Vígamenn komast í gegnum öryggisnet Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2016 22:11 Vísir/EPA Þegar Ibrahim El Bakraoui sprengdi sig í loft upp á flugvellinum í Brussel, var það í minnst þriðja sinn sem hann fór óáreittur um flugvöll á undanförnum mánuðum. Tyrkir grunuðu hann um að vera hryðjuverkamaður. Hann var fyrrverandi fangi í Belgíu og eftirlýstur fyrir að hafa rofið skilorð. Þrátt fyrir það fékk hann að fljúga frá Istanbúl til Hollands og hverfa í Evrópu. Ferðalag Bakraoui um Evrópu hafa vakið upp spurningar um það hvort að yfirvöld álfunnar viti um þá fimm þúsund sem grunaðir eru um að hafa ferðast til Sýrlands og Írak og barist þar með vígahópum. Þeir menn eru taldir vera mikil ógn gegn öryggi íbúa Evrópu.Rannsókn AP fréttaveitunnar bendir til þess að stór göt sé að finna á öryggisneti Evrópu. Dæmi eru rakin um fleiri vígamenn sem hafa ferðast um heimsálfuna, að virðist alveg óáreittir af lögreglu. Yfirvöld í Tyrklandi hafa vísað um 3,250 grunuðum hryðjuverkamönnum úr landi frá 2011 og þar eru ekki með taldir þeir sem hafa reynt að ferðast til Sýrlands og hafa verið stöðvaðir. Þegar kemur að Bakraoui segja Tyrkir að yfirvöld í Belgíu hafi ekki farið fram á að hann yrði framseldur þangað og því hafi honum verið frjálst að ferðast um Evrópu. Embættismenn í Tyrklandi segja að yfirvöld í Belgíu hafi verið vöruð við því að hann væri grunaður um að vera hryðjuverkamaður. Stjórnvöld í Belgíu segja að þær upplýsingar hafi ekki fylgt viðvöruninni. Þá segir í grein AP að engin alþjóðalög fjalli um framsöl, einungis viðmið og starfsreglur. Þá er upplýsingaflæði á milli leyniþjónusta lítið sem ekkert. Þá sérstaklega þegar kemur að Tyrklandi. Þó er unnið að nýjum reglum innan ESB og eru þær sagðar vera nærri því tilbúnar. Samkvæmt þeim verði nöfn íbúa ESB borin saman við gagnagrunna lögregluembætta. Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Þegar Ibrahim El Bakraoui sprengdi sig í loft upp á flugvellinum í Brussel, var það í minnst þriðja sinn sem hann fór óáreittur um flugvöll á undanförnum mánuðum. Tyrkir grunuðu hann um að vera hryðjuverkamaður. Hann var fyrrverandi fangi í Belgíu og eftirlýstur fyrir að hafa rofið skilorð. Þrátt fyrir það fékk hann að fljúga frá Istanbúl til Hollands og hverfa í Evrópu. Ferðalag Bakraoui um Evrópu hafa vakið upp spurningar um það hvort að yfirvöld álfunnar viti um þá fimm þúsund sem grunaðir eru um að hafa ferðast til Sýrlands og Írak og barist þar með vígahópum. Þeir menn eru taldir vera mikil ógn gegn öryggi íbúa Evrópu.Rannsókn AP fréttaveitunnar bendir til þess að stór göt sé að finna á öryggisneti Evrópu. Dæmi eru rakin um fleiri vígamenn sem hafa ferðast um heimsálfuna, að virðist alveg óáreittir af lögreglu. Yfirvöld í Tyrklandi hafa vísað um 3,250 grunuðum hryðjuverkamönnum úr landi frá 2011 og þar eru ekki með taldir þeir sem hafa reynt að ferðast til Sýrlands og hafa verið stöðvaðir. Þegar kemur að Bakraoui segja Tyrkir að yfirvöld í Belgíu hafi ekki farið fram á að hann yrði framseldur þangað og því hafi honum verið frjálst að ferðast um Evrópu. Embættismenn í Tyrklandi segja að yfirvöld í Belgíu hafi verið vöruð við því að hann væri grunaður um að vera hryðjuverkamaður. Stjórnvöld í Belgíu segja að þær upplýsingar hafi ekki fylgt viðvöruninni. Þá segir í grein AP að engin alþjóðalög fjalli um framsöl, einungis viðmið og starfsreglur. Þá er upplýsingaflæði á milli leyniþjónusta lítið sem ekkert. Þá sérstaklega þegar kemur að Tyrklandi. Þó er unnið að nýjum reglum innan ESB og eru þær sagðar vera nærri því tilbúnar. Samkvæmt þeim verði nöfn íbúa ESB borin saman við gagnagrunna lögregluembætta.
Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira