Rosberg á ráspól og Hamilton ræsir aftastur í Kína Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. apríl 2016 08:10 Rosberg á mjúku dekkjunum í Kína. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Kína á morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Heimsmeistarinn Hamilton ræsir aftastur á morgun eftir bilun í rafaflskerfi bílsins. Rosberg stal ráspólnum af Raikkonen á síðasta hringnum. Ferrari átti ekki svar, Daniel Ricciardo var hetja Red Bull. Hann náði öðru sæti á ráslínu. Fyrirkomulag tímatökunnar var breytt fyrir kappaksturinn í Kína. Fyrirkomulag síðasta árs var tekið aftur í notkun eftir misheppnaða tilraun til breytinga í upphafi tímabils. Ráspóllinn í Sjanghæ er ekkert gríðarlega mikilvægur ef marka má söguna. Í sjö af síðustu 12 keppnum hefur ökumaðurinn á ráspól unnið keppnina. Tímatakan var tímabundið stöðvuð í fyrstu lotu eftir að Pascal Wehrlein á Manor skellti bílnum á varnarvegg. Hann var að fara yfir smá mishæð á ráskaflanum, sem var einnig eini blauti hluti brautarinnar eftir rigningu fyrr í dag. Lewis Hamilton lenti í vélavandræðum í fyrstu lotu. Mercedes liðið reyndi að gera við bílinn en þegar hann fór aftur út þá kom í ljós að hann gæti ekki sett tíma í lotunni og hann ræsir því líklega aftastur. Óheppnin virðist elta Hamilton þessi misserin. „Um leið og ég lagði af stað út úr bílskúrnum fann ég að það var eitthvað að. Ég mun reyna allt sem ég get til að taka fram úr mörgum bílum á morgun. Vonandi get ég haft gaman af þessu á morgun,“ sagði Hamilton sem hafði náð báðum ráspólum ársins.Ricciardo stal senunni af Ferrari í dag með því að ná öðru sæti.Vísir/GettyÍ fyrstu lotu duttu Wehrlein og Hamilton út ásamt Rio Haryanto á Manor, Renault mönnunum og Esteban Gutierrez á Haas. Rosberg fór út á mjúkum dekkjum í annarri lotu og setti tíma sem enginn gat ógnað nema Ferrari. Rosberg mun því ræsa á mjúku dekkjunum á morgun, þau endast lengur og það er gott fyrir keppnisáætlun Rosberg og Mercedes að byrja á þeim frekar en ofur-mjúku dekkjunum. Vinstra framdekkið á Force India bíl Nico Hulkenberg losnaði af og önnur lotan var stöðvuð og henni þar með lokið. McLaren og Sauber mennirnir duttu út í annarri lotu ásamt Romain Grosjean á Haas og Felipe Massa á Williams. Þriðja lotan snérist aðallega um það hvort Ferrari gæti ógnað Rosberg. Eftir fyrstu tilraun var Raikkonen á ráspól og Rosberg annar, Vettel setti ekki tíma fyrr en eftir að aðrir höfðu reynt einu sinni. Roberg stal svo ráspól aftur í seinni tilrauninni og Daniel Ricciardo á Red Bull blandaði sér í baráttuna og stal öðru sæti á ráslínu.Bein útsending frá keppninni hefst á Stöð 2 Sport klukkan 5:30 á morgun.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti sem uppfærist eftir því sem á líður. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu Heimsmeistarinn ökumanna í Formúlu 1, Lewis Hamilton verður færður aftur um fimm sæti á ráslínunni í Kína eftir tímatökuna um helgina. Ástæðan er sú að Hamilton þarf nýjan gírkassa. 14. apríl 2016 17:45 Milljónamæringar skiptu reikningnum í 17 hluta Þó svo ökuþórarnir í Formúlu 1 séu milljónamæringar þá virðast þeir halda ansi fast um budduna. 15. apríl 2016 12:00 Fernando Alonso fær skilyrt keppnisleyfi Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins í Formúlu 1 hefur fengið skilyrt leyfi til að keppa í kínverska kappakstrinum um helgina. Hann fékk ekki að keppa í síðustu keppni af læknisfræðilegum ástæðum. 14. apríl 2016 20:15 Rosberg og Raikkonen fljótastir, Alonso má keppa Nico Rosberg, ökumaður Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir kínverska kappaksturinn. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 15. apríl 2016 15:30 Button notar sína aðra vél í Kína Jenson Button ökumaður Mclaren-Honda liðsins mun nota vél númer tvö í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína um helgina. Honda vélin í Mclaren bílnum bilaði í Bahrein. 13. apríl 2016 23:15 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Kína á morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Heimsmeistarinn Hamilton ræsir aftastur á morgun eftir bilun í rafaflskerfi bílsins. Rosberg stal ráspólnum af Raikkonen á síðasta hringnum. Ferrari átti ekki svar, Daniel Ricciardo var hetja Red Bull. Hann náði öðru sæti á ráslínu. Fyrirkomulag tímatökunnar var breytt fyrir kappaksturinn í Kína. Fyrirkomulag síðasta árs var tekið aftur í notkun eftir misheppnaða tilraun til breytinga í upphafi tímabils. Ráspóllinn í Sjanghæ er ekkert gríðarlega mikilvægur ef marka má söguna. Í sjö af síðustu 12 keppnum hefur ökumaðurinn á ráspól unnið keppnina. Tímatakan var tímabundið stöðvuð í fyrstu lotu eftir að Pascal Wehrlein á Manor skellti bílnum á varnarvegg. Hann var að fara yfir smá mishæð á ráskaflanum, sem var einnig eini blauti hluti brautarinnar eftir rigningu fyrr í dag. Lewis Hamilton lenti í vélavandræðum í fyrstu lotu. Mercedes liðið reyndi að gera við bílinn en þegar hann fór aftur út þá kom í ljós að hann gæti ekki sett tíma í lotunni og hann ræsir því líklega aftastur. Óheppnin virðist elta Hamilton þessi misserin. „Um leið og ég lagði af stað út úr bílskúrnum fann ég að það var eitthvað að. Ég mun reyna allt sem ég get til að taka fram úr mörgum bílum á morgun. Vonandi get ég haft gaman af þessu á morgun,“ sagði Hamilton sem hafði náð báðum ráspólum ársins.Ricciardo stal senunni af Ferrari í dag með því að ná öðru sæti.Vísir/GettyÍ fyrstu lotu duttu Wehrlein og Hamilton út ásamt Rio Haryanto á Manor, Renault mönnunum og Esteban Gutierrez á Haas. Rosberg fór út á mjúkum dekkjum í annarri lotu og setti tíma sem enginn gat ógnað nema Ferrari. Rosberg mun því ræsa á mjúku dekkjunum á morgun, þau endast lengur og það er gott fyrir keppnisáætlun Rosberg og Mercedes að byrja á þeim frekar en ofur-mjúku dekkjunum. Vinstra framdekkið á Force India bíl Nico Hulkenberg losnaði af og önnur lotan var stöðvuð og henni þar með lokið. McLaren og Sauber mennirnir duttu út í annarri lotu ásamt Romain Grosjean á Haas og Felipe Massa á Williams. Þriðja lotan snérist aðallega um það hvort Ferrari gæti ógnað Rosberg. Eftir fyrstu tilraun var Raikkonen á ráspól og Rosberg annar, Vettel setti ekki tíma fyrr en eftir að aðrir höfðu reynt einu sinni. Roberg stal svo ráspól aftur í seinni tilrauninni og Daniel Ricciardo á Red Bull blandaði sér í baráttuna og stal öðru sæti á ráslínu.Bein útsending frá keppninni hefst á Stöð 2 Sport klukkan 5:30 á morgun.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti sem uppfærist eftir því sem á líður.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu Heimsmeistarinn ökumanna í Formúlu 1, Lewis Hamilton verður færður aftur um fimm sæti á ráslínunni í Kína eftir tímatökuna um helgina. Ástæðan er sú að Hamilton þarf nýjan gírkassa. 14. apríl 2016 17:45 Milljónamæringar skiptu reikningnum í 17 hluta Þó svo ökuþórarnir í Formúlu 1 séu milljónamæringar þá virðast þeir halda ansi fast um budduna. 15. apríl 2016 12:00 Fernando Alonso fær skilyrt keppnisleyfi Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins í Formúlu 1 hefur fengið skilyrt leyfi til að keppa í kínverska kappakstrinum um helgina. Hann fékk ekki að keppa í síðustu keppni af læknisfræðilegum ástæðum. 14. apríl 2016 20:15 Rosberg og Raikkonen fljótastir, Alonso má keppa Nico Rosberg, ökumaður Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir kínverska kappaksturinn. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 15. apríl 2016 15:30 Button notar sína aðra vél í Kína Jenson Button ökumaður Mclaren-Honda liðsins mun nota vél númer tvö í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína um helgina. Honda vélin í Mclaren bílnum bilaði í Bahrein. 13. apríl 2016 23:15 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu Heimsmeistarinn ökumanna í Formúlu 1, Lewis Hamilton verður færður aftur um fimm sæti á ráslínunni í Kína eftir tímatökuna um helgina. Ástæðan er sú að Hamilton þarf nýjan gírkassa. 14. apríl 2016 17:45
Milljónamæringar skiptu reikningnum í 17 hluta Þó svo ökuþórarnir í Formúlu 1 séu milljónamæringar þá virðast þeir halda ansi fast um budduna. 15. apríl 2016 12:00
Fernando Alonso fær skilyrt keppnisleyfi Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins í Formúlu 1 hefur fengið skilyrt leyfi til að keppa í kínverska kappakstrinum um helgina. Hann fékk ekki að keppa í síðustu keppni af læknisfræðilegum ástæðum. 14. apríl 2016 20:15
Rosberg og Raikkonen fljótastir, Alonso má keppa Nico Rosberg, ökumaður Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir kínverska kappaksturinn. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 15. apríl 2016 15:30
Button notar sína aðra vél í Kína Jenson Button ökumaður Mclaren-Honda liðsins mun nota vél númer tvö í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína um helgina. Honda vélin í Mclaren bílnum bilaði í Bahrein. 13. apríl 2016 23:15