Segir rökstuðning Ólafs barnalegan og aðrar ástæður búi að baki Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. apríl 2016 19:15 Forsetinn tilkynnti engum öðrum en nánustu fjölskyldumeðlimum um ákvörðun sína fyrirfram. Fyrrverandi ráðherra segir rökstuðning forsetans fyrir því að fara fram í sjötta sinn vera barnalegan og aðrar ástæður hljóti að búa að baki ákvörðun hans. Ólafur Ragnar sagði í yfirlýsingu sinni í gær að í „umróti mótmæla og óvissu og í kjölfar nýliðinna atburða“ hefði fjöldi fólks víða að úr þjóðfélaginu á undanförnum vikum höfðað til skyldu hans og beðið hann um að endurskoða ákvörðun sína um að hætta. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi ráðherra segir að önnur rök hljóti að búa að baki ákvörðun forsetans en óvissa og mótmæli. Hann gefur lítið fyrir þessar skýringar forsetans og segir þær barnalegar. „Mér finnst það. Mér finnst rétt og eðlilegt að ef forseti tekur ákvörðun um að breyta ákvörðun um að hætta og gefa kost á sér eftir tuttugu ára setu þá eigi bara einfaldlega að segja þau rök sem raunverulega búa þar að baki. Það er alltaf betra að koma hreint til dyranna og segja satt,“ segir Þorsteinn. Hann segir að ef ein af raunverulegum ástæðum forsetans fyrir ákvörðun sinni sé skortur á sterkum kandídötum þá hefði hann átt að gefa þeim meiri tíma til að stíga fram. „Eftir að hafa setið í tuttugu ár og eftir að hafa tekið ákvörðun um áramót að stíga til baka þá finnst mér að það hefði verið eðlilegt af hans hálfu að gefa vel hæfum frambjóðendum, þungavigtar frambjóðendum, rýmri tíma,“ segir Þorsteinn.Ólafu Ragnr Grímsson í Thomsen stofu á Bessastöðum í gær þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína að gefa kost á sér áfram. Vísir/ErnirLjóst er að eftir fimm kjörtímabil og tuttugu ár í embætti þá þarf maður að hafa mikið sjálfstraust til að treysta sér í slaginn sjötta kjörtímabilið enda verður forsetinn búinn að sitja 24 ár í embætti í lok þess verði hann endurkjörinn.Telur þú þig vera í hópi fremstu stjórnmálamanna lýðveldissögunnar? „Ég bara velti slíku ekki fyrir mér. Eitt af því sem þú lærir, ef þú verður fræðimaður eins og ég hef verið og kennt þessi fræði og hefur sögulega yfirsýn, er það að það er tiltölulega tilgangslaust að velta slíku fyrir sér því sagan kveður oft upp mjög óvænta dóma,“ segir Ólafur Ragnar. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Forsetinn tilkynnti engum öðrum en nánustu fjölskyldumeðlimum um ákvörðun sína fyrirfram. Fyrrverandi ráðherra segir rökstuðning forsetans fyrir því að fara fram í sjötta sinn vera barnalegan og aðrar ástæður hljóti að búa að baki ákvörðun hans. Ólafur Ragnar sagði í yfirlýsingu sinni í gær að í „umróti mótmæla og óvissu og í kjölfar nýliðinna atburða“ hefði fjöldi fólks víða að úr þjóðfélaginu á undanförnum vikum höfðað til skyldu hans og beðið hann um að endurskoða ákvörðun sína um að hætta. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi ráðherra segir að önnur rök hljóti að búa að baki ákvörðun forsetans en óvissa og mótmæli. Hann gefur lítið fyrir þessar skýringar forsetans og segir þær barnalegar. „Mér finnst það. Mér finnst rétt og eðlilegt að ef forseti tekur ákvörðun um að breyta ákvörðun um að hætta og gefa kost á sér eftir tuttugu ára setu þá eigi bara einfaldlega að segja þau rök sem raunverulega búa þar að baki. Það er alltaf betra að koma hreint til dyranna og segja satt,“ segir Þorsteinn. Hann segir að ef ein af raunverulegum ástæðum forsetans fyrir ákvörðun sinni sé skortur á sterkum kandídötum þá hefði hann átt að gefa þeim meiri tíma til að stíga fram. „Eftir að hafa setið í tuttugu ár og eftir að hafa tekið ákvörðun um áramót að stíga til baka þá finnst mér að það hefði verið eðlilegt af hans hálfu að gefa vel hæfum frambjóðendum, þungavigtar frambjóðendum, rýmri tíma,“ segir Þorsteinn.Ólafu Ragnr Grímsson í Thomsen stofu á Bessastöðum í gær þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína að gefa kost á sér áfram. Vísir/ErnirLjóst er að eftir fimm kjörtímabil og tuttugu ár í embætti þá þarf maður að hafa mikið sjálfstraust til að treysta sér í slaginn sjötta kjörtímabilið enda verður forsetinn búinn að sitja 24 ár í embætti í lok þess verði hann endurkjörinn.Telur þú þig vera í hópi fremstu stjórnmálamanna lýðveldissögunnar? „Ég bara velti slíku ekki fyrir mér. Eitt af því sem þú lærir, ef þú verður fræðimaður eins og ég hef verið og kennt þessi fræði og hefur sögulega yfirsýn, er það að það er tiltölulega tilgangslaust að velta slíku fyrir sér því sagan kveður oft upp mjög óvænta dóma,“ segir Ólafur Ragnar.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira