktasta og virtasta hönnunarsamkeppni heims og var þetta í 61. sinn sem hún er haldin. Um 5000 þátttakendur frá meira en 50 löndum tók þátt að þessu sinni og alþjóðleg dómnefnd skipuð sérfræðingum sá um að velja sigurvegarana. Að mati dómnefndar er hárfínt jafnvægi á milli hagkvæmni og fagurfræði í Combi-útfærslunni á þessu glæsilega flaggsskipi Skoda sem undirstrikar færnina í verkfræði og hönnun. „Nýr Superb er með frábærar útlínur og er stórkostlegur bíll,“ var haft eftir dr. Peter Zec, stofnanda og forstjóra Red Dot keppninnar við þetta tilefni. ŠKODA Superb var frumsýndur í HEKLU í janúar. Um er að ræða þriðju kynslóð þessa vinsæla bíls sem kemur úr smiðju skemmtilegu ŠKODA fjölskyldunnar. Þetta er rúmgóður og fágaður fjölskyldubíll sem er fullkominn í leik og störf og hann hefur hlotið frábærar viðtökur bæði hjá viðskiptavinum og bílablaðamanna. Nýr Superb er stærri og rúmbetri en áður og býr yfir mörgum framsæknum öryggiskerfum. Af öryggisbúnaði má nefna árekstrarvara og rafræna stöðugleikastýringu með fjöldaárekstursbremsu en Superb er á lista Euro NCAP yfir öruggustu fjölskyldubílana.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent