Umfjöllun: Noregur - Ísland 29-25 | Tap í fyrsta leiknum undir stjórn Geirs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2016 17:30 Aron Rafn varði vel í íslenska markinu. Vísir/epa Ísland tapaði fyrir Noregi, 29-25, í fyrsta leik sínum undir stjórn Geirs Sveinssonar. Liðið náði aðeins einni æfingu fyrir leikinn og því varla hægt að búast við róttækum breytingum á leik íslenska liðsins sem byrjaði leikinn ágætlega og komst í 1-3. Sóknarleikurinn gekk ágætlega en varnarleikurinn var slakur og markvarslan í samræmi við það. Norðmenn skoruðu að vild fyrir utan og í þau fáu skipti sem sú leið var lokuð fundu þeir línuna sem skilaði nær alltaf marki. Íslenska sóknin var líka striðari með hverri mínútunni og ekki bætti úr skák að liðið fékk engin mörk úr hraðaupphlaupum. Norðmenn náðu mest átta marka forystu, 18-10, en Íslendingar skoruðu skoruðu síðustu mörk fyrri hálfleik og því munaði sex mörkum, 18-12, á liðunum þegar þau gengu til búningsherbergja. Aron Rafn Eðvarðsson var smá tíma að finna taktinn eftir að hann kom í markið en hann tók góða bolta á lokamínútum fyrri hálfleiks og átti svo frábæran seinni hálfleik. Aron Rafn varði alls 16 skot (46%) og var langbesti leikmaður íslenska liðsins. Norðmenn skoruðu tvö fyrstu mörkin í seinni hálfleik en þá kom góður 4-0 kafli hjá Íslandi sem minnkaði muninn í fjögur mörk, 20-16. Snorri Steinn Guðjónsson, sem bar fyrirliðabandið í dag, skoraði tvö þessara marka en hann var markahæstur í íslenska liðinu í dag með fjögur mörk, líkt og Ólafur Guðmundsson. Norðmenn rönkuðu þó fljótlega við sér og náðu afgerandi forskoti á nýjan leik. Magnus Gullerud kom Noregi í 27-20 þegar níu mínútur voru eftir en íslenska liðið átti ágætan endasprett og náði að laga stöðuna. Á endanum munaði fjórum mörkum á liðunum, 29-25, og ljóst að Geirs bíður verðugt verkefni að laga leik íslenska liðsins. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Noregi, 29-25, í fyrsta leik sínum undir stjórn Geirs Sveinssonar. Liðið náði aðeins einni æfingu fyrir leikinn og því varla hægt að búast við róttækum breytingum á leik íslenska liðsins sem byrjaði leikinn ágætlega og komst í 1-3. Sóknarleikurinn gekk ágætlega en varnarleikurinn var slakur og markvarslan í samræmi við það. Norðmenn skoruðu að vild fyrir utan og í þau fáu skipti sem sú leið var lokuð fundu þeir línuna sem skilaði nær alltaf marki. Íslenska sóknin var líka striðari með hverri mínútunni og ekki bætti úr skák að liðið fékk engin mörk úr hraðaupphlaupum. Norðmenn náðu mest átta marka forystu, 18-10, en Íslendingar skoruðu skoruðu síðustu mörk fyrri hálfleik og því munaði sex mörkum, 18-12, á liðunum þegar þau gengu til búningsherbergja. Aron Rafn Eðvarðsson var smá tíma að finna taktinn eftir að hann kom í markið en hann tók góða bolta á lokamínútum fyrri hálfleiks og átti svo frábæran seinni hálfleik. Aron Rafn varði alls 16 skot (46%) og var langbesti leikmaður íslenska liðsins. Norðmenn skoruðu tvö fyrstu mörkin í seinni hálfleik en þá kom góður 4-0 kafli hjá Íslandi sem minnkaði muninn í fjögur mörk, 20-16. Snorri Steinn Guðjónsson, sem bar fyrirliðabandið í dag, skoraði tvö þessara marka en hann var markahæstur í íslenska liðinu í dag með fjögur mörk, líkt og Ólafur Guðmundsson. Norðmenn rönkuðu þó fljótlega við sér og náðu afgerandi forskoti á nýjan leik. Magnus Gullerud kom Noregi í 27-20 þegar níu mínútur voru eftir en íslenska liðið átti ágætan endasprett og náði að laga stöðuna. Á endanum munaði fjórum mörkum á liðunum, 29-25, og ljóst að Geirs bíður verðugt verkefni að laga leik íslenska liðsins.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira