Mazda CX-4 í Peking Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2016 11:00 Mazda CX-4 verður byggður á tilraunabílnum Mazda Koeru og vonandi sem minnst breytt. Það fjölgar í jepplingaflórunni hjá Mazda og nýjasta bílnum í þeirri fjölskyldu verður skotið á milli CX-3 og CX-5 og fær því nafnið CX-4. Þessi nýi jepplingur verður sýndur á bílasýningunni í Peking sem hefst þann 25. apríl. Þessi bíll er byggður á tilraunabílnum Koeru sem sýndur var á bílasýningunni í Frankfürt síðasta haust. Hann er með coupe-lagi sem algengt er orðið með jepplinga nú til dags og því æði sportlegur. CX-4 er 4,6 metra langur, 1,9 m breiður og 1,5 metra hár og það eru 2,7 metrar á milli öxla. Hann er talsvert frábrugðinn öðrum jepplingum Mazda í útliti en ef hann heldur að mestu línunum frá Koeru tilraunabílnum er hér á ferðinni afar fallegur bíll. Að sjálfsögðu fær þessi jepplingur Skyactive vél, sem eru nú í flestum bílum Mazda. CX-4 fær að mestu sama undirvagn og CX-5 jepplingurinn en á að verða enn betri akstursbíll og þarf þó nokkuð til að slá við CX-5 í jepplingaflokknum. Því er von að margir sé spenntur að prófa þennan bíl frá Mazda, en fyrirtækið hefur á undanförnum árum sent frá sér frábæra akstursbíla og fallega að auki, eins og á myndinni sést. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent
Það fjölgar í jepplingaflórunni hjá Mazda og nýjasta bílnum í þeirri fjölskyldu verður skotið á milli CX-3 og CX-5 og fær því nafnið CX-4. Þessi nýi jepplingur verður sýndur á bílasýningunni í Peking sem hefst þann 25. apríl. Þessi bíll er byggður á tilraunabílnum Koeru sem sýndur var á bílasýningunni í Frankfürt síðasta haust. Hann er með coupe-lagi sem algengt er orðið með jepplinga nú til dags og því æði sportlegur. CX-4 er 4,6 metra langur, 1,9 m breiður og 1,5 metra hár og það eru 2,7 metrar á milli öxla. Hann er talsvert frábrugðinn öðrum jepplingum Mazda í útliti en ef hann heldur að mestu línunum frá Koeru tilraunabílnum er hér á ferðinni afar fallegur bíll. Að sjálfsögðu fær þessi jepplingur Skyactive vél, sem eru nú í flestum bílum Mazda. CX-4 fær að mestu sama undirvagn og CX-5 jepplingurinn en á að verða enn betri akstursbíll og þarf þó nokkuð til að slá við CX-5 í jepplingaflokknum. Því er von að margir sé spenntur að prófa þennan bíl frá Mazda, en fyrirtækið hefur á undanförnum árum sent frá sér frábæra akstursbíla og fallega að auki, eins og á myndinni sést.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent