Kyrrstöðuheljarstökk yfir Formula E-bíl Finnur Thorlacius skrifar 19. apríl 2016 09:31 Það þarf heilmikla dirfsku til að stökkva yfir bíl á ferð, ennþá meiri til að fara heljarstökk yfir bíl á ferð, en hvað þá ef að bíllinn kemur aftan að þér og þú sérð hann ekki og ferð kyrrstöðuheljarstökk afturábak án atrennu. Það var samt einmitt það sem Damian Walters gerði um daginn. Hann stökk yfir Formula E rafmagnskeppnisbíl sem kom aftan að honum á 96 km ferð. Ekki þarf að spyrja að afleiðingunum ef honum hefði ekki tekist að tímasetja stökk sitt, en það var þó vel undirbúið. Ef Walters hefði stokkið of snemma myndi höfuð hans rekast á vindkljúf bílsins að aftan og ef hann stykki of seint myndi bíllinn aka á lappir hans. Walters treysti hinsvegar á klukku sem mældi tímann frá tilteknum geisla sem bíllinn rauf og 6,6 sekúndum síðar var kominn tími til að stökkva. Það gerði hann á hárréttum tíma og bíllinn fór undir Walters er hann sveif í loftinu. Við framkvæmd þessa dirfskuatriðis og upptökur á myndskeiðinu störfuðu 60 manns og var það tekið upp í Mexíkó. Undirbúningurinn tók 2 daga, enda líf Walters í húfi. Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent
Það þarf heilmikla dirfsku til að stökkva yfir bíl á ferð, ennþá meiri til að fara heljarstökk yfir bíl á ferð, en hvað þá ef að bíllinn kemur aftan að þér og þú sérð hann ekki og ferð kyrrstöðuheljarstökk afturábak án atrennu. Það var samt einmitt það sem Damian Walters gerði um daginn. Hann stökk yfir Formula E rafmagnskeppnisbíl sem kom aftan að honum á 96 km ferð. Ekki þarf að spyrja að afleiðingunum ef honum hefði ekki tekist að tímasetja stökk sitt, en það var þó vel undirbúið. Ef Walters hefði stokkið of snemma myndi höfuð hans rekast á vindkljúf bílsins að aftan og ef hann stykki of seint myndi bíllinn aka á lappir hans. Walters treysti hinsvegar á klukku sem mældi tímann frá tilteknum geisla sem bíllinn rauf og 6,6 sekúndum síðar var kominn tími til að stökkva. Það gerði hann á hárréttum tíma og bíllinn fór undir Walters er hann sveif í loftinu. Við framkvæmd þessa dirfskuatriðis og upptökur á myndskeiðinu störfuðu 60 manns og var það tekið upp í Mexíkó. Undirbúningurinn tók 2 daga, enda líf Walters í húfi.
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent