Stelpurnar í Aftureldingu meistarar eftir æsispennandi lokaumferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2016 06:00 Stelpurnar í Aftureldingu eru sigursælar þessa dagana. Vísir/Stefán Blakstelpurnar í Aftureldingu halda áfram að safna titlum en í gær urðu þær deildarmeistarar aðeins tæpum tveimur vikum eftir að þær unnu bikarmeistaratitilinn í Laugardalshöllinni. Fyrir lokaumferðina gátu þrjú lið orðið deildarmeistarar en Afturelding var með 33 stig, HK með 32 stig og Þróttur N með 31 stig. Því var mikið í húfi að Varmá þegar Afturelding tók á móti Þrótti. Í fyrstu hrinu var jafnræði með liðunum en Þróttarar voru alltaf skrefi á undan og unnu hrinuna 25-22. Nú reyndi á heimakonur sem urðu að koma sér inn í leikinn ef þær ætluðu ekki að missa af deildarmeistaratitlinum. Aftureldingarkonur komu ákveðnar til leiks í næstu hrinu og leiddu hana allan tímann og unnu hana 25-18. Þriðja hrina var jöfn og spennandi en Afturelding var sterkari á lokasprettinum og unnu 25-21. þar með var Afturelding komið í góða stöðu til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en Þróttarar ætluðu ekki að gefa Aftureldingu neitt. Fjórða hrina var spennandi og jafnt á öllum tölum og eins og í hinum hrinunum en um miðja hrinuna náði Afturelding undirtökunum og kláraði hrinuna 25-18. Afturelding vann því leikinn 3-1 og tryggði sér deildarmeistaratitilinn en liðið endaði í efsta sætinu með 36 stig. Stigahæstar í liði Aftureldingar voru þær Thelma Dögg Grétarsdóttir sem átti mjög góðan leik með 29 stig og Karen Björg Gunnarsdóttir með 11 stig. Hjá Þrótti var stigahæst María Rún Karlsdóttir með 18 stig og Ana Maria Vidal Bouza með 12 stig. Það er því ljóst hvaða lið munu eigast við í undanúrslitum í Mizuno-deild kvenna sem hefjast þann 11. apríl. Afturelding mun mæta Stjörnunni og í hinni viðureigninni eru það HK og Þróttur sem eigast við. Aðrar íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Blakstelpurnar í Aftureldingu halda áfram að safna titlum en í gær urðu þær deildarmeistarar aðeins tæpum tveimur vikum eftir að þær unnu bikarmeistaratitilinn í Laugardalshöllinni. Fyrir lokaumferðina gátu þrjú lið orðið deildarmeistarar en Afturelding var með 33 stig, HK með 32 stig og Þróttur N með 31 stig. Því var mikið í húfi að Varmá þegar Afturelding tók á móti Þrótti. Í fyrstu hrinu var jafnræði með liðunum en Þróttarar voru alltaf skrefi á undan og unnu hrinuna 25-22. Nú reyndi á heimakonur sem urðu að koma sér inn í leikinn ef þær ætluðu ekki að missa af deildarmeistaratitlinum. Aftureldingarkonur komu ákveðnar til leiks í næstu hrinu og leiddu hana allan tímann og unnu hana 25-18. Þriðja hrina var jöfn og spennandi en Afturelding var sterkari á lokasprettinum og unnu 25-21. þar með var Afturelding komið í góða stöðu til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en Þróttarar ætluðu ekki að gefa Aftureldingu neitt. Fjórða hrina var spennandi og jafnt á öllum tölum og eins og í hinum hrinunum en um miðja hrinuna náði Afturelding undirtökunum og kláraði hrinuna 25-18. Afturelding vann því leikinn 3-1 og tryggði sér deildarmeistaratitilinn en liðið endaði í efsta sætinu með 36 stig. Stigahæstar í liði Aftureldingar voru þær Thelma Dögg Grétarsdóttir sem átti mjög góðan leik með 29 stig og Karen Björg Gunnarsdóttir með 11 stig. Hjá Þrótti var stigahæst María Rún Karlsdóttir með 18 stig og Ana Maria Vidal Bouza með 12 stig. Það er því ljóst hvaða lið munu eigast við í undanúrslitum í Mizuno-deild kvenna sem hefjast þann 11. apríl. Afturelding mun mæta Stjörnunni og í hinni viðureigninni eru það HK og Þróttur sem eigast við.
Aðrar íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira