Flugvallarstjóri Zaventem-flugstöðvarinnar í Brussel segir að flugstöðin verði opnuð aftur að hluta til á morgun, sunnudag.
Þetta kom fram í máli hans á blaðamannfundi sem haldin var nú fyrir skömmu á hóteli skammt frá flugvellinum.
Fyrstu þrjú flugin frá vellinum verða á vegum Brussels Airlines, stærsta flugfélagi Belgíu, til Faró í Portúgal, Túrín á Ítalíu og Aþenu í Grikklandi.
Sjá einnig: Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel
Á fundinum sagði flugvallarstjórinn, Arnaud Feist, að hann vonist einnig til að völlurinn verði kominn aftur með hámarksafkastagetu fyrir lok júnímánaðar en þá er ferðamannastraumurinn mestur til landsins.
Jafnframt sagði Feist að nú sem áður væri öryggi farþega forgangsmál hjá stjórnendum flugvallarins og að gripið verði til margvíslegra aðgerða til að reyna auka það enn fremur.
Völlurinn hefur verið lokaður frá 22. mars síðastliðnum eftir að tveir karlmenn sprengdu sig þar í loft upp. 16 manns létu lífið í árásinni.
Zaventem-flugvöllurinn opnaður á morgun

Tengdar fréttir

Þriðji maðurinn ákærður vegna hryðjuverkanna í Brussel
Belgísk yfirvöld hafa ákært 35 ára karlmann fyrir að hafa tekið þátt í starfsemi hryðjuverkahópa í aðdraganda árásanna í Brussel.

Margir mánuðir þar til Zaventem kemst aftur í fullan rekstur
Um 800 starfsmenn flugvallarins munu í dag framkvæma prófanir þar sem kannað verður hvort mögulegt verði að starfrækja hluta vallarins og tryggja öryggi.

Lögregla á Brusselflugvelli hótar verkfalli
Yfirvöld í Belgíu stefna að því að opna flugvöllinn í Brussel í fyrsta sinn í kvöld frá hryðjuverkunum þar fyrir tíu dögum.