Vígamenn komast í gegnum öryggisnet Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2016 22:11 Vísir/EPA Þegar Ibrahim El Bakraoui sprengdi sig í loft upp á flugvellinum í Brussel, var það í minnst þriðja sinn sem hann fór óáreittur um flugvöll á undanförnum mánuðum. Tyrkir grunuðu hann um að vera hryðjuverkamaður. Hann var fyrrverandi fangi í Belgíu og eftirlýstur fyrir að hafa rofið skilorð. Þrátt fyrir það fékk hann að fljúga frá Istanbúl til Hollands og hverfa í Evrópu. Ferðalag Bakraoui um Evrópu hafa vakið upp spurningar um það hvort að yfirvöld álfunnar viti um þá fimm þúsund sem grunaðir eru um að hafa ferðast til Sýrlands og Írak og barist þar með vígahópum. Þeir menn eru taldir vera mikil ógn gegn öryggi íbúa Evrópu.Rannsókn AP fréttaveitunnar bendir til þess að stór göt sé að finna á öryggisneti Evrópu. Dæmi eru rakin um fleiri vígamenn sem hafa ferðast um heimsálfuna, að virðist alveg óáreittir af lögreglu. Yfirvöld í Tyrklandi hafa vísað um 3,250 grunuðum hryðjuverkamönnum úr landi frá 2011 og þar eru ekki með taldir þeir sem hafa reynt að ferðast til Sýrlands og hafa verið stöðvaðir. Þegar kemur að Bakraoui segja Tyrkir að yfirvöld í Belgíu hafi ekki farið fram á að hann yrði framseldur þangað og því hafi honum verið frjálst að ferðast um Evrópu. Embættismenn í Tyrklandi segja að yfirvöld í Belgíu hafi verið vöruð við því að hann væri grunaður um að vera hryðjuverkamaður. Stjórnvöld í Belgíu segja að þær upplýsingar hafi ekki fylgt viðvöruninni. Þá segir í grein AP að engin alþjóðalög fjalli um framsöl, einungis viðmið og starfsreglur. Þá er upplýsingaflæði á milli leyniþjónusta lítið sem ekkert. Þá sérstaklega þegar kemur að Tyrklandi. Þó er unnið að nýjum reglum innan ESB og eru þær sagðar vera nærri því tilbúnar. Samkvæmt þeim verði nöfn íbúa ESB borin saman við gagnagrunna lögregluembætta. Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Þegar Ibrahim El Bakraoui sprengdi sig í loft upp á flugvellinum í Brussel, var það í minnst þriðja sinn sem hann fór óáreittur um flugvöll á undanförnum mánuðum. Tyrkir grunuðu hann um að vera hryðjuverkamaður. Hann var fyrrverandi fangi í Belgíu og eftirlýstur fyrir að hafa rofið skilorð. Þrátt fyrir það fékk hann að fljúga frá Istanbúl til Hollands og hverfa í Evrópu. Ferðalag Bakraoui um Evrópu hafa vakið upp spurningar um það hvort að yfirvöld álfunnar viti um þá fimm þúsund sem grunaðir eru um að hafa ferðast til Sýrlands og Írak og barist þar með vígahópum. Þeir menn eru taldir vera mikil ógn gegn öryggi íbúa Evrópu.Rannsókn AP fréttaveitunnar bendir til þess að stór göt sé að finna á öryggisneti Evrópu. Dæmi eru rakin um fleiri vígamenn sem hafa ferðast um heimsálfuna, að virðist alveg óáreittir af lögreglu. Yfirvöld í Tyrklandi hafa vísað um 3,250 grunuðum hryðjuverkamönnum úr landi frá 2011 og þar eru ekki með taldir þeir sem hafa reynt að ferðast til Sýrlands og hafa verið stöðvaðir. Þegar kemur að Bakraoui segja Tyrkir að yfirvöld í Belgíu hafi ekki farið fram á að hann yrði framseldur þangað og því hafi honum verið frjálst að ferðast um Evrópu. Embættismenn í Tyrklandi segja að yfirvöld í Belgíu hafi verið vöruð við því að hann væri grunaður um að vera hryðjuverkamaður. Stjórnvöld í Belgíu segja að þær upplýsingar hafi ekki fylgt viðvöruninni. Þá segir í grein AP að engin alþjóðalög fjalli um framsöl, einungis viðmið og starfsreglur. Þá er upplýsingaflæði á milli leyniþjónusta lítið sem ekkert. Þá sérstaklega þegar kemur að Tyrklandi. Þó er unnið að nýjum reglum innan ESB og eru þær sagðar vera nærri því tilbúnar. Samkvæmt þeim verði nöfn íbúa ESB borin saman við gagnagrunna lögregluembætta.
Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira