Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. apríl 2016 19:04 Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og núverandi borgarfulltrúi Framsóknar eru nefndar í Panama-gögnunum. Vísir/Samsett Íslendingarnir í Panama-skjölunum Eins og fram hefur komið eru þrír ráðherrar nefndir á nafn í Panama-skjölunum svokölluðu sem birt voru á netinu fyrir stuttu. Það eru þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Það eru hins vegar fleiri stjórnmálamenn nefndir í skjölunum, allt frá borgarfulltrúa að lektor í skattarétti. Á vefsíðu Reykjavík Media er sagt frá sjö stjórnmálamönnum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er skráð fyrir félagi á eyjunni Tortóla sem þekkt er sem paradís skattaskjólanna. Félagið heitir Ravenna Partners og kemur fram á Reykjavík Media að allt hlutafé félagsins hafi verið skráð á hana og mann hennar í ágúst 2005.Kristján Gunnar er sérfræðingur í skattamálum.VísirLektor segir ekkert hagræði fólgið í skjóli en stofnar slíkt sjálfur Þá er hin umdeilda Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir nefnd í gögnunum en hún tengist tveimur aflandsfélögum, annað er skráð á Tortóla og hitt á Panama. Félagið á Panama ber nafnið Ice 1 Corp, það er í eigu einkahlutafélagsins P-10 ehf. þar sem Sveinbjörg er skráður stjórnarformaður. „Samkvæmt nýjasta ársreikningi P-10 ehf. á félagið íbúðir í byggingu í Panama að verðmæti 177.625.050 króna,” segir á vefsíðu Reykjavík media. Sveinbjörg segist hafa talið að búið væri að slíta félaginu. Eins og fram hefur komið stofnaði Júlíus Vífill Ingvason aflandsfélag í Panama árið 2014. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á föstudag kemur fram að hann hafi hugsað sjóðinn í eftirlaunatilgangi. Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor í skattarétti við Háskóla Íslands, kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 1. apríl síðastliðinn og lýsti því yfir að ekkert skattalegt hagræði fælist í því að eiga félag í skattaskjóli. Hann sagði ákvæði í skattalögum koma í veg fyrir það. Í umfjöllun Reykjavík Media kemur fram að hann hafi verið milliliður Júlíusar Vífils um stofnun fyrrnefnds félags hans í Panama. Panama-skjölin Tengdar fréttir Fjölmiðlar um heim allan fjalla um félag Sigmundar og Önnu Félag forsætisráðherra Íslands í skattaskjóli er aðalfréttaefni erlendra miðla þessa stundina. 3. apríl 2016 18:31 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Íslendingarnir í Panama-skjölunum Eins og fram hefur komið eru þrír ráðherrar nefndir á nafn í Panama-skjölunum svokölluðu sem birt voru á netinu fyrir stuttu. Það eru þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Það eru hins vegar fleiri stjórnmálamenn nefndir í skjölunum, allt frá borgarfulltrúa að lektor í skattarétti. Á vefsíðu Reykjavík Media er sagt frá sjö stjórnmálamönnum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er skráð fyrir félagi á eyjunni Tortóla sem þekkt er sem paradís skattaskjólanna. Félagið heitir Ravenna Partners og kemur fram á Reykjavík Media að allt hlutafé félagsins hafi verið skráð á hana og mann hennar í ágúst 2005.Kristján Gunnar er sérfræðingur í skattamálum.VísirLektor segir ekkert hagræði fólgið í skjóli en stofnar slíkt sjálfur Þá er hin umdeilda Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir nefnd í gögnunum en hún tengist tveimur aflandsfélögum, annað er skráð á Tortóla og hitt á Panama. Félagið á Panama ber nafnið Ice 1 Corp, það er í eigu einkahlutafélagsins P-10 ehf. þar sem Sveinbjörg er skráður stjórnarformaður. „Samkvæmt nýjasta ársreikningi P-10 ehf. á félagið íbúðir í byggingu í Panama að verðmæti 177.625.050 króna,” segir á vefsíðu Reykjavík media. Sveinbjörg segist hafa talið að búið væri að slíta félaginu. Eins og fram hefur komið stofnaði Júlíus Vífill Ingvason aflandsfélag í Panama árið 2014. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á föstudag kemur fram að hann hafi hugsað sjóðinn í eftirlaunatilgangi. Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor í skattarétti við Háskóla Íslands, kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 1. apríl síðastliðinn og lýsti því yfir að ekkert skattalegt hagræði fælist í því að eiga félag í skattaskjóli. Hann sagði ákvæði í skattalögum koma í veg fyrir það. Í umfjöllun Reykjavík Media kemur fram að hann hafi verið milliliður Júlíusar Vífils um stofnun fyrrnefnds félags hans í Panama.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Fjölmiðlar um heim allan fjalla um félag Sigmundar og Önnu Félag forsætisráðherra Íslands í skattaskjóli er aðalfréttaefni erlendra miðla þessa stundina. 3. apríl 2016 18:31 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Fjölmiðlar um heim allan fjalla um félag Sigmundar og Önnu Félag forsætisráðherra Íslands í skattaskjóli er aðalfréttaefni erlendra miðla þessa stundina. 3. apríl 2016 18:31
Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30