MH370 hvarf í mars 2014 á leið frá Kuala Lumpur til Peking með 239 farþega. Í síðasta mánuði fannst brak í Mósambík sem líklega er af flugvélinni. Þá fannst hluti af væng flugvélarinnar á Reunion eyju í fyrra.
Sjá einnig: Hvarf MH370 enn ráðgáta
Umfangsmikil leit hefur engan árangur borið og er búið að leita á um 95 þúsund ferkílómetrum af 120 þúsund ferkílómetra leitarsvæði. Gert er ráð fyrir því að samkvæmt áætlunum á að hætta leitinni í júní.