Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 19-18 | Helena Rut skaut Stjörnunni í undanúrslit Anton Ingi Leifsson í Mýrinni skrifar 18. apríl 2016 21:15 Helena Rut Örvarsdóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar í kvöld. vísir/vilhelm Stjarnan er komið í undanúrslit Olís-deildar kvenna eftir sigur á Val í oddaleik liðanna í TM-höllinni í kvöld, en lokatölur urðu 19-18. Lokamínútúrnar voru rosalegar. Garðabæjarliðið tók forystuna snemma í fyrri hálfleik og leiddi 12-9 í hálfleik. Valur náði að jafna metin í síðari hálfleik og eftir dramatískar lokamínútur reyndist Helena Rut Örvarsdóttir svo hetjan fyrir Stjörnuna, en hún skoraði sigurmarkið tíu sekúndum fyrir leikslok. Stjarnan mætir því deildarmeisturum Hauka í undanúrslitum, en fyrsti leikur liðanna er á föstudag á Ásvöllum. Fyrstu mínútur voru ekki fallegar á að horfa og ógrynni af mistökum voru gerð. Leikurinn bar þess keim að liðin væru að mætast í þriðja skiptið á sex dögum og bæði lið þekktu vel inn á hvort annað, en þó voru þau full mikið að henda boltanum útaf og gera afar klaufaleg mistök. Stjarnan byrjaði betur og breytti stöðunni úr 3-3 í 6-3. Eftir það leiddu þær út fyrri hálfleikinn þrátt fyrir nokkur áhlaup Valsstúlkna, en í tvígang fékk Íris Ásta Pétursdóttir tækifæri til að jafna. Þá steig hin magnaða Florentina Stanciu upp, eins og svo oft áður, og sá við henni. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði þegar þrjár sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik og munurinn var þrjú mörk í hálfleik, 12-9. Berglind Íris var að verja virkilega vel í fyrri hálfleik og var með 50% markvörslu í hálfleik, en hefði hennar ekki notið við hefði munurinn líklega verið meiri þar sem hún varði nokkur dauðafæri í fyrri hálfleik auk þess að verja tvö víti. Allt útlit fyrir spennandi síðari hálfleik. Stjarnan var of lengi út í síðari hálfleikinn þannig að Halldór Harri, þjálfari liðsins, fékk gula spjaldið að launum og Sólveig Lára Kjærnested og Esther Viktoría Ragnarsdóttir misstu af fyrstu sókn liðsins. Mjög athyglisvert, en það blés ekki byrlega fyrir þær í upphafi. Valur skoraði tvö fyrstu mörkin og jafnaði svo metin í 13-13 þegar átta mínútur voru búnar af síðari hálfleik. Þá var í fyrsta skipti jafnt síðan í stöðunni 3-3. Þær bláklæddu létu þetta ekki slá sig út af laginu, skoruðu fjögur mörk í röð og þær voru komnar 17-13 yfir þegar stundarfjórðungur var eftir. Gestirnir að Hlíðarenda voru þó ekki hættar. Berglind Íris Hansdóttir hélt áfram að loka markinu og þær skoruðu þrjú mörk í röð og jöfnuðu svo metin í 18-18 þegar fjórar mínútur voru eftir. Mikil spenna og dramatík var síðustu mínútrnar, en Helena Rut Örvarsdóttir reyndist hetjan þegar tíu sekúndur voru eftir þegar hún skaut Stjörnunni í undanúrslit. Hún þrumaði boltanum í stöngina og í Berglindi og inn. Rosaleg dramatík, en lokatölur 19-18. Áðurnefnd Helena var markahæst hjá Stjörnunni með átta mörk og Hanna Guðrún Stefánsdóttir kom næst með sex mörk. Þær tvær með 14 af 19 mörkum Stjörnunnar. Florentina Stanciu varði vel á mikilvægum tímapunktum í leiknum, en hún endaði með 40% markvörslu. Berglind Íris Hansdóttir fór á kostum í Vals-markinu og endaði með rúmlega 50% markvörslu markvörslu. Kristín Guðmundsdóttir var sem fyrr markahæst hjá Val með átta mörk, en Eva Björk Hlöðversdóttir kom næst með þrjú.Helena Rut: Man eiginlega ekkert eftir þessu „Þetta er mjög sætt að skora svona á lokasekúndunum,” sagði hetjan, Helena Rut Örvarsdóttir, við Vísi í leikslok, en hún var markahæst hjá Stjörnunni með átta mörk. „Mér fannst við yfirvegaðarar í lokin. Vörnin hélt allan leikinn. Við fengum bara átján mörk á okkur, en þær voru einnig með góða vörn,” en lítið var skorað í leiknum. „Það var erfitt að skora báðu megin og Florentina kom mjög öflug inn. Hún tók seinasta skotið hjá Morgan og við náðum að fara í sókn. Liðsheild og vörnin skóp þennan sigur.” Sóknarleikur Stjörnunnar var ekki ýkja fallegur síðustu mínúturnar og voru þær næstum búnar að henda leiknum frá sér. Helena var þó aldrei stressuð um það. „Nei, ekkert endilega. Ef við höldum vörnina þá skorum við alltaf einhverntímann. Með þessa vörn og Florentinu fyrir aftan þá hlýtur þetta að koma,” en hver var tilfinningin þegar hún skaut og tíu sekúndur voru eftir? „Ég man eiginlega ekkert eftir þessu. Ég sá bara að boltinn fór í stöngina og stöngina og svo inn. Það var mjög sætt að sjá hana inni.” Stjarnan mætir Haukum og Helena vill bæta upp fyrir tapleikina gegn þeim í vetur. „Við eigum harma að hefna og ég er mjög spennt að mæta Haukum á föstudaginn. Það verður bara gaman,” sagði glaðbeitt hetjan í leikslok.Alfreð Örn: Sjá allir í höllinni að þetta er fríkast „Það fellur ekkert með okkur í þessum leik. Mér fannst við ekki fá vafadóma, við klikkum á of mörgum dauðafærum og það er örlítil herslumunur,” voru fyrstu viðbrögð Alfreðs Finnssonar, þjálfara Vals, í leikslok. „Við vorum fínar í þessum leik. Það var góð vörn og markvarsla, en það vantaði örlítið upp á hraðaupphlaupin. Sóknarleikurinn upp til hópa var ágætur og þetta er mjög svekkjandi.” „Við vorum að leggja okkur mikið fram og þetta eru jöfn og góð lið. Það er erfitt að segja eitthvað meira um þetta,” sem virtist eiga eitthvað vantalað við dómarana í leikslok. Hann gaf þó lítið fyrir það. „Ég var ekkert ósáttur með dómarana í leikslok. Þetta er 19-18. Maður er hátt uppi og ég var bara að segja að ég vildi fá fríkast hérna í lokin. Það sjá allir í höllinni að þetta er fríkast,” sagði Alfreð og hélt áfram: „Hún gat ekki skotið. Það er eina sem ég sagði allan leikinn og það er ósanngjarnt að segja að ég hafi verið ósáttur við dómarana í leikslok enda er ég búinn að fara og tala við þá. Þetta er hitaleikur og maður hleypir meira segja af stað á hækjum.” Hann býst við að halda áfram með Vals-liðið sem er nú komið í sumarfrí. „Ég á ekki von á öðru,” sagði Alfreð svekktur, eðlilega, með úrslitin í leikslok.Halldór Harri: Áhorfendur fengu mikið fyrir peninginn „Þetta gerist ekki mikið sætara og meira spennandi verður það ekki. Ég held að áhorfendur hafi fengið mikið fyrir peninginn,” sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, hæstánægður í leikslok. „Mér fannst varnarleikurinn að hluta til góður. Sóknarleikurinn var ágætur á köflum, en svo verður hann erfiður inn á milli.” „Þetta var kaflaskipt og eins og þetta einvígi er búið að vera. Það var skrifað í skýin að þetta yrði spennandi hérna í kvöld. Sóknarlega séð síðustu fjórtán mínúturnar skorum við bara tvö mörk og mér fannst við geta klárað þetta fyrr.” Aðalmálið er að gulltryggja sætið í undanúrslitum og Halldór var sammála undirrituðum með það. „Í þessari úrslitakeppni er ekki spurt um hversu flott þetta er, heldur bara að komast áfram. Við erum komin áfram og mætum Hauka-liðinu.” „Nú tekur við vinna að gera okkur klára fyrir það og við höfum ekkert gengið of vel með þær í vetur og við þurfum að finna upp á einhverju,” sagði Halldór, en hann þjálfaði lið Hauka í fyrra. „Mér er alveg sama hvort þetta sé mitt gamla lið eða ekki. Hauka-liðið er búið að vera sterkt og við þurfum að gera vel til að fá eitthvað út ur því,” sagði Halldór Harri Kristjánsson að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Stjarnan er komið í undanúrslit Olís-deildar kvenna eftir sigur á Val í oddaleik liðanna í TM-höllinni í kvöld, en lokatölur urðu 19-18. Lokamínútúrnar voru rosalegar. Garðabæjarliðið tók forystuna snemma í fyrri hálfleik og leiddi 12-9 í hálfleik. Valur náði að jafna metin í síðari hálfleik og eftir dramatískar lokamínútur reyndist Helena Rut Örvarsdóttir svo hetjan fyrir Stjörnuna, en hún skoraði sigurmarkið tíu sekúndum fyrir leikslok. Stjarnan mætir því deildarmeisturum Hauka í undanúrslitum, en fyrsti leikur liðanna er á föstudag á Ásvöllum. Fyrstu mínútur voru ekki fallegar á að horfa og ógrynni af mistökum voru gerð. Leikurinn bar þess keim að liðin væru að mætast í þriðja skiptið á sex dögum og bæði lið þekktu vel inn á hvort annað, en þó voru þau full mikið að henda boltanum útaf og gera afar klaufaleg mistök. Stjarnan byrjaði betur og breytti stöðunni úr 3-3 í 6-3. Eftir það leiddu þær út fyrri hálfleikinn þrátt fyrir nokkur áhlaup Valsstúlkna, en í tvígang fékk Íris Ásta Pétursdóttir tækifæri til að jafna. Þá steig hin magnaða Florentina Stanciu upp, eins og svo oft áður, og sá við henni. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði þegar þrjár sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik og munurinn var þrjú mörk í hálfleik, 12-9. Berglind Íris var að verja virkilega vel í fyrri hálfleik og var með 50% markvörslu í hálfleik, en hefði hennar ekki notið við hefði munurinn líklega verið meiri þar sem hún varði nokkur dauðafæri í fyrri hálfleik auk þess að verja tvö víti. Allt útlit fyrir spennandi síðari hálfleik. Stjarnan var of lengi út í síðari hálfleikinn þannig að Halldór Harri, þjálfari liðsins, fékk gula spjaldið að launum og Sólveig Lára Kjærnested og Esther Viktoría Ragnarsdóttir misstu af fyrstu sókn liðsins. Mjög athyglisvert, en það blés ekki byrlega fyrir þær í upphafi. Valur skoraði tvö fyrstu mörkin og jafnaði svo metin í 13-13 þegar átta mínútur voru búnar af síðari hálfleik. Þá var í fyrsta skipti jafnt síðan í stöðunni 3-3. Þær bláklæddu létu þetta ekki slá sig út af laginu, skoruðu fjögur mörk í röð og þær voru komnar 17-13 yfir þegar stundarfjórðungur var eftir. Gestirnir að Hlíðarenda voru þó ekki hættar. Berglind Íris Hansdóttir hélt áfram að loka markinu og þær skoruðu þrjú mörk í röð og jöfnuðu svo metin í 18-18 þegar fjórar mínútur voru eftir. Mikil spenna og dramatík var síðustu mínútrnar, en Helena Rut Örvarsdóttir reyndist hetjan þegar tíu sekúndur voru eftir þegar hún skaut Stjörnunni í undanúrslit. Hún þrumaði boltanum í stöngina og í Berglindi og inn. Rosaleg dramatík, en lokatölur 19-18. Áðurnefnd Helena var markahæst hjá Stjörnunni með átta mörk og Hanna Guðrún Stefánsdóttir kom næst með sex mörk. Þær tvær með 14 af 19 mörkum Stjörnunnar. Florentina Stanciu varði vel á mikilvægum tímapunktum í leiknum, en hún endaði með 40% markvörslu. Berglind Íris Hansdóttir fór á kostum í Vals-markinu og endaði með rúmlega 50% markvörslu markvörslu. Kristín Guðmundsdóttir var sem fyrr markahæst hjá Val með átta mörk, en Eva Björk Hlöðversdóttir kom næst með þrjú.Helena Rut: Man eiginlega ekkert eftir þessu „Þetta er mjög sætt að skora svona á lokasekúndunum,” sagði hetjan, Helena Rut Örvarsdóttir, við Vísi í leikslok, en hún var markahæst hjá Stjörnunni með átta mörk. „Mér fannst við yfirvegaðarar í lokin. Vörnin hélt allan leikinn. Við fengum bara átján mörk á okkur, en þær voru einnig með góða vörn,” en lítið var skorað í leiknum. „Það var erfitt að skora báðu megin og Florentina kom mjög öflug inn. Hún tók seinasta skotið hjá Morgan og við náðum að fara í sókn. Liðsheild og vörnin skóp þennan sigur.” Sóknarleikur Stjörnunnar var ekki ýkja fallegur síðustu mínúturnar og voru þær næstum búnar að henda leiknum frá sér. Helena var þó aldrei stressuð um það. „Nei, ekkert endilega. Ef við höldum vörnina þá skorum við alltaf einhverntímann. Með þessa vörn og Florentinu fyrir aftan þá hlýtur þetta að koma,” en hver var tilfinningin þegar hún skaut og tíu sekúndur voru eftir? „Ég man eiginlega ekkert eftir þessu. Ég sá bara að boltinn fór í stöngina og stöngina og svo inn. Það var mjög sætt að sjá hana inni.” Stjarnan mætir Haukum og Helena vill bæta upp fyrir tapleikina gegn þeim í vetur. „Við eigum harma að hefna og ég er mjög spennt að mæta Haukum á föstudaginn. Það verður bara gaman,” sagði glaðbeitt hetjan í leikslok.Alfreð Örn: Sjá allir í höllinni að þetta er fríkast „Það fellur ekkert með okkur í þessum leik. Mér fannst við ekki fá vafadóma, við klikkum á of mörgum dauðafærum og það er örlítil herslumunur,” voru fyrstu viðbrögð Alfreðs Finnssonar, þjálfara Vals, í leikslok. „Við vorum fínar í þessum leik. Það var góð vörn og markvarsla, en það vantaði örlítið upp á hraðaupphlaupin. Sóknarleikurinn upp til hópa var ágætur og þetta er mjög svekkjandi.” „Við vorum að leggja okkur mikið fram og þetta eru jöfn og góð lið. Það er erfitt að segja eitthvað meira um þetta,” sem virtist eiga eitthvað vantalað við dómarana í leikslok. Hann gaf þó lítið fyrir það. „Ég var ekkert ósáttur með dómarana í leikslok. Þetta er 19-18. Maður er hátt uppi og ég var bara að segja að ég vildi fá fríkast hérna í lokin. Það sjá allir í höllinni að þetta er fríkast,” sagði Alfreð og hélt áfram: „Hún gat ekki skotið. Það er eina sem ég sagði allan leikinn og það er ósanngjarnt að segja að ég hafi verið ósáttur við dómarana í leikslok enda er ég búinn að fara og tala við þá. Þetta er hitaleikur og maður hleypir meira segja af stað á hækjum.” Hann býst við að halda áfram með Vals-liðið sem er nú komið í sumarfrí. „Ég á ekki von á öðru,” sagði Alfreð svekktur, eðlilega, með úrslitin í leikslok.Halldór Harri: Áhorfendur fengu mikið fyrir peninginn „Þetta gerist ekki mikið sætara og meira spennandi verður það ekki. Ég held að áhorfendur hafi fengið mikið fyrir peninginn,” sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, hæstánægður í leikslok. „Mér fannst varnarleikurinn að hluta til góður. Sóknarleikurinn var ágætur á köflum, en svo verður hann erfiður inn á milli.” „Þetta var kaflaskipt og eins og þetta einvígi er búið að vera. Það var skrifað í skýin að þetta yrði spennandi hérna í kvöld. Sóknarlega séð síðustu fjórtán mínúturnar skorum við bara tvö mörk og mér fannst við geta klárað þetta fyrr.” Aðalmálið er að gulltryggja sætið í undanúrslitum og Halldór var sammála undirrituðum með það. „Í þessari úrslitakeppni er ekki spurt um hversu flott þetta er, heldur bara að komast áfram. Við erum komin áfram og mætum Hauka-liðinu.” „Nú tekur við vinna að gera okkur klára fyrir það og við höfum ekkert gengið of vel með þær í vetur og við þurfum að finna upp á einhverju,” sagði Halldór, en hann þjálfaði lið Hauka í fyrra. „Mér er alveg sama hvort þetta sé mitt gamla lið eða ekki. Hauka-liðið er búið að vera sterkt og við þurfum að gera vel til að fá eitthvað út ur því,” sagði Halldór Harri Kristjánsson að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira