Völdum þessa hefur Jaguar nú ákveðið að hætta framleiðslu langbaksgerða sinna. Jaguar ætlar, sem ljóst hefur verið í nokkur tíma, að bjóða jeppann F-Pace og svara með því eftirspurninni eftir dýrum og flottum jeppum og styttast fer í að hann komi á göturnar.
Sala langbaka hefur verið á hröðu undanhaldi víða í heiminum á undanförnum árum, ekki síst í Bandaríkjunum og hafa jeppar og jepplingar leyst þá af hólmi. Þetta á þó ekki við öll lönd og til dæmis í Þýskalandi og Svíþjóð er enn mikil sala í langbökum, enda framleiða þýskir bílaframleiðendur og Volvo mikið af langbökum.

