Glæsileg yfirhalning hjá Veiðivon Karl Lúðvíksson skrifar 16. apríl 2016 07:41 Verslunin Veiðivon er ein af þeim rótgrónu veiðiverslunum sem hafa þjónustað veiðimenn í áraraðir. Í gær var veiðimönnum og velunnurum verslunarinnar boðið í teiti þar sem fagnað var glæsilegum breytingum í versluninni. Stöðugur straumur lá í búðina seinni partinn í gær til að fagna þessu með eigendum verslunarinnar. Aukin áhersla hefur verið lögð í úrval af veiðifatnaði og eins hefur fluguborðið verið stækkað mikið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Núna er tíminn þar sem flestir eru að gera sig klára fyrir sumarið og það má þess vegna reikna með að það verði fjölmennt í Veiðivon í dag. Við óskum Veiðivon til hamingju með glæsilegar breytingar. Mest lesið Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði 17 laxar úr Grímsá við opnun Veiði Mikið framboð af villibráð Veiði Mikið vatn en góður sprettur í Laxá í Leirársveit Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Laugardalsá langt undir meðaltalsveiði Veiði Fræðslukvöldin komin í gang hjá SVFR Veiði
Verslunin Veiðivon er ein af þeim rótgrónu veiðiverslunum sem hafa þjónustað veiðimenn í áraraðir. Í gær var veiðimönnum og velunnurum verslunarinnar boðið í teiti þar sem fagnað var glæsilegum breytingum í versluninni. Stöðugur straumur lá í búðina seinni partinn í gær til að fagna þessu með eigendum verslunarinnar. Aukin áhersla hefur verið lögð í úrval af veiðifatnaði og eins hefur fluguborðið verið stækkað mikið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Núna er tíminn þar sem flestir eru að gera sig klára fyrir sumarið og það má þess vegna reikna með að það verði fjölmennt í Veiðivon í dag. Við óskum Veiðivon til hamingju með glæsilegar breytingar.
Mest lesið Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði 17 laxar úr Grímsá við opnun Veiði Mikið framboð af villibráð Veiði Mikið vatn en góður sprettur í Laxá í Leirársveit Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Laugardalsá langt undir meðaltalsveiði Veiði Fræðslukvöldin komin í gang hjá SVFR Veiði