Maggi í Texasborgurum býður sig fram til forseta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2016 16:18 Maggi býður þeim sem skrifa undir meðmælendalistann í hamborgara. Vísir/GVA Magnús Ingi Magnússon, betur þekktur sem Maggi á Texasborgurum, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta. Er hann fimmtándi frambjóðandinn til embættis forseta Íslands í kosningunum sem fara fram í júní. Magnús segir í tilkynningu um framboð sitt að meðmælalistar liggi frammi á veitingastað sínum, Texasborgurum. Ætlar hann að bjóða þeim sem skrifa undir að fá hamborgara. „Ég býð öllum sem skrifa undir Texas-ostborgara með frönskum fyrir viðvikið,“ segir í tilkynningunni. Magnús er fæddur árið 1960 og hefur verið kvæntur Analisa Montecello frá Filippseyjum til tíu ára. Magnús segist ekki eiga peninga í skattaskjólum eða á aflandseyjum en hann sé hlynntur því að virkja auðlindir þjóðarinnar og þá vill hann öflugt velferðarkerfi hér á landi. Magnús hefur um nokkurt skeið stýrt sjónvarpsþættinum Eldhúsi meistaranna á sjónvarpsstöðinni ÍNN auk þess sem hann hefur rekið veitingastað sinn, Texasborgara. Auk þess hefur hann í gegnum tíðina unnið fjölmörg störf í veitingageiranum. Magnús er nú orðinn fimmtándi forsetaframbjóðandinn en lista yfir alla frambjóðendur má sjá hér fyrir neðan.Listi yfir forsetaframbjóðendur Ari Jósepsson - Youtube-listamaður Andri Snær Magnason - Rithöfundur Ástþór Magnússon - Athafnamaður Benedikt Kristján Mewes - Mjólkurfræðingur Bæring Ólafsson - Forstjóri Elísabet Kristín Jökulsdóttir - Rithöfundur Guðmundur Franklín Jónsson - Athafnamaður Guðrún Margrét Pálsdóttir Halla Tómasdóttir - Athafnakona Heimir Örn Hólmarsson - Rafmagnstæknifræðingur Hildur Þórðardóttir - Þjóðfræðingur Hrannar Pétursson - fyrrverandi upplýsingafulltrúi Sturla Jónsson - Bílstjóri Vigfús Bjarni Albertsson - SjúkrahúspresturYfirlýsing Magnúsar Inga í heild sinniÉg, undirritaður, Magnús Ingi Magnússon veitingamaður, hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands og tel mig þannig geta gert gagn og komið mörgu góðu til leiðar. Í þessu embætti er hægt að vinna að hagsmunum heildarinnar þvert á alla flokka, valdablokkir og hagsmunaöfl. Ég hef vilja og dug til að leiða fólk saman og þykir vænt um land okkar og þjóð.Hér fyrir neðan geri ég grein fyrir þeim málum sem ég legg mesta áherslu á, bakgrunni mínum og því sem ég stend fyrir.Ég fæddist árið 1960 og hlaut heilbrigt og gott uppeldi á venjulegu heimili.Ég bý að góðri menntun og reynslu frá Íslandi, hef rekið mitt eigið fyrirtæki í langan tíma og verið í sambandi við fjöldann allan af góðu fólki í gegnum tíðina.Ég er kvæntur til tíu ára Analisa Montecello frá Filippseyjum.Ég er trúaður kristinn maður og ber virðingu fyrir öllum trúarbrögðum. Eiginkona mín er kaþólskrar trúar.Ég er ekki tengdur neinum stjórnmálaflokki og hef kosið eftir sannfæringu hverju sinni.Ég vil jafnrétti kvenna og karla og vil vinna að jafnrétti fyrir alla.Ég vil að við tökum vel á móti öllu erlendu fólki sem hingað kemur og að við komum fram við það af virðingu.Ég er fylgjandi öflugu velferðarkerfi og vil efla heilbrigðiskerfið. Ég er hlynntur einkavæðingu samhliða ríkisreknu heilbrigðiskerfi.Ég er fylgjandi öflugu menntakerfi með áherslu á sköpun og frumkvæði þar sem allir hafa jöfn tækifæri á öllum sviðum samfélags okkar.Ég er fylgjandi skýrum leikreglum sem gera okkur kleift að veita bæði einstaklingum og fyrirtækjum athafnafrelsi innan skýrs ramma. Ég tel slíkt athafnafrelsi og sköpunargleði vera forsendur framfara í okkar samfélagi.Ég er meðmæltur því að virkja auðlindir þjóðarinnar. Við verðum að komast að samkomulagi um hvaða orkulindir á að virkja og hverjar á að vernda. Þetta samkomulag verður að vinna af heilindum og með víðtækri framtíðarsýn.Ég hef ekki áhuga á inngöngu Íslands í Evrópusambandið en er hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi upp viðræður við sambandið.Ég er fylgjandi skýrum leikreglum og vil að Bessastaðir séu vettvangur umræðu og farvegur fyrir vilja þjóðarinnar. Ég tel því mikilvægt að fá niðurstöðu í stjórnarskrármálin.Ég á ekki peninga á aflandseyjum og skattaskjólum.Ég tala og skil ensku, dönsku, sænsku og norsku.Áhugamál mín eru matur, ferðalög innanlands og erlendis, myndlist, tónlist, mótorhjólaferðir og samneyti við góða vini og vinahópa.Ég er stoltur af minni ferilskrá. Mér hefur auðnast að framkvæma margt og hef starfað með góðu fólki hér heima og erlendis.Ég hef starfað mikið úti á landi, t.d. í Munaðarnesi í Borgarfirði, Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi og Laugum í Þingeyjarsýslu.Svo hef ég ferðast mikið um landið allt og tekið upp þætti í Eldhúsi meistaranna á ÍNN og kynnst skemmtilegu fólki.Ég er matreiðslumeistari og veitingamaður. Sautján ára fór ég í Hótel- og veitingaskólann að læra til matreiðslumanns. Vann á millilandaskipum áður en ég fór að læra kokkinn á Hótel Sögu. Eftir það vann ég á veitingahúsum í Reykjavík, sem skólabryti og kennari að Laugum í Þingeyjarsýslu og kokkur á sumrin þar. Fór til Þrándheims í Noregi og vann á Royal Garden-hótelinu. Stofnaði eigin veitingarekstur árið 1988 og rak veitingahúsið Árberg í Ármúla, veitingahúsið Munaðarnes í Borgarfirði, Hótel Eldborg á Snæfellsnesi og mötuneyti hjá ríkisstofnunum. Starfaði á skemmtiferðaskipinu Black Watch og rak veitingahúsið Sjanghæ við Laugaveg. Síðustu árin hef ég svo rekið Sjávarbarinn og Texasborgara úti á Granda og veisluþjónustuna Mína menn samhliða því. Árum saman hef ég haldið úti þáttunum Eldhús meistaranna á sjónvarpsstöðinni ÍNN, þar sem mottóið er afþreying, skemmtun og fróðleikur. Þar tek ég menn tali sem eru tengdir mat allsstaðar að af landinu og eru þættirnir orðnir um 300 talsins.Ég hyggst fjármagna mitt framboð sjálfur en tek á móti framlögum ef einhverjir vilja styrkja mig samkvæmt þeim reglum sem um það gilda.Meðmælalistar liggja frammi á Texasborgurum. Ég býð öllum sem skrifa undir Texas-ostborgara með frönskum fyrir viðvikið. Allir eru velkomnir og ég hvet landsbyggðarfólk sérstaklega til að koma við á Texasborgurum þegar það á leið í bæinn. Skilyrði fyrir undirskrift á meðmælalista er að vera íslenskur ríkisborgari og hafa gild skilríki meðferðis. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Magnús Ingi Magnússon, betur þekktur sem Maggi á Texasborgurum, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta. Er hann fimmtándi frambjóðandinn til embættis forseta Íslands í kosningunum sem fara fram í júní. Magnús segir í tilkynningu um framboð sitt að meðmælalistar liggi frammi á veitingastað sínum, Texasborgurum. Ætlar hann að bjóða þeim sem skrifa undir að fá hamborgara. „Ég býð öllum sem skrifa undir Texas-ostborgara með frönskum fyrir viðvikið,“ segir í tilkynningunni. Magnús er fæddur árið 1960 og hefur verið kvæntur Analisa Montecello frá Filippseyjum til tíu ára. Magnús segist ekki eiga peninga í skattaskjólum eða á aflandseyjum en hann sé hlynntur því að virkja auðlindir þjóðarinnar og þá vill hann öflugt velferðarkerfi hér á landi. Magnús hefur um nokkurt skeið stýrt sjónvarpsþættinum Eldhúsi meistaranna á sjónvarpsstöðinni ÍNN auk þess sem hann hefur rekið veitingastað sinn, Texasborgara. Auk þess hefur hann í gegnum tíðina unnið fjölmörg störf í veitingageiranum. Magnús er nú orðinn fimmtándi forsetaframbjóðandinn en lista yfir alla frambjóðendur má sjá hér fyrir neðan.Listi yfir forsetaframbjóðendur Ari Jósepsson - Youtube-listamaður Andri Snær Magnason - Rithöfundur Ástþór Magnússon - Athafnamaður Benedikt Kristján Mewes - Mjólkurfræðingur Bæring Ólafsson - Forstjóri Elísabet Kristín Jökulsdóttir - Rithöfundur Guðmundur Franklín Jónsson - Athafnamaður Guðrún Margrét Pálsdóttir Halla Tómasdóttir - Athafnakona Heimir Örn Hólmarsson - Rafmagnstæknifræðingur Hildur Þórðardóttir - Þjóðfræðingur Hrannar Pétursson - fyrrverandi upplýsingafulltrúi Sturla Jónsson - Bílstjóri Vigfús Bjarni Albertsson - SjúkrahúspresturYfirlýsing Magnúsar Inga í heild sinniÉg, undirritaður, Magnús Ingi Magnússon veitingamaður, hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands og tel mig þannig geta gert gagn og komið mörgu góðu til leiðar. Í þessu embætti er hægt að vinna að hagsmunum heildarinnar þvert á alla flokka, valdablokkir og hagsmunaöfl. Ég hef vilja og dug til að leiða fólk saman og þykir vænt um land okkar og þjóð.Hér fyrir neðan geri ég grein fyrir þeim málum sem ég legg mesta áherslu á, bakgrunni mínum og því sem ég stend fyrir.Ég fæddist árið 1960 og hlaut heilbrigt og gott uppeldi á venjulegu heimili.Ég bý að góðri menntun og reynslu frá Íslandi, hef rekið mitt eigið fyrirtæki í langan tíma og verið í sambandi við fjöldann allan af góðu fólki í gegnum tíðina.Ég er kvæntur til tíu ára Analisa Montecello frá Filippseyjum.Ég er trúaður kristinn maður og ber virðingu fyrir öllum trúarbrögðum. Eiginkona mín er kaþólskrar trúar.Ég er ekki tengdur neinum stjórnmálaflokki og hef kosið eftir sannfæringu hverju sinni.Ég vil jafnrétti kvenna og karla og vil vinna að jafnrétti fyrir alla.Ég vil að við tökum vel á móti öllu erlendu fólki sem hingað kemur og að við komum fram við það af virðingu.Ég er fylgjandi öflugu velferðarkerfi og vil efla heilbrigðiskerfið. Ég er hlynntur einkavæðingu samhliða ríkisreknu heilbrigðiskerfi.Ég er fylgjandi öflugu menntakerfi með áherslu á sköpun og frumkvæði þar sem allir hafa jöfn tækifæri á öllum sviðum samfélags okkar.Ég er fylgjandi skýrum leikreglum sem gera okkur kleift að veita bæði einstaklingum og fyrirtækjum athafnafrelsi innan skýrs ramma. Ég tel slíkt athafnafrelsi og sköpunargleði vera forsendur framfara í okkar samfélagi.Ég er meðmæltur því að virkja auðlindir þjóðarinnar. Við verðum að komast að samkomulagi um hvaða orkulindir á að virkja og hverjar á að vernda. Þetta samkomulag verður að vinna af heilindum og með víðtækri framtíðarsýn.Ég hef ekki áhuga á inngöngu Íslands í Evrópusambandið en er hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi upp viðræður við sambandið.Ég er fylgjandi skýrum leikreglum og vil að Bessastaðir séu vettvangur umræðu og farvegur fyrir vilja þjóðarinnar. Ég tel því mikilvægt að fá niðurstöðu í stjórnarskrármálin.Ég á ekki peninga á aflandseyjum og skattaskjólum.Ég tala og skil ensku, dönsku, sænsku og norsku.Áhugamál mín eru matur, ferðalög innanlands og erlendis, myndlist, tónlist, mótorhjólaferðir og samneyti við góða vini og vinahópa.Ég er stoltur af minni ferilskrá. Mér hefur auðnast að framkvæma margt og hef starfað með góðu fólki hér heima og erlendis.Ég hef starfað mikið úti á landi, t.d. í Munaðarnesi í Borgarfirði, Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi og Laugum í Þingeyjarsýslu.Svo hef ég ferðast mikið um landið allt og tekið upp þætti í Eldhúsi meistaranna á ÍNN og kynnst skemmtilegu fólki.Ég er matreiðslumeistari og veitingamaður. Sautján ára fór ég í Hótel- og veitingaskólann að læra til matreiðslumanns. Vann á millilandaskipum áður en ég fór að læra kokkinn á Hótel Sögu. Eftir það vann ég á veitingahúsum í Reykjavík, sem skólabryti og kennari að Laugum í Þingeyjarsýslu og kokkur á sumrin þar. Fór til Þrándheims í Noregi og vann á Royal Garden-hótelinu. Stofnaði eigin veitingarekstur árið 1988 og rak veitingahúsið Árberg í Ármúla, veitingahúsið Munaðarnes í Borgarfirði, Hótel Eldborg á Snæfellsnesi og mötuneyti hjá ríkisstofnunum. Starfaði á skemmtiferðaskipinu Black Watch og rak veitingahúsið Sjanghæ við Laugaveg. Síðustu árin hef ég svo rekið Sjávarbarinn og Texasborgara úti á Granda og veisluþjónustuna Mína menn samhliða því. Árum saman hef ég haldið úti þáttunum Eldhús meistaranna á sjónvarpsstöðinni ÍNN, þar sem mottóið er afþreying, skemmtun og fróðleikur. Þar tek ég menn tali sem eru tengdir mat allsstaðar að af landinu og eru þættirnir orðnir um 300 talsins.Ég hyggst fjármagna mitt framboð sjálfur en tek á móti framlögum ef einhverjir vilja styrkja mig samkvæmt þeim reglum sem um það gilda.Meðmælalistar liggja frammi á Texasborgurum. Ég býð öllum sem skrifa undir Texas-ostborgara með frönskum fyrir viðvikið. Allir eru velkomnir og ég hvet landsbyggðarfólk sérstaklega til að koma við á Texasborgurum þegar það á leið í bæinn. Skilyrði fyrir undirskrift á meðmælalista er að vera íslenskur ríkisborgari og hafa gild skilríki meðferðis.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira