„Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2016 19:46 Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Það orki jafnvel tvímælis. Guðni vísar til þess að árið 1952, þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur voru við völd líkt og nú, buðu fram eigið forsetaefni – séra Bjarna Jónsson. Árið 1968 hafi Bjarni Benediktsson þáverandi forsætisráðherra stutt Gunnar Thoroddsen í forsetakjöri. Gunnar Thoroddsen hafi svo, þegar hann var forsætisráðherra, stutt Albert Guðmundsson. „Þannig að þetta var við hæfi þá en hefur ekki verið núna. Kannski má taka eitt úr þessari sögu að forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað,“ sagði Guðni í Íslandi í dag í kvöld, en Sigurður Ingi sagðist í dag fagna því að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ætli að sækjast eftir endurkjöri. Ólafur hafi reynst þjóðinni öflugur þjónn. Guðni var jafnframt spurður út í eigið framboð, en hann hefur legið undir feldi í nokkurn tíma. „Mér finnst ég ekki þurfa að segja af eða á núna í kvöld en það þarf mikið að gerast til þess að ég bjóði mig fram gegn sitjandi forseta.“ Horfa má á viðtalið við Guðna og Andra Snæ Magnason í spilaranum hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Það orki jafnvel tvímælis. Guðni vísar til þess að árið 1952, þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur voru við völd líkt og nú, buðu fram eigið forsetaefni – séra Bjarna Jónsson. Árið 1968 hafi Bjarni Benediktsson þáverandi forsætisráðherra stutt Gunnar Thoroddsen í forsetakjöri. Gunnar Thoroddsen hafi svo, þegar hann var forsætisráðherra, stutt Albert Guðmundsson. „Þannig að þetta var við hæfi þá en hefur ekki verið núna. Kannski má taka eitt úr þessari sögu að forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað,“ sagði Guðni í Íslandi í dag í kvöld, en Sigurður Ingi sagðist í dag fagna því að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ætli að sækjast eftir endurkjöri. Ólafur hafi reynst þjóðinni öflugur þjónn. Guðni var jafnframt spurður út í eigið framboð, en hann hefur legið undir feldi í nokkurn tíma. „Mér finnst ég ekki þurfa að segja af eða á núna í kvöld en það þarf mikið að gerast til þess að ég bjóði mig fram gegn sitjandi forseta.“ Horfa má á viðtalið við Guðna og Andra Snæ Magnason í spilaranum hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira