Landsdómsmálið gæti staðið í Sjálfstæðismönnum Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2016 17:35 Bjarni er í þröngri stöðu, því ekki er víst að hann njóti mikils stuðnings innan eigin flokks við að leiða Sigurð Inga inn í forsætisráðuneytið. Sigurður Ingi Jóhannsson, sem nú er forsætisráðherraefni Framsóknarmanna, er líkast til ekki draumakandídat Sjálfstæðismanna í forsætisráðuneytið. Þar kemur ýmislegt til. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór fram á það við forseta Íslands, að hann fengi svigrúm til viðræðna við Sigurð Inga Jóhannsson, varaformann Framsóknarflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna, án Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sigurður Ingi sagði, í sjónvarpsviðtölum í dag, hann vongóðan um að Sjálfstæðismenn tækju vel í þá hugmynd, sem er reyndar Sigmundar Davíðs, að hann tæki við sem forsætisráðherra. Og það eru þeir Bjarni, auk Ásmunds Einars Daðasonar, að ræða núna.Thug life En, það er ýmislegt í ferli Sigurður Inga sem gæti staðið í Sjálfstæðismönnum og reyndar fleirum til. Hann hefur gengið hart fram í því að verja Sigmund Davíð í vandræðum hans allt fram á síðustu stundum og þekkt er nýlegt sjónvarpsviðtal Heimis Más Péturssonar við hann þar sem Sigurður Ingi segir að það sé greinilega flókið að eiga peninga á Íslandi. Ef marka má þær raddir sem heyrst hafa í tengslum við mestu mótmæli sem haldin hafa verið á Íslandi, að vandræði peningafólks væri ekki það sem stæði í fólki. Þetta varð grínurum á netinu tilefni til þess að setja saman klippu sem fór víða á Twitter.Takk Kvöldfréttir Stöðvar 2 og Sigurður Þorsteinsson. Held ég hafi ekki gert betra myndband.Posted by Hordur Agustsson on 30. mars 2016Fiskistofumálið erfittÞá er vert að rifja upp að ráðherraferill Sigurðar Inga hefur ekki verið óumdeildur, nema síður sé. Og vert er að rifja upp það mál sem reynst hefur honum verst sem er flutningur Fiskistofu af höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þar birtist grjóthörð landbyggðastefna sem ekki er líkleg að hugnist mörgum áhrifamönnum innan Sjálfstæðisflokksins. Og ekki þótti ráðherra höndla það mál vel.Geymt en ekki gleymt. Landsdómsmálið er nokkuð sem stór hluti Sjálfstæðismanna munu aldrei fyrirgefa.Sjálfstæðismenn munu aldrei fyrirgefa LandsdómsmáliðÞetta er líkast til ekki það sem mun fara verst í samstarfsflokkinn – Sjálfstæðismenn -- heldur það sem T24, veftímarit Óla Björns Kárasonar þingmaður rekur hér, sem er sú staðreynd að Sigurður Ingi er einn þeirra sem samþykkti að Geir H. Haarde yrði dreginn fyrir Landsdóm. Það er nokkuð sem stór hluti gegnheilla Sjálfstæðismanna mun aldrei fyrirgefa. „Best færi á því að þeir 15 þingmenn sem enn sitja á þingi og studdu málssóknina á hendur Geir H. Haarde, hefðu frumkvæðið og litu í eigin barm. Það færi a.m.k. ekki illa á því að sitjandi ráðherrar, sem ekki aðeins studdu heldur lögðu til, málssóknina bæðust opinberlega afsökunar á sínum þætti,“ segir á T24. Landsdómur Panama-skjölin Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, sem nú er forsætisráðherraefni Framsóknarmanna, er líkast til ekki draumakandídat Sjálfstæðismanna í forsætisráðuneytið. Þar kemur ýmislegt til. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór fram á það við forseta Íslands, að hann fengi svigrúm til viðræðna við Sigurð Inga Jóhannsson, varaformann Framsóknarflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna, án Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sigurður Ingi sagði, í sjónvarpsviðtölum í dag, hann vongóðan um að Sjálfstæðismenn tækju vel í þá hugmynd, sem er reyndar Sigmundar Davíðs, að hann tæki við sem forsætisráðherra. Og það eru þeir Bjarni, auk Ásmunds Einars Daðasonar, að ræða núna.Thug life En, það er ýmislegt í ferli Sigurður Inga sem gæti staðið í Sjálfstæðismönnum og reyndar fleirum til. Hann hefur gengið hart fram í því að verja Sigmund Davíð í vandræðum hans allt fram á síðustu stundum og þekkt er nýlegt sjónvarpsviðtal Heimis Más Péturssonar við hann þar sem Sigurður Ingi segir að það sé greinilega flókið að eiga peninga á Íslandi. Ef marka má þær raddir sem heyrst hafa í tengslum við mestu mótmæli sem haldin hafa verið á Íslandi, að vandræði peningafólks væri ekki það sem stæði í fólki. Þetta varð grínurum á netinu tilefni til þess að setja saman klippu sem fór víða á Twitter.Takk Kvöldfréttir Stöðvar 2 og Sigurður Þorsteinsson. Held ég hafi ekki gert betra myndband.Posted by Hordur Agustsson on 30. mars 2016Fiskistofumálið erfittÞá er vert að rifja upp að ráðherraferill Sigurðar Inga hefur ekki verið óumdeildur, nema síður sé. Og vert er að rifja upp það mál sem reynst hefur honum verst sem er flutningur Fiskistofu af höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þar birtist grjóthörð landbyggðastefna sem ekki er líkleg að hugnist mörgum áhrifamönnum innan Sjálfstæðisflokksins. Og ekki þótti ráðherra höndla það mál vel.Geymt en ekki gleymt. Landsdómsmálið er nokkuð sem stór hluti Sjálfstæðismanna munu aldrei fyrirgefa.Sjálfstæðismenn munu aldrei fyrirgefa LandsdómsmáliðÞetta er líkast til ekki það sem mun fara verst í samstarfsflokkinn – Sjálfstæðismenn -- heldur það sem T24, veftímarit Óla Björns Kárasonar þingmaður rekur hér, sem er sú staðreynd að Sigurður Ingi er einn þeirra sem samþykkti að Geir H. Haarde yrði dreginn fyrir Landsdóm. Það er nokkuð sem stór hluti gegnheilla Sjálfstæðismanna mun aldrei fyrirgefa. „Best færi á því að þeir 15 þingmenn sem enn sitja á þingi og studdu málssóknina á hendur Geir H. Haarde, hefðu frumkvæðið og litu í eigin barm. Það færi a.m.k. ekki illa á því að sitjandi ráðherrar, sem ekki aðeins studdu heldur lögðu til, málssóknina bæðust opinberlega afsökunar á sínum þætti,“ segir á T24.
Landsdómur Panama-skjölin Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira