Lifi listin, annað hvert ár! Magnús Guðmundsson skrifar 18. apríl 2016 07:00 Stjórnmálamenn eru ákaflega mikið fyrir menningu og listir. Sérstaklega á tyllidögum og þá einkum ef margir eru hlusta. Þannig hefur það lengi verið og verður eflaust enn um langa tíð enda ekki að undra. Fólk vill menningu og listir. Það vill njóta þess að lesa, skoða, hlusta, sjá og upplifa allt það sem listin færir okkur. Það leynir sér ekki á áhuga Íslendinga og öllum bókakaupunum, leikhús- og tónleikaferðunum, heimsóknartíðni listasafna og þannig mætti lengi telja þar sem fólk leitast við að finna eitthvað við sitt hæfi. Eitthvað sem gleður, hreyfir og ögrar. Eitt af þessu sem er okkur svona mikilvægt í þessu tilliti er Listahátíðin í Reykjavík. Mikilvægi Listahátíðarinnar felst ekki síst í því að hún hefur í gegnum árin fært okkur list og menningu víða að úr veröldinni og stundum hefur það verið á meðal þess besta sem heimurinn hefur að bjóða. Þetta er ómetanlegt fyrir litla eyþjóð sem vill vera þjóð á meðal þjóða, í senn sjálfstæð og í samræðu við heiminn. Í liðinni viku kynnti Hanna Styrmisdóttir stjórnandi Listahátíðarinnar í Reykjavík tón- og sviðslistadagskrá hátíðarinnar í vor. Það kemur í raun á óvart hversu viðamikil dagskráin er í ljósi þess hversu verulega hefur dregið úr fjárframlögum borgar og ríkis á undanförnum árum. En staðreyndin er að allt frá árinu 2005, þegar hér átti að heita bullandi góðæri samkvæmt stjórnmálamönnunum, hefur verið þrengt að hátíðinni og reyndar menningu og listum almennt í landinu. Sú staðreynd að niðurskurðurinn nær vel fram fyrir efnahagshrunið gefur til kynna að mögulega búi eitthvað annað að baki. Það er áhyggjuefni svo ekki sé meira sagt. Til þess að viðhalda listrænum gæðum og metnaði við Listahátíðina í Reykjavík verður nú brugðið á það ráð að hátíðin verði tvíæringur, þ.e.a.s. haldin annað hvert ár, héðan í frá. Það er vel skiljanlegt að gripið sé til þessa ráðs en að sama skapi er slíkt undanhald dálítið dapurleg niðurstaða. Ráðamenn hafa að vísu lofað því að ekki komi til frekari niðurskurðar í úthlutunum til hátíðarinnar en satt best að segja þá er vart á vísan að róa með stjórnmálamenn og loforð. Gæðum Listahátíðarinnar er í dag haldið á floti með þrotlausri vinnu þeirra fáu einstaklinga sem starfa við undirbúning hennar og skipulag. Yfir hátíðinni er Menningar- og ferðamálráð Reykjavíkurborgar og þar sem menningu og ferðamennsku er splæst saman þá ætti að gefa auga leið að viðkomandi aðilar séu að fullu meðvitaðir um þann virðisauka sem hátíðin skapar. Það er þó ekki að sjá, því miður. Þess væri þó óskandi að á þeim bænum væru málefni hátíðarinnar sem og menningar almennt tekin til gagngerrar endurskoðunar með það að markmiði að efla menningu og listir í borginni okkur öllum til góðs.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listahátíð í Reykjavík Magnús Guðmundsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Stjórnmálamenn eru ákaflega mikið fyrir menningu og listir. Sérstaklega á tyllidögum og þá einkum ef margir eru hlusta. Þannig hefur það lengi verið og verður eflaust enn um langa tíð enda ekki að undra. Fólk vill menningu og listir. Það vill njóta þess að lesa, skoða, hlusta, sjá og upplifa allt það sem listin færir okkur. Það leynir sér ekki á áhuga Íslendinga og öllum bókakaupunum, leikhús- og tónleikaferðunum, heimsóknartíðni listasafna og þannig mætti lengi telja þar sem fólk leitast við að finna eitthvað við sitt hæfi. Eitthvað sem gleður, hreyfir og ögrar. Eitt af þessu sem er okkur svona mikilvægt í þessu tilliti er Listahátíðin í Reykjavík. Mikilvægi Listahátíðarinnar felst ekki síst í því að hún hefur í gegnum árin fært okkur list og menningu víða að úr veröldinni og stundum hefur það verið á meðal þess besta sem heimurinn hefur að bjóða. Þetta er ómetanlegt fyrir litla eyþjóð sem vill vera þjóð á meðal þjóða, í senn sjálfstæð og í samræðu við heiminn. Í liðinni viku kynnti Hanna Styrmisdóttir stjórnandi Listahátíðarinnar í Reykjavík tón- og sviðslistadagskrá hátíðarinnar í vor. Það kemur í raun á óvart hversu viðamikil dagskráin er í ljósi þess hversu verulega hefur dregið úr fjárframlögum borgar og ríkis á undanförnum árum. En staðreyndin er að allt frá árinu 2005, þegar hér átti að heita bullandi góðæri samkvæmt stjórnmálamönnunum, hefur verið þrengt að hátíðinni og reyndar menningu og listum almennt í landinu. Sú staðreynd að niðurskurðurinn nær vel fram fyrir efnahagshrunið gefur til kynna að mögulega búi eitthvað annað að baki. Það er áhyggjuefni svo ekki sé meira sagt. Til þess að viðhalda listrænum gæðum og metnaði við Listahátíðina í Reykjavík verður nú brugðið á það ráð að hátíðin verði tvíæringur, þ.e.a.s. haldin annað hvert ár, héðan í frá. Það er vel skiljanlegt að gripið sé til þessa ráðs en að sama skapi er slíkt undanhald dálítið dapurleg niðurstaða. Ráðamenn hafa að vísu lofað því að ekki komi til frekari niðurskurðar í úthlutunum til hátíðarinnar en satt best að segja þá er vart á vísan að róa með stjórnmálamenn og loforð. Gæðum Listahátíðarinnar er í dag haldið á floti með þrotlausri vinnu þeirra fáu einstaklinga sem starfa við undirbúning hennar og skipulag. Yfir hátíðinni er Menningar- og ferðamálráð Reykjavíkurborgar og þar sem menningu og ferðamennsku er splæst saman þá ætti að gefa auga leið að viðkomandi aðilar séu að fullu meðvitaðir um þann virðisauka sem hátíðin skapar. Það er þó ekki að sjá, því miður. Þess væri þó óskandi að á þeim bænum væru málefni hátíðarinnar sem og menningar almennt tekin til gagngerrar endurskoðunar með það að markmiði að efla menningu og listir í borginni okkur öllum til góðs.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun