Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2016 12:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á Bessastöðum í gær. vísir/ernir 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. Eins og flestum er kunnugt um tilkynnti Ólafur Ragnar að hann hyggist sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum þann 25. júní næstkomandi en hann hafði áður lýst því yfir í ávarpi sínu á nýársdag að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram á ný. Í yfirlýsingu sem Ólafur Ragnar las upp á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær kvaðst hann með framboði sínu nú vera að bregðast við áskorun frá breiðri fylkingu manna sem hafi skorað á hann að gefa kost á sér aftur.Skjáskot af vef undirskriftasöfnunarinnar.Þá sagði forsetinn jafnframt að öldur mótmæla undanfarið sýni að ástandi á Íslandi væri mjög viðkvæmt. Það væri í þessu umróti óvissu og mótmæla sem fjöldi fólks víða úr samfélaginu hefði skorað á hann að gefa kost á sér á ný. Hann minnti á að ákveðið hefði verið að flýta þingkosningum og að sú staða gæti komið upp að loknum kosningum að erfitt yrði að mynda ríkisstjórn. „Og þá er stjórnskipun íslenska lýðveldisins þannig að það er ekki Alþingi sem ber ábyrgð á því hvort landið verður stjórnlaust eða ekki við þær aðstæður. Það er forsetinn.“ Ljóst er að Ólafur Ragnar nýtur mikilla vinsælda og mikils trausts hjá kjósendum en það er einnig kristaltært að hann er afar umdeildur. Undirskriftasöfnunin sem sett hefur verið af stað sýnir það sem og viðbrögð fjölmargra við yfirlýsingu hans í gær á samfélagsmiðlum. Ekki eru þó allir hrifnir af því að efna til undirskriftasöfnunar á borð við þá sem sett hefur verið í gang. Þannig setti Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hann sagði að sér þætti undirskriftasöfnunin bæði ljót og dónaleg. Meira en þúsund manns hafa líkað við statusinn og þá hefur honum verið deilt yfir hundrað sinnum. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 Óvíst hvort forsetinn myndi sitja í fjögur ár til viðbótar Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki hafa hugleitt hvort hann myndi sitja i fjögur ár í embætti ef hann yrði endurkjörinn forseti. Hann minnir á mikilvægi forsetans við stjórnarmyndun. 19. apríl 2016 07:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. Eins og flestum er kunnugt um tilkynnti Ólafur Ragnar að hann hyggist sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum þann 25. júní næstkomandi en hann hafði áður lýst því yfir í ávarpi sínu á nýársdag að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram á ný. Í yfirlýsingu sem Ólafur Ragnar las upp á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær kvaðst hann með framboði sínu nú vera að bregðast við áskorun frá breiðri fylkingu manna sem hafi skorað á hann að gefa kost á sér aftur.Skjáskot af vef undirskriftasöfnunarinnar.Þá sagði forsetinn jafnframt að öldur mótmæla undanfarið sýni að ástandi á Íslandi væri mjög viðkvæmt. Það væri í þessu umróti óvissu og mótmæla sem fjöldi fólks víða úr samfélaginu hefði skorað á hann að gefa kost á sér á ný. Hann minnti á að ákveðið hefði verið að flýta þingkosningum og að sú staða gæti komið upp að loknum kosningum að erfitt yrði að mynda ríkisstjórn. „Og þá er stjórnskipun íslenska lýðveldisins þannig að það er ekki Alþingi sem ber ábyrgð á því hvort landið verður stjórnlaust eða ekki við þær aðstæður. Það er forsetinn.“ Ljóst er að Ólafur Ragnar nýtur mikilla vinsælda og mikils trausts hjá kjósendum en það er einnig kristaltært að hann er afar umdeildur. Undirskriftasöfnunin sem sett hefur verið af stað sýnir það sem og viðbrögð fjölmargra við yfirlýsingu hans í gær á samfélagsmiðlum. Ekki eru þó allir hrifnir af því að efna til undirskriftasöfnunar á borð við þá sem sett hefur verið í gang. Þannig setti Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hann sagði að sér þætti undirskriftasöfnunin bæði ljót og dónaleg. Meira en þúsund manns hafa líkað við statusinn og þá hefur honum verið deilt yfir hundrað sinnum.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 Óvíst hvort forsetinn myndi sitja í fjögur ár til viðbótar Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki hafa hugleitt hvort hann myndi sitja i fjögur ár í embætti ef hann yrði endurkjörinn forseti. Hann minnir á mikilvægi forsetans við stjórnarmyndun. 19. apríl 2016 07:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22
Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01
Óvíst hvort forsetinn myndi sitja í fjögur ár til viðbótar Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki hafa hugleitt hvort hann myndi sitja i fjögur ár í embætti ef hann yrði endurkjörinn forseti. Hann minnir á mikilvægi forsetans við stjórnarmyndun. 19. apríl 2016 07:00