James Morrison heldur tónleika á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. apríl 2016 07:00 James Morrison kemur fram á tónleikum í Hörpu ásamt hljómsveit í sumar. Vísir/Getty Breski tónlistarmaðurinn James Morrison heldur tónleika í Eldborgarsalnum í Hörpu sunnudaginn 17. júlí næstkomandi. „Ég er alltaf að leita að skemmtilegum og góðum listamönnum og rakst á hann. Svo fór ég að endurnýja kynni mín við hann og ég verð að segja að hann er frábær tónlistarmaður. Hann er með alveg frábæra rödd, þessa rámu og sálarskotnu rödd og svo er hann líka að fá frábæra dóma fyrir bæði nýju plötuna sína og tónleikana sína. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og ég get lofað flottum tónleikum,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, skipuleggjandi tónleikanna. James Morrison hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður Bretlands undanfarin ár og hefur meðal annars unnið fern Brit-verðlaun. Hann hefur átt ótal lög í efstu sætum vinsældalista um heim allan síðustu ár. „Hann kemur með hljómsveit með sér, þetta eru átján manns sem eru að koma til landsins, þannig að þetta er alvöru dæmi,“ segir Guðbjartur spurður út í umfangið. James Morrison hefur gefið út fjórar plötur sem allar hafa notið gífurlegra vinsælda og hvarvetna fengið mikið lof gagnrýnenda en James gaf út sína fyrstu plötu árið 2006, þá aðeins 21 árs. „Þetta er frábær laga- og textahöfundur, tónlistin hans er svo innileg og ég held að hann sé að leggja allt í þetta. Ég held að það sé ekki mikið feik í þessu. Hann hefur lent í áföllum í gegnum tíðina og missti til dæmis pabba sinn þannig að ég held að tónlistin komi alveg beint frá hjartanu. Hann virðist vera svo heill í þessu,“ útskýrir Guðbjartur. Það má því vænta þess að flott stemning verði á tónleikunum í Eldborg í sumar þegar þessi einstaki listamaður stígur á svið, ásamt frábærri hljómsveit sinni og tekur öll sín bestu lög. „Það liggur ekkert fyrir að svo stöddu,“ segir Guðbjartur, spurður út í hvort það verði upphitunaratriði á tónleikunum. Miðasala á tónleikana hefst miðvikudaginn 6. apríl á harpa.is, tix.is. Tónlist Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn James Morrison heldur tónleika í Eldborgarsalnum í Hörpu sunnudaginn 17. júlí næstkomandi. „Ég er alltaf að leita að skemmtilegum og góðum listamönnum og rakst á hann. Svo fór ég að endurnýja kynni mín við hann og ég verð að segja að hann er frábær tónlistarmaður. Hann er með alveg frábæra rödd, þessa rámu og sálarskotnu rödd og svo er hann líka að fá frábæra dóma fyrir bæði nýju plötuna sína og tónleikana sína. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og ég get lofað flottum tónleikum,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, skipuleggjandi tónleikanna. James Morrison hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður Bretlands undanfarin ár og hefur meðal annars unnið fern Brit-verðlaun. Hann hefur átt ótal lög í efstu sætum vinsældalista um heim allan síðustu ár. „Hann kemur með hljómsveit með sér, þetta eru átján manns sem eru að koma til landsins, þannig að þetta er alvöru dæmi,“ segir Guðbjartur spurður út í umfangið. James Morrison hefur gefið út fjórar plötur sem allar hafa notið gífurlegra vinsælda og hvarvetna fengið mikið lof gagnrýnenda en James gaf út sína fyrstu plötu árið 2006, þá aðeins 21 árs. „Þetta er frábær laga- og textahöfundur, tónlistin hans er svo innileg og ég held að hann sé að leggja allt í þetta. Ég held að það sé ekki mikið feik í þessu. Hann hefur lent í áföllum í gegnum tíðina og missti til dæmis pabba sinn þannig að ég held að tónlistin komi alveg beint frá hjartanu. Hann virðist vera svo heill í þessu,“ útskýrir Guðbjartur. Það má því vænta þess að flott stemning verði á tónleikunum í Eldborg í sumar þegar þessi einstaki listamaður stígur á svið, ásamt frábærri hljómsveit sinni og tekur öll sín bestu lög. „Það liggur ekkert fyrir að svo stöddu,“ segir Guðbjartur, spurður út í hvort það verði upphitunaratriði á tónleikunum. Miðasala á tónleikana hefst miðvikudaginn 6. apríl á harpa.is, tix.is.
Tónlist Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein