Grótta er komið í undanúrslit Olís-deildar kvenna eftir tveggja marka sigur á Selfossi á Selfossi í dag, 23-21.
Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi, en staðan var jöfn í hálfleik 9-9. Í síðari hálfleik reyndust Íslandsmeistararnir sterkari og unnu að lokum tveggja marka sigur, 23-21.
Lokatölur í þessu einvígi því 2-0 og Grótta getur því enn varið Íslandsmeistaratitilinn frá því í fyrra.
Hrafnhildur Hannar Þrastardóttir skoraði sjö mörk fyrir Selfoss og Adina Ghidoarca skoraði sex mörk. Lovísa Thomspon og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gerðu báðar sex mörk fyrir Gróttu.
Grótta í undanúrslit
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti

Fleiri fréttir
