Verður Irina Íslandsmeistari í fyrsta skipti? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2016 07:00 Dominiqua Alma Belányi, Thelma Rut Hermannsdóttir og Norma Dögg Róbertsdóttir voru í sviðsljósinu á mótinu fyrir ári síðan. Vísir/Ernir Stærsta mót ársins í áhaldafimleikum fer fram um helgina í Ármannsheimilinu í Laugardal en þá er Íslandsmótið í áhaldafimleikum á dagskrá í Laugabóli. Það verða nýir Íslandsmeistarar krýndir því sigurvegararnir frá því í fyrra verða ekki með í ár. Thelma Rut Hermannsdóttir sem vann sögulegan sigur í fyrra þegar hún vann titilinn í sjötta skipti hefur lagt bolinn á hilluna og Valgarð Reinhardsson meistari ársins 2015 hefur verið glíma við meiðsli í hásin undanfarið og verður ekki tilbúinn til keppni fyrr en á Norðurlandamótinu sem fram fer á Íslandi 7.-8. maí. Að Valgarði undanskildum er allt okkar besta fimleikafólk skráð til leiks, Norma Dögg Róbertsdóttir, Íslandsmeistari 2014 hefur verið að glíma við meisli og mun einungis keppa á stökki og gólfi en aðrir eru heilir og tilbúnir til að leggja á sig blóð svita og tár fyrir titilinn eftirsótta. Mikil spenna ríkir hjá fimleikafólki um þessar mundir, en Irina Sazonova mun keppa um helgina, í fyrsta skipti sem íslenskur ríkisborgari á Íslandsmóti og verður að teljast langsigurstranglegasti keppandinn á mótinu. Hún mun svo viku seinna leggja af stað til Ríó, þar sem hún keppir á seinna úrtökumóti fyrir Ólympíuleika. Jón Sigurður Gunnarsson hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og má reikna með að hann leggi allt í sölurnar þar sem hann hefur oft verið nálægt titlinum en ekki náð að landa honum hingað til. Í unglingaflokki eru það Margrét Lea Kristinsdóttir og Martin Bjarni Guðmundsson sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegarar, þau hafa bæði verið að bæta við sig miklum erfiðleika og eru nú farin að framkvæma æfingar sem myndu sæma sér vel í fullorðins flokki. Keppni hefst klukkan 13.00 báða dagana, í dag verður keppt í fjölþraut en á morgun verður keppt á einstökum áhöldum. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Stærsta mót ársins í áhaldafimleikum fer fram um helgina í Ármannsheimilinu í Laugardal en þá er Íslandsmótið í áhaldafimleikum á dagskrá í Laugabóli. Það verða nýir Íslandsmeistarar krýndir því sigurvegararnir frá því í fyrra verða ekki með í ár. Thelma Rut Hermannsdóttir sem vann sögulegan sigur í fyrra þegar hún vann titilinn í sjötta skipti hefur lagt bolinn á hilluna og Valgarð Reinhardsson meistari ársins 2015 hefur verið glíma við meiðsli í hásin undanfarið og verður ekki tilbúinn til keppni fyrr en á Norðurlandamótinu sem fram fer á Íslandi 7.-8. maí. Að Valgarði undanskildum er allt okkar besta fimleikafólk skráð til leiks, Norma Dögg Róbertsdóttir, Íslandsmeistari 2014 hefur verið að glíma við meisli og mun einungis keppa á stökki og gólfi en aðrir eru heilir og tilbúnir til að leggja á sig blóð svita og tár fyrir titilinn eftirsótta. Mikil spenna ríkir hjá fimleikafólki um þessar mundir, en Irina Sazonova mun keppa um helgina, í fyrsta skipti sem íslenskur ríkisborgari á Íslandsmóti og verður að teljast langsigurstranglegasti keppandinn á mótinu. Hún mun svo viku seinna leggja af stað til Ríó, þar sem hún keppir á seinna úrtökumóti fyrir Ólympíuleika. Jón Sigurður Gunnarsson hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og má reikna með að hann leggi allt í sölurnar þar sem hann hefur oft verið nálægt titlinum en ekki náð að landa honum hingað til. Í unglingaflokki eru það Margrét Lea Kristinsdóttir og Martin Bjarni Guðmundsson sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegarar, þau hafa bæði verið að bæta við sig miklum erfiðleika og eru nú farin að framkvæma æfingar sem myndu sæma sér vel í fullorðins flokki. Keppni hefst klukkan 13.00 báða dagana, í dag verður keppt í fjölþraut en á morgun verður keppt á einstökum áhöldum.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira