Ólafur Ragnar vísar áburði um ósannsögli á bug Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 19:03 „Nei nei, það er enginn misskilingur. Ég tel nú hinsvegar ekki við hæfi að ég fari að deila við fráfarandi forsætisráðherra," sagði Ólafur Ragnar spurður um hvort misskilingur hefði orðið á milli forsætisráðherra og forseta á fundi í morgun. Ólafur var í beinni í Íslandi í dag á Stöð 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt á fund Ólafs Ragnars í hádeginu í dag eftir að hafa rætt um stund við samstarfs mann sinn í ríkisstjórn Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Forsetinn boðaði óvænt til blaðamannafundar eftir fund þeirra Sigmundar Davíðs í hádeginu og tilkynnti þjóðinni að hann hefði hafnað þeirri ósk Sigmundar að hann fengi heimild til þess að rjúfa þing, nú eða síðar. Sigmundur Davíð hafnaði því hins vegar að hafa borið upp slíka tillögu.Ólafur Ragnar boðaði til skyndilegs blaðamannafundar eftir fund sinn með forsætisráðherra.Vísir/BirgirÓlafur Ragnar skýr um tilgang fundarins Atburðarrásin er mjög skýr af forsetans hálfu. „Það er alveg ljóst hvað hann fór fram á í upphafi fundarins,“ sagði Ólafur Ragnar. Það er ótvíræður skilningur forsetans að Sigmundur hafi komið á fundinn til að óska þess. Forseti sagði ráðuneytisstarfsmenn úr forsætisráðuneytinu hafa beðið með skjalatösku ríkisráðsins í eldhúsinu á Bessastöðum og með tilbúin skjöl til undirritunar samþykkti hann tillögu Sigmundar um þingrof. Hins vegar hafi Ólafur Ragnar ekki talið sér stætt á að verða við slíkri bón. Í seinni hluta fundarins bað Sigmundur um fyrirheit þess efnis að Ólafur myndi samþykkja bónina. Ólafur sagðist heldur ekki getað samþykkt slíkt. Sigmundur hafði flýtti fundi sínum við forseta eftir fundinn en upphaflega átti fundurinn að eiga sér stað klukkan 13. „Flýtirinn var að fá slíkt plagg eða slíkt fyrirheiti sem hann gæti síðan notað sem vopn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Ólafur Ragnar en hann tjáði Sigmundi Davíð að sér þætti óeðlilegt að nýta plögg frá forseta í slíkum tilgangi. „Ég taldi ekki við hæfi að forsetaembættið verði notað sem einhvers konar leikflétta.“ Síðdegis barst eftirfarandi fréttatilkynning: „Forsætisráðherra og forseti Íslands áttu fund á Bessastöðum nú laust fyrir hádegi í dag. Á fundinum upplýsti forsætisráðherra forseta um stöðu mála í stjórnmálum hér á landi og greindi jafnframt frá áformum sínum um að leggja til við forseta að þing yrði rofið og boðað yrði til almennra alþingiskosninga ef í ljós kæmi að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum. Forsætisráðherra tjáði forseta að hann hygðist bera þingrofstillögu formlega upp við forseta ef niðurstaða um framangreint lægi fyrir,“ sagði í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í dag. Ólafur Ragnar vísar því ekki á bug að hann bjóði sig fram sem forseta að nýju. „Ég tel að það eigi ekki að blanda slíku inn í þessa atburðarrás. En það ætti að vera öllum hvaða sess forsetaembættið hefur sem öryggisventill.“ Panama-skjölin Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Fleiri fréttir 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Sjá meira
„Nei nei, það er enginn misskilingur. Ég tel nú hinsvegar ekki við hæfi að ég fari að deila við fráfarandi forsætisráðherra," sagði Ólafur Ragnar spurður um hvort misskilingur hefði orðið á milli forsætisráðherra og forseta á fundi í morgun. Ólafur var í beinni í Íslandi í dag á Stöð 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt á fund Ólafs Ragnars í hádeginu í dag eftir að hafa rætt um stund við samstarfs mann sinn í ríkisstjórn Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Forsetinn boðaði óvænt til blaðamannafundar eftir fund þeirra Sigmundar Davíðs í hádeginu og tilkynnti þjóðinni að hann hefði hafnað þeirri ósk Sigmundar að hann fengi heimild til þess að rjúfa þing, nú eða síðar. Sigmundur Davíð hafnaði því hins vegar að hafa borið upp slíka tillögu.Ólafur Ragnar boðaði til skyndilegs blaðamannafundar eftir fund sinn með forsætisráðherra.Vísir/BirgirÓlafur Ragnar skýr um tilgang fundarins Atburðarrásin er mjög skýr af forsetans hálfu. „Það er alveg ljóst hvað hann fór fram á í upphafi fundarins,“ sagði Ólafur Ragnar. Það er ótvíræður skilningur forsetans að Sigmundur hafi komið á fundinn til að óska þess. Forseti sagði ráðuneytisstarfsmenn úr forsætisráðuneytinu hafa beðið með skjalatösku ríkisráðsins í eldhúsinu á Bessastöðum og með tilbúin skjöl til undirritunar samþykkti hann tillögu Sigmundar um þingrof. Hins vegar hafi Ólafur Ragnar ekki talið sér stætt á að verða við slíkri bón. Í seinni hluta fundarins bað Sigmundur um fyrirheit þess efnis að Ólafur myndi samþykkja bónina. Ólafur sagðist heldur ekki getað samþykkt slíkt. Sigmundur hafði flýtti fundi sínum við forseta eftir fundinn en upphaflega átti fundurinn að eiga sér stað klukkan 13. „Flýtirinn var að fá slíkt plagg eða slíkt fyrirheiti sem hann gæti síðan notað sem vopn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Ólafur Ragnar en hann tjáði Sigmundi Davíð að sér þætti óeðlilegt að nýta plögg frá forseta í slíkum tilgangi. „Ég taldi ekki við hæfi að forsetaembættið verði notað sem einhvers konar leikflétta.“ Síðdegis barst eftirfarandi fréttatilkynning: „Forsætisráðherra og forseti Íslands áttu fund á Bessastöðum nú laust fyrir hádegi í dag. Á fundinum upplýsti forsætisráðherra forseta um stöðu mála í stjórnmálum hér á landi og greindi jafnframt frá áformum sínum um að leggja til við forseta að þing yrði rofið og boðað yrði til almennra alþingiskosninga ef í ljós kæmi að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum. Forsætisráðherra tjáði forseta að hann hygðist bera þingrofstillögu formlega upp við forseta ef niðurstaða um framangreint lægi fyrir,“ sagði í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í dag. Ólafur Ragnar vísar því ekki á bug að hann bjóði sig fram sem forseta að nýju. „Ég tel að það eigi ekki að blanda slíku inn í þessa atburðarrás. En það ætti að vera öllum hvaða sess forsetaembættið hefur sem öryggisventill.“
Panama-skjölin Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Fleiri fréttir 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Sjá meira