Gunnar Nelson: Góð tilbreyting að undirbúa sig fyrir bardaga heima á Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. apríl 2016 08:45 Gunnar Nelson berst næst í Rotterdam áttunda maí. vísir/getty Í dag eru 37 dagar þar til Gunnar Nelson stígur aftur í búrið og mætir Rússanum Albert Tumenov á fyrsta UFC-bardagakvöldi sögunnar í Hollandi, nánar til tekið í Rotterdam. Gunnar tapaði síðasta bardaga fyrir Demian Maia í Las Vegas en hann er nú búinn að tapa tveimur af síðustu þremur bardögum sínum og verður að ganga frá Tumenov í Rotterdam eftir rúman mánuð. „Albert verður erfiður andstæðingur. Hann er góður boxari og ákafur bardagamaður sem er góður með höndunum. Ég hlakka til að mæta honum og halda áfram að þróast sem bardagamaður,“ segir Gunnar í viðtali við Sport360.John Kavanagh hefur þjálfað Gunnar síðan hann var 19 ára.VísirÆfir alltaf sjálfur Síðustu tveir bardagar Gunnars fóru fram í Las Vegas og fór stærstur hluti undirbúningsins fyrir þá báða fram í Ameríku. Nú er Gunnar hér heima með góða gesti til að hjálpa sér við undirbúninginn. „Æfingar hafa gengið mjög vel. Við höfum fengið að undirbúa okkur á Íslandi til tilbreytingar sem er mjög gaman. Stundum æfum við tvisvar á dag,“ segir Gunnar. „Ég er líka alltaf að æfa sjálfur. Ég reyni alltaf að vera tilbúinn. Þetta er áframhaldandi verkefni hjá mér og ég er alltaf að reyna að læra nýja hluti. Ég undirbý mig aldrei fyrir einhvern ákveðinn bardaga. Ég treysti bara á minn leik og held mér í formi.“Þremur vikum áður en Gunnar heldur til Rotterdam stoppar hann í Dyflinni þar sem John Kavanagh, þjálfari hans og Conors McGregors, fínstillir það sem vantar upp á fyrir bardagann mikilvæga. Kavanagh fann Gunnar á gólfglímumóti í Mjölni þegar hann var 19 ára og hefur Íslendingurinn æft mikið undir handleiðslu Írans allar götur síðan. „Hann hefur haft mikil áhrif á mig,“ segir Gunnar um Kavanagh. „John var fyrsti MMA-þjálfarinn minn. Hann hefur mjög næmt auga fyrir íþróttinni.“ „Samband okkar er mjög gott og hann er frábært að sjá hluti sem henta mínum leik og það sem ég þarf að bæta. Hann er þjálfarinn minn og verður það um ókomna tíð,“ segir Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Handviss um að Gunnar geti orðið UFC-meistari John Kavanagh hefur enn tröllatrú á sínum manni þrátt fyrir tap í síðasta bardaga. 25. mars 2016 21:00 Gunnar: Conor mun ekki tapa aftur fyrir Diaz Hefur ekki áhyggjur af því að Conor McGregor muni tapa öðru sinni fyrir Nate Diaz. 26. mars 2016 09:00 Gunnar Nelson í viðtali í Ástralíu á dögunum | Hlustið á viðtalið Gunnar Nelson snýr aftur í hringinn eftir 54 daga mætir þá Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í Holland. Hluti af undirbúningi hans fyrir bardagann er að hjálpa til að auglýsa hann í fjölmiðlum. 15. mars 2016 09:00 Skilur ekki af hverju Rory MacDonald fær minna borgað en Gunnar Greinarhöfundur segir að sumir UFC-bardagakappar séu varir um sig vegna peningamála innan UFC. 17. mars 2016 12:00 Strákarnir sem ætla að koma Gunnari Nelson í rétta bardagagírinn Gunnar Nelson er á fullu að undirbúa sig fyrir komandi bardaga á móti Rússanum Albert Tumenov en þeir munu berjast í Rotterdam í Holland 8. maí næstkomandi. 15. mars 2016 08:00 Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Sjá meira
Í dag eru 37 dagar þar til Gunnar Nelson stígur aftur í búrið og mætir Rússanum Albert Tumenov á fyrsta UFC-bardagakvöldi sögunnar í Hollandi, nánar til tekið í Rotterdam. Gunnar tapaði síðasta bardaga fyrir Demian Maia í Las Vegas en hann er nú búinn að tapa tveimur af síðustu þremur bardögum sínum og verður að ganga frá Tumenov í Rotterdam eftir rúman mánuð. „Albert verður erfiður andstæðingur. Hann er góður boxari og ákafur bardagamaður sem er góður með höndunum. Ég hlakka til að mæta honum og halda áfram að þróast sem bardagamaður,“ segir Gunnar í viðtali við Sport360.John Kavanagh hefur þjálfað Gunnar síðan hann var 19 ára.VísirÆfir alltaf sjálfur Síðustu tveir bardagar Gunnars fóru fram í Las Vegas og fór stærstur hluti undirbúningsins fyrir þá báða fram í Ameríku. Nú er Gunnar hér heima með góða gesti til að hjálpa sér við undirbúninginn. „Æfingar hafa gengið mjög vel. Við höfum fengið að undirbúa okkur á Íslandi til tilbreytingar sem er mjög gaman. Stundum æfum við tvisvar á dag,“ segir Gunnar. „Ég er líka alltaf að æfa sjálfur. Ég reyni alltaf að vera tilbúinn. Þetta er áframhaldandi verkefni hjá mér og ég er alltaf að reyna að læra nýja hluti. Ég undirbý mig aldrei fyrir einhvern ákveðinn bardaga. Ég treysti bara á minn leik og held mér í formi.“Þremur vikum áður en Gunnar heldur til Rotterdam stoppar hann í Dyflinni þar sem John Kavanagh, þjálfari hans og Conors McGregors, fínstillir það sem vantar upp á fyrir bardagann mikilvæga. Kavanagh fann Gunnar á gólfglímumóti í Mjölni þegar hann var 19 ára og hefur Íslendingurinn æft mikið undir handleiðslu Írans allar götur síðan. „Hann hefur haft mikil áhrif á mig,“ segir Gunnar um Kavanagh. „John var fyrsti MMA-þjálfarinn minn. Hann hefur mjög næmt auga fyrir íþróttinni.“ „Samband okkar er mjög gott og hann er frábært að sjá hluti sem henta mínum leik og það sem ég þarf að bæta. Hann er þjálfarinn minn og verður það um ókomna tíð,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Handviss um að Gunnar geti orðið UFC-meistari John Kavanagh hefur enn tröllatrú á sínum manni þrátt fyrir tap í síðasta bardaga. 25. mars 2016 21:00 Gunnar: Conor mun ekki tapa aftur fyrir Diaz Hefur ekki áhyggjur af því að Conor McGregor muni tapa öðru sinni fyrir Nate Diaz. 26. mars 2016 09:00 Gunnar Nelson í viðtali í Ástralíu á dögunum | Hlustið á viðtalið Gunnar Nelson snýr aftur í hringinn eftir 54 daga mætir þá Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í Holland. Hluti af undirbúningi hans fyrir bardagann er að hjálpa til að auglýsa hann í fjölmiðlum. 15. mars 2016 09:00 Skilur ekki af hverju Rory MacDonald fær minna borgað en Gunnar Greinarhöfundur segir að sumir UFC-bardagakappar séu varir um sig vegna peningamála innan UFC. 17. mars 2016 12:00 Strákarnir sem ætla að koma Gunnari Nelson í rétta bardagagírinn Gunnar Nelson er á fullu að undirbúa sig fyrir komandi bardaga á móti Rússanum Albert Tumenov en þeir munu berjast í Rotterdam í Holland 8. maí næstkomandi. 15. mars 2016 08:00 Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Sjá meira
Handviss um að Gunnar geti orðið UFC-meistari John Kavanagh hefur enn tröllatrú á sínum manni þrátt fyrir tap í síðasta bardaga. 25. mars 2016 21:00
Gunnar: Conor mun ekki tapa aftur fyrir Diaz Hefur ekki áhyggjur af því að Conor McGregor muni tapa öðru sinni fyrir Nate Diaz. 26. mars 2016 09:00
Gunnar Nelson í viðtali í Ástralíu á dögunum | Hlustið á viðtalið Gunnar Nelson snýr aftur í hringinn eftir 54 daga mætir þá Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í Holland. Hluti af undirbúningi hans fyrir bardagann er að hjálpa til að auglýsa hann í fjölmiðlum. 15. mars 2016 09:00
Skilur ekki af hverju Rory MacDonald fær minna borgað en Gunnar Greinarhöfundur segir að sumir UFC-bardagakappar séu varir um sig vegna peningamála innan UFC. 17. mars 2016 12:00
Strákarnir sem ætla að koma Gunnari Nelson í rétta bardagagírinn Gunnar Nelson er á fullu að undirbúa sig fyrir komandi bardaga á móti Rússanum Albert Tumenov en þeir munu berjast í Rotterdam í Holland 8. maí næstkomandi. 15. mars 2016 08:00