Nýr jepplingur frá Maserati Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2016 10:15 Þessari mynd af Maserati Kubang hefur verið lekið út. Það er ekki nóg með að Maserati setji á markað jeppann Levante í sumar heldur er ítalska sportfyrirtækið einnig að undirbúa smíði jepplings sem verður öllu minni og fær nafnið Kubang. Hann á að fara í sölu árið 2018. Kubang er mjög líkur Levante og eiginlega eins og smækkuð mynd hans. Hann verður í fyrstu boðinn með 2,0 lítra og fjögurra strokka bensín- og dísilvélum og 9 gíra sjálfskiptingu og mun kosta um 35.000 evrur, eða tæpar 5 milljónir króna. Árið 2019 verður þessi jepplingur einnig í boði með rafmagnsdrifrás eingöngu og á hann að komast heila 800 kílómetra á fullri hleðslu. Rafmótorar hans verða 300 hestöfl svo þar fer nokkuð sprækur bíll. Þessi útfærsla Kubang verður öllu dýrari, eða á um 50.000 evrur. Maserati ætlar síðan að bjóða Kubang í kraftaútfærslu með 4,7 lítra V8 vél sem verður heil 600 hestöfl og öll þau hestöfl verða send til afturhjólanna. Þessi afar öflugi bíll tekur sprettinn í 100 á undir 4 sekúndum. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent
Það er ekki nóg með að Maserati setji á markað jeppann Levante í sumar heldur er ítalska sportfyrirtækið einnig að undirbúa smíði jepplings sem verður öllu minni og fær nafnið Kubang. Hann á að fara í sölu árið 2018. Kubang er mjög líkur Levante og eiginlega eins og smækkuð mynd hans. Hann verður í fyrstu boðinn með 2,0 lítra og fjögurra strokka bensín- og dísilvélum og 9 gíra sjálfskiptingu og mun kosta um 35.000 evrur, eða tæpar 5 milljónir króna. Árið 2019 verður þessi jepplingur einnig í boði með rafmagnsdrifrás eingöngu og á hann að komast heila 800 kílómetra á fullri hleðslu. Rafmótorar hans verða 300 hestöfl svo þar fer nokkuð sprækur bíll. Þessi útfærsla Kubang verður öllu dýrari, eða á um 50.000 evrur. Maserati ætlar síðan að bjóða Kubang í kraftaútfærslu með 4,7 lítra V8 vél sem verður heil 600 hestöfl og öll þau hestöfl verða send til afturhjólanna. Þessi afar öflugi bíll tekur sprettinn í 100 á undir 4 sekúndum.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent