Noh Jin-Kyu, 23 ára skautaspretthlaupari frá Suður-Kóreu, lést í gær eftir tveggja ára baráttu við krabbamein.
Noh er fyrrum heimsmeistari í greininni en hann vakti mikla athygli þegar hann varð heimsmeistari í samanlögðu aðeins átján ára gamall á HM í Sheffield, Englandi. Ári síðar vann hann silfur á HM í Shanghai.
Hann var fyrst greindur með góðkynja æxli í vinstri öxl í september 2013 en frestaði aðgerð til að fjarlægja það til að geta keppt á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí síðar um veturinn.
Noh varð hins vegar fyrir því óláni að brjóta bein í olnboga á æfingu skömmu fyrir Ólympíuleikana og gat því ekki keppt þar. Hann gekkst undir aðgerð vegna brotsins en þá uppgötvaðist að einnig var að finna illkynja æxli í vinstri öxlinni.
Noh var afar sigursæll á stuttum íþróttaferli sínum en hann á alls níu verðlaun frá heimsmeistaramóti, þar af fimm gull.
23 ára heimsmeistari lést eftir baráttu við krabbamein
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn


Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn