Sjónvarpskokkur í eigin eldhúsi Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 15. apríl 2016 15:00 Í hillunni má sjá Andrésar Andarsafn Berglindar og bróður hennar. Myndirnar fyrir aftan Berglindi eru eftir Melkorku Katrínu Tómasdóttur og bleika kasettutækið keypti Berglind á netinu í einu af sínu bleiku köstum. "Ég á mjög umburðarlyndan sambýlismann.“ Mynd/Ernir Berglind Pétursdóttir og Steinþór Helgi Arnsteinsson gjörbreyttu lítilli íbúð í miðbænum á nokkrum mánuðum. Útkoman er glæsileg svo þau tíma varla að nota eldhúsið. Bleikir draumar Berglindar rættust á baðherberginu.„Við fluttum inn fyrir rúmum mánuði en framkvæmdir hófust strax í jólafríinu. Við rifum hreinlega allt út og hér voru iðnaðarmenn að vinna fram á síðustu stundu. En þá var líka allt klárt. Eftir að maður flytur inn nennir maður heldur ekki að gera neitt, ekki einu sinni skipta um peru,“ segir Berglind Pétursdóttir en hún og Steinþór Helgi Arnsteinsson gerðu upp huggulega íbúð í miðbænum. Framkvæmdirnar kostuðu blóð svita og tár og segir Berglind yndislegt að vera flutt inn en á meðan á framkvæmdum stóð bjuggu þau hjá foreldrum hennar. „Þau voru mjög glöð að losna við okkur. En auðvitað var þetta ljúft líf, fyrir okkur, að þurfa aldrei að kaupa í matinn og geta bara eytt öllum peningunum í Byko. Við erum strax búin að panta okkur sérstaka þjónustu, þar sem keypt er í matinn fyrir mann og sent heim með uppskrift. Það þarf að spara nýja eldhúsið. Mér líður eins og sjónvarpskokki, með allt niðurskorið í réttum hlutföllum fyrir framan mig og kryddin í litlum krukkum,“ segir Berglind.Stofan eftir breytingar.mynd/BerglindBleikar flísar Dóru Takefusa „Það rennur stundum á mig bleikt æði og ég náði að kýla bleikar flísar í gegn inni á baði og einn bleikan vegg í eldhúsinu. Baðflísarnar sáum við þegar við fórum út að borða á Taco-barnum á Hverfisgötu. Gengum svo flísabúð úr flísabúð og spurðum hvort þau hefðu mögulega selt Dóru Takefusa bleikar flísar! Fundum búðina og pöntuðum eins.“Hvaðan kemur eldhúsinnréttingin sem á að spara svona vel? „Við enduðum hjá krökkunum í eldhúsdeild IKEA eftir mikla leit að innréttingu. Þau voru svo dásamleg að ég vildi fara aftur og aftur til þeirra. Þau teiknuðu örugglega fyrir okkur um sjö hundruð tillögur. Á endanum tókum við svo bara einhverja beisik innréttingu,“ segir Berglind.Stofan fyrir breytingar.mynd/ÁrsalirBerglind og Steinþór rifu nánast allt út úr íbúðinni og endurnýjuðu. Öll gólfefni voru tekin upp og gólfið síðan flotað og lakkað. Borðstofuhúsgögnin fundu þau í Sóló húsgögnum.Sjónvarpshol og stofan eftir breytingar.Yfirgaf blómin Eldhúsið er bjart og hvítar opnar hillur geyma glös og leirtau. Ljósið yfir eldhúsborðinu setur mikinn svip á eldhúsið og eins grænar plöntur í hvítum pottum. „Allt gervi. Ég fékk tvo kaktusa í innflutningsgjöf sem vonandi munu halda lífi. Við áttum plöntur sem fóru í pössun meðan á framkvæmdunum stóð. Þær hafa það svo gott þar að ég hugsa að þær verði þar áfram. Gormaljósið fékk ótrúlega góð viðbrögð á Twitter frá eldra fólki sem sagðist hafa átt svona árum saman „og gormurinn virkar enn“. Ég held að ég hafi gert mjög góð kaup,“ segir Berglind og er yfir sig ánægð með nýja heimilið.Eldhúsið fyrir breytingar.mynd/Ársalir„Við erum búin að halda innflutningspartýið. Það var sérstaklega ánægjulegt að uppgötva að þessi íbúð reyndist hinn besti partýstaður,“ segir Berglind.Eldhúsið eftir breytingar.„Við erum strax búin að panta okkur sérstaka þjónustu, þar sem keypt er í matinn fyrir mann og sent heim með uppskrift. Það þarf að spara nýja eldhúsið. Mér líður eins og sjónvarpskokki, með allt niðurskorið í réttum hlutföllum fyrir framan mig og kryddin í litlum krukkum."Eldhúsið eftir breytingar.mynd/BerglindEldhúsið er bjart og opnar hillur geyma leirtau og grænar plöntur í pottum. „Allt gervi,“ segir Berglind. Baðherbergið eftir breytingar. Vísir/ErnirÁ Berglindi rennur stundum bleikt æði að hennar sögn. Flísarnar sáu þau á Taco- barnum og gengu búð úr búð þar til þau fundu eins flísar. Hús og heimili Tengdar fréttir Afleiðingin er frestunarárátta Fyrstu íbúðakaupum fylgja gjarnan léttar framkvæmdir. Steinþór Helgi Arnsteinsson stendur einmitt í þeim sporum og segir iðnaðarmanninn sem öllu stjórnar kjölfestuna í lífi sínu. Hann vonast til að flytja inn eftir mánuð. 29. janúar 2016 15:30 Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Berglind Pétursdóttir og Steinþór Helgi Arnsteinsson gjörbreyttu lítilli íbúð í miðbænum á nokkrum mánuðum. Útkoman er glæsileg svo þau tíma varla að nota eldhúsið. Bleikir draumar Berglindar rættust á baðherberginu.„Við fluttum inn fyrir rúmum mánuði en framkvæmdir hófust strax í jólafríinu. Við rifum hreinlega allt út og hér voru iðnaðarmenn að vinna fram á síðustu stundu. En þá var líka allt klárt. Eftir að maður flytur inn nennir maður heldur ekki að gera neitt, ekki einu sinni skipta um peru,“ segir Berglind Pétursdóttir en hún og Steinþór Helgi Arnsteinsson gerðu upp huggulega íbúð í miðbænum. Framkvæmdirnar kostuðu blóð svita og tár og segir Berglind yndislegt að vera flutt inn en á meðan á framkvæmdum stóð bjuggu þau hjá foreldrum hennar. „Þau voru mjög glöð að losna við okkur. En auðvitað var þetta ljúft líf, fyrir okkur, að þurfa aldrei að kaupa í matinn og geta bara eytt öllum peningunum í Byko. Við erum strax búin að panta okkur sérstaka þjónustu, þar sem keypt er í matinn fyrir mann og sent heim með uppskrift. Það þarf að spara nýja eldhúsið. Mér líður eins og sjónvarpskokki, með allt niðurskorið í réttum hlutföllum fyrir framan mig og kryddin í litlum krukkum,“ segir Berglind.Stofan eftir breytingar.mynd/BerglindBleikar flísar Dóru Takefusa „Það rennur stundum á mig bleikt æði og ég náði að kýla bleikar flísar í gegn inni á baði og einn bleikan vegg í eldhúsinu. Baðflísarnar sáum við þegar við fórum út að borða á Taco-barnum á Hverfisgötu. Gengum svo flísabúð úr flísabúð og spurðum hvort þau hefðu mögulega selt Dóru Takefusa bleikar flísar! Fundum búðina og pöntuðum eins.“Hvaðan kemur eldhúsinnréttingin sem á að spara svona vel? „Við enduðum hjá krökkunum í eldhúsdeild IKEA eftir mikla leit að innréttingu. Þau voru svo dásamleg að ég vildi fara aftur og aftur til þeirra. Þau teiknuðu örugglega fyrir okkur um sjö hundruð tillögur. Á endanum tókum við svo bara einhverja beisik innréttingu,“ segir Berglind.Stofan fyrir breytingar.mynd/ÁrsalirBerglind og Steinþór rifu nánast allt út úr íbúðinni og endurnýjuðu. Öll gólfefni voru tekin upp og gólfið síðan flotað og lakkað. Borðstofuhúsgögnin fundu þau í Sóló húsgögnum.Sjónvarpshol og stofan eftir breytingar.Yfirgaf blómin Eldhúsið er bjart og hvítar opnar hillur geyma glös og leirtau. Ljósið yfir eldhúsborðinu setur mikinn svip á eldhúsið og eins grænar plöntur í hvítum pottum. „Allt gervi. Ég fékk tvo kaktusa í innflutningsgjöf sem vonandi munu halda lífi. Við áttum plöntur sem fóru í pössun meðan á framkvæmdunum stóð. Þær hafa það svo gott þar að ég hugsa að þær verði þar áfram. Gormaljósið fékk ótrúlega góð viðbrögð á Twitter frá eldra fólki sem sagðist hafa átt svona árum saman „og gormurinn virkar enn“. Ég held að ég hafi gert mjög góð kaup,“ segir Berglind og er yfir sig ánægð með nýja heimilið.Eldhúsið fyrir breytingar.mynd/Ársalir„Við erum búin að halda innflutningspartýið. Það var sérstaklega ánægjulegt að uppgötva að þessi íbúð reyndist hinn besti partýstaður,“ segir Berglind.Eldhúsið eftir breytingar.„Við erum strax búin að panta okkur sérstaka þjónustu, þar sem keypt er í matinn fyrir mann og sent heim með uppskrift. Það þarf að spara nýja eldhúsið. Mér líður eins og sjónvarpskokki, með allt niðurskorið í réttum hlutföllum fyrir framan mig og kryddin í litlum krukkum."Eldhúsið eftir breytingar.mynd/BerglindEldhúsið er bjart og opnar hillur geyma leirtau og grænar plöntur í pottum. „Allt gervi,“ segir Berglind. Baðherbergið eftir breytingar. Vísir/ErnirÁ Berglindi rennur stundum bleikt æði að hennar sögn. Flísarnar sáu þau á Taco- barnum og gengu búð úr búð þar til þau fundu eins flísar.
Hús og heimili Tengdar fréttir Afleiðingin er frestunarárátta Fyrstu íbúðakaupum fylgja gjarnan léttar framkvæmdir. Steinþór Helgi Arnsteinsson stendur einmitt í þeim sporum og segir iðnaðarmanninn sem öllu stjórnar kjölfestuna í lífi sínu. Hann vonast til að flytja inn eftir mánuð. 29. janúar 2016 15:30 Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Afleiðingin er frestunarárátta Fyrstu íbúðakaupum fylgja gjarnan léttar framkvæmdir. Steinþór Helgi Arnsteinsson stendur einmitt í þeim sporum og segir iðnaðarmanninn sem öllu stjórnar kjölfestuna í lífi sínu. Hann vonast til að flytja inn eftir mánuð. 29. janúar 2016 15:30