Buick Avista senuþjófurinn verður ekki framleiddur Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2016 16:15 Bandaríkjamönnum er mjög lagið að framleiða ljóta bíla, en stundum kemur þó fyrir að fallegir tilraunabílar líta dagsins ljós þar í landi, en þá er um að gera að framleiða þá ekki. Gott dæmi um það er þessi gullfallegi Buick Avista sportbíll, en Buick hefur látið uppi að engar áætlanir séu uppi um framleiðslu hans og að hann gefi ekki heldur tóninn fyrir framtíðarútlit Buick bíla. Þessi bíll var sýndur á síðustu bílasýningu í Detroit og þar var hann sannarlega senuþjófur, enda ótrúlega laglegur bíll þar á ferð frá bandarískum bílaframleiðanda. Aðstoðarforstjóri Buick sagði nýlega að þessi Buick Avista hefði eingöngu verið smíðaður til að grípa stundarathygli og að Buick Avenir bíllinn væri sá bíll sem gæfi tóninn fyrir framtíðarútlit Buick bíla. Þar fer svo sem ekki ljótur bíll en samt langt frá því að vera eins fallegur og Avista. Næsti LaCrosse bíll Buick mun fá framendann frá Avenir og fleiri línur og fleiri bílar Buick munu erfa útlit hans. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent
Bandaríkjamönnum er mjög lagið að framleiða ljóta bíla, en stundum kemur þó fyrir að fallegir tilraunabílar líta dagsins ljós þar í landi, en þá er um að gera að framleiða þá ekki. Gott dæmi um það er þessi gullfallegi Buick Avista sportbíll, en Buick hefur látið uppi að engar áætlanir séu uppi um framleiðslu hans og að hann gefi ekki heldur tóninn fyrir framtíðarútlit Buick bíla. Þessi bíll var sýndur á síðustu bílasýningu í Detroit og þar var hann sannarlega senuþjófur, enda ótrúlega laglegur bíll þar á ferð frá bandarískum bílaframleiðanda. Aðstoðarforstjóri Buick sagði nýlega að þessi Buick Avista hefði eingöngu verið smíðaður til að grípa stundarathygli og að Buick Avenir bíllinn væri sá bíll sem gæfi tóninn fyrir framtíðarútlit Buick bíla. Þar fer svo sem ekki ljótur bíll en samt langt frá því að vera eins fallegur og Avista. Næsti LaCrosse bíll Buick mun fá framendann frá Avenir og fleiri línur og fleiri bílar Buick munu erfa útlit hans.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent