Skoda Superb ógnar lúxusbílunum Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2016 09:29 Skoda Superb er fullvaxinn fjölskyldubíll með gríðarstóru innanrými. Reynsluakstur - Skoda Superb Skoda Superb af þriðju kynslóð er nýkominn á markað og hefur vægt til orða tekið fengið frábæra dóma þeirra sem prófað hafa bílinn og það hefur orðið til þess að Skoda hefur ekki undan að framleiða þennan stærsta fólksbíl sinn. Fyrsta kynslóð Skoda Superb kom á markað árið 2001 og önnur kynslóðin árið 2008 og hafa þær báðar selst mjög vel þó svo salan nái ekki sölunni á enn vinsælli bílgerð Skoda, Octavia. Octavia var reyndar mest selda einstaka bílgerð á Íslandi í fyrra. Skoda Superb fæst sem fyrr bæði með “sedan”-lagi og í langbaksútfærslu og með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Einnig má velja á milli margra vélarkosta, en hér á landi eru 3 vélar í boði. Ein 1,4 lítra TSI bensínvél sem er 150 hestöfl og þrjár 1,6 og 2,0 lítra dísilvélar sem eru 120, 150 og 190 hestöfl. Ástæðan fyrir takmörkuðu bensínvélarúrvali hér er að flestir Íslendingar hafa kosið hann með dísilvél í gegnum tíðina og verð hans gott þannig.Verðugur keppinautur Audi A6Sá bíll sem tekinn var til kostanna í reynsluakstri var langbaksútfærslan með stærstu dídilvélinni, 190 hestafla og fjórhjóladrifinn. Þar fer dýrast útgáfa þessa bíls og kostar 6.170.000 kr. Það er þó ekki hátt verð fyrir svo mikinn bíl og ef marka má orð margra sem prófað hafa bílinn erlendis og segja hann verðugan keppinaut Audi A6, þá er hann 2,5 milljónum ódýrari en langbaksgerð (Avant) hans. Skoda Superb má hinsvegar fá frá 4.490.000 kr. með 150 hestafla bensínvélinni og þar fer ferlega skemmtilegur bíll með vél sem dugar honum ágætlega þó svo hann eigi nokkuð í land með öflugustu dísilvélinni. Með henni er þessi bíll alger spyrnukerra og ómæld ánægja er að gefa honum inn og finna fyrir ótrúlegri vinnslu hennar. Það undarlega er að þrátt fyrir allt afl hennar eyðir þessi stóri bíll aðeins 5,1 lítra samkvæmt framleiðanda.Reyndist með 5,5 lítra meðaleyðsluReynsluakstur bílsins, sem spannaði heila 850 kílómetra að þessu sinni, sýndi hinsvegar framá 5,5 lítra eyðslu og var innanbæjarakstur um 80 km af því. Hann heggur því býsna nærri uppgefinni eyðslu og á það nú ekki við marga af þeim bílum sem undirritaður hefur reynt um árin. Bíllinn var með fullan tank í upphafi norðanferðar og við heimkomu átti hann eldsneyti til ríflega 400 km aksturs til viðbótar og því má segja að hæglega megi komast hringinn á honum á einum tanki. Auk þess var bílnum ekki beinlýnis ekið í sparakstri í reynsluakstrinum og fékk hann stundum að hafa verulega fyrir hlutunum. Superb með aflminnstu dísilvélinni er með uppgefna 4,0 lítra eyðslu og er sú tala trúverðug í ljósi þessara talna. Vart er hægt að hugsa sér betri ferðabíl en Superb því hann gleypir 5 manna fjölskyldu létt og gríðarmikinn farnagur að auki. Skottrými bílsins er slíkt að maður fer að hlægja við það eitt að opna afturhlerann. Samt er fótarými aftursætisfarþega yfrið og sá íverustaður með allra besta móti. Þessi stóri bíll stækkaði nefnilega um 3 cm og breikkaði um 5 cm á milli kynslóða og innanrýmið stækkaði enn meira hlutfallslega.Frábær akstursbíllAksturseiginleikar Superb hafa alltaf verð góðir en ekki sakaði það nú að bíllinn fór í 75 kg megrun milli kynslóða. Þessi bíll liggur eins og klessa og stýring hans er nákvæm og skilar heilmikilli tilfinningu frá vegi til stýris. Úr verður frábær aksturupplifun sem skarar ekki bara hátt í lúxusbíla í þessum stærðarflokki, heldur jafnar þá auðveldlega. Hreint magnað hvað Skoda hefur tekist með þessum bíl, en kannski á skyldleikinn við önnur góð bílmerki innan stóru Volkswagen bílafjölskyldunnar ríkan þátt í því. Ef einhverju er hægt að kvarta yfir þá kom það tvisvar sinnum fyrir er farið var nokkuð greitt yfir hraðahindranir að fjöðrunin sló upp og brá þá ökumanni. Þó svo Superb sé ekki alveg eins vel hljóðeinangraður og bestu lúxusbílar er hann býsna hljótlátur á þjóðvegunum og því var ágæts hljóðkerfis hans notið á leiðinni. Superb á líka eitthvað í land hvað varðar glæsileika innréttingar við lúxusbíla en hún er samt ferlega flott, traust og praktísk eins og allt sem frá Skoda kemur. Það er í raun hálf skrítið að vera að bera svo ódýran bíl sem Superb við lúxusbíla, en hann skýtur svo nálægt þeim af öllum gæðum að því verður ekki varist.“Simply clever”Svo eru líka alltaf einhverjar skemmtilegar og óvæntar lausnir sem gleðja mann við hvern nýjan Skoda, enda er kjörorð þeirra “Simply clever”. Til dæmis má finna regnhlífar sem smeygt er inní báðar framhurðirnar og því eru þær alltaf til taks og ekki veitir af á okkar blauta landi. Velja má á milli þriggja útfærslna í innréttingunni, Active er þeirra ódýrust, þá Ambition og dýrust er Style, en staðalbúnaður er fínn í þeirri ódýrustu. Full ástæða er að mæla með þessari nýju kynslóð Superb og svo virðist sem Skoda geri flest rétt þessa dagana.Kostir: Útlit, rými, aksturseginleikar, vélarÓkostir: Fjöðrun á til að slá upp, aðeins 3 ára ábyrgð 2,0 l. dísilvél, 190 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,1 l./100 km í bl. akstri Mengun: 135 g/km CO2 Hröðun: 7,6 sek. Hámarkshraði: 230 km/klst Verð frá: 5.820.000 kr. Umboð: HeklaSterkari línur með nýrri kynslóð og meiri fegurð.Gríðarlegt farangurspláss er í Superb.Laglegasta innrétting og greinilega vel smíðuð.Annað eins fótapláss fyrir aftursætisfarþega finnst óvíða í bílum. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Reynsluakstur - Skoda Superb Skoda Superb af þriðju kynslóð er nýkominn á markað og hefur vægt til orða tekið fengið frábæra dóma þeirra sem prófað hafa bílinn og það hefur orðið til þess að Skoda hefur ekki undan að framleiða þennan stærsta fólksbíl sinn. Fyrsta kynslóð Skoda Superb kom á markað árið 2001 og önnur kynslóðin árið 2008 og hafa þær báðar selst mjög vel þó svo salan nái ekki sölunni á enn vinsælli bílgerð Skoda, Octavia. Octavia var reyndar mest selda einstaka bílgerð á Íslandi í fyrra. Skoda Superb fæst sem fyrr bæði með “sedan”-lagi og í langbaksútfærslu og með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Einnig má velja á milli margra vélarkosta, en hér á landi eru 3 vélar í boði. Ein 1,4 lítra TSI bensínvél sem er 150 hestöfl og þrjár 1,6 og 2,0 lítra dísilvélar sem eru 120, 150 og 190 hestöfl. Ástæðan fyrir takmörkuðu bensínvélarúrvali hér er að flestir Íslendingar hafa kosið hann með dísilvél í gegnum tíðina og verð hans gott þannig.Verðugur keppinautur Audi A6Sá bíll sem tekinn var til kostanna í reynsluakstri var langbaksútfærslan með stærstu dídilvélinni, 190 hestafla og fjórhjóladrifinn. Þar fer dýrast útgáfa þessa bíls og kostar 6.170.000 kr. Það er þó ekki hátt verð fyrir svo mikinn bíl og ef marka má orð margra sem prófað hafa bílinn erlendis og segja hann verðugan keppinaut Audi A6, þá er hann 2,5 milljónum ódýrari en langbaksgerð (Avant) hans. Skoda Superb má hinsvegar fá frá 4.490.000 kr. með 150 hestafla bensínvélinni og þar fer ferlega skemmtilegur bíll með vél sem dugar honum ágætlega þó svo hann eigi nokkuð í land með öflugustu dísilvélinni. Með henni er þessi bíll alger spyrnukerra og ómæld ánægja er að gefa honum inn og finna fyrir ótrúlegri vinnslu hennar. Það undarlega er að þrátt fyrir allt afl hennar eyðir þessi stóri bíll aðeins 5,1 lítra samkvæmt framleiðanda.Reyndist með 5,5 lítra meðaleyðsluReynsluakstur bílsins, sem spannaði heila 850 kílómetra að þessu sinni, sýndi hinsvegar framá 5,5 lítra eyðslu og var innanbæjarakstur um 80 km af því. Hann heggur því býsna nærri uppgefinni eyðslu og á það nú ekki við marga af þeim bílum sem undirritaður hefur reynt um árin. Bíllinn var með fullan tank í upphafi norðanferðar og við heimkomu átti hann eldsneyti til ríflega 400 km aksturs til viðbótar og því má segja að hæglega megi komast hringinn á honum á einum tanki. Auk þess var bílnum ekki beinlýnis ekið í sparakstri í reynsluakstrinum og fékk hann stundum að hafa verulega fyrir hlutunum. Superb með aflminnstu dísilvélinni er með uppgefna 4,0 lítra eyðslu og er sú tala trúverðug í ljósi þessara talna. Vart er hægt að hugsa sér betri ferðabíl en Superb því hann gleypir 5 manna fjölskyldu létt og gríðarmikinn farnagur að auki. Skottrými bílsins er slíkt að maður fer að hlægja við það eitt að opna afturhlerann. Samt er fótarými aftursætisfarþega yfrið og sá íverustaður með allra besta móti. Þessi stóri bíll stækkaði nefnilega um 3 cm og breikkaði um 5 cm á milli kynslóða og innanrýmið stækkaði enn meira hlutfallslega.Frábær akstursbíllAksturseiginleikar Superb hafa alltaf verð góðir en ekki sakaði það nú að bíllinn fór í 75 kg megrun milli kynslóða. Þessi bíll liggur eins og klessa og stýring hans er nákvæm og skilar heilmikilli tilfinningu frá vegi til stýris. Úr verður frábær aksturupplifun sem skarar ekki bara hátt í lúxusbíla í þessum stærðarflokki, heldur jafnar þá auðveldlega. Hreint magnað hvað Skoda hefur tekist með þessum bíl, en kannski á skyldleikinn við önnur góð bílmerki innan stóru Volkswagen bílafjölskyldunnar ríkan þátt í því. Ef einhverju er hægt að kvarta yfir þá kom það tvisvar sinnum fyrir er farið var nokkuð greitt yfir hraðahindranir að fjöðrunin sló upp og brá þá ökumanni. Þó svo Superb sé ekki alveg eins vel hljóðeinangraður og bestu lúxusbílar er hann býsna hljótlátur á þjóðvegunum og því var ágæts hljóðkerfis hans notið á leiðinni. Superb á líka eitthvað í land hvað varðar glæsileika innréttingar við lúxusbíla en hún er samt ferlega flott, traust og praktísk eins og allt sem frá Skoda kemur. Það er í raun hálf skrítið að vera að bera svo ódýran bíl sem Superb við lúxusbíla, en hann skýtur svo nálægt þeim af öllum gæðum að því verður ekki varist.“Simply clever”Svo eru líka alltaf einhverjar skemmtilegar og óvæntar lausnir sem gleðja mann við hvern nýjan Skoda, enda er kjörorð þeirra “Simply clever”. Til dæmis má finna regnhlífar sem smeygt er inní báðar framhurðirnar og því eru þær alltaf til taks og ekki veitir af á okkar blauta landi. Velja má á milli þriggja útfærslna í innréttingunni, Active er þeirra ódýrust, þá Ambition og dýrust er Style, en staðalbúnaður er fínn í þeirri ódýrustu. Full ástæða er að mæla með þessari nýju kynslóð Superb og svo virðist sem Skoda geri flest rétt þessa dagana.Kostir: Útlit, rými, aksturseginleikar, vélarÓkostir: Fjöðrun á til að slá upp, aðeins 3 ára ábyrgð 2,0 l. dísilvél, 190 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,1 l./100 km í bl. akstri Mengun: 135 g/km CO2 Hröðun: 7,6 sek. Hámarkshraði: 230 km/klst Verð frá: 5.820.000 kr. Umboð: HeklaSterkari línur með nýrri kynslóð og meiri fegurð.Gríðarlegt farangurspláss er í Superb.Laglegasta innrétting og greinilega vel smíðuð.Annað eins fótapláss fyrir aftursætisfarþega finnst óvíða í bílum.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent