Meistararnir áfram eftir vítaspyrnukeppni | Sjáðu öll mörkin í Evrópudeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. apríl 2016 21:30 Seinni leikirnir í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar fóru fram í kvöld.Mörkin úr leikjunum fjórum má sjá í spilaranum hér að ofan.Liverpool vann eftirminnilegan sigur á Dortmund á Anfield og tryggði sér sæti í undanúrslitunum. Sevilla hefur unnið Evrópudeildina undanfarin tvö ár og er komið í undanúrslit eftir sigur á Athletic Bilbao eftir vítaspyrnukeppni. Fyrri leiknum í Baskalandi lyktaði með 1-2 sigri Sevilla en leikmenn Bilbao unnu leikinn í kvöld með sömu markatölu og því þurfti að framlengja. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Þar reyndust Sevilla-menn sterkari á svellinu, skoruðu úr öllum sínum fimm spyrnum á meðan David Soria varði frá Benat Etxebarria, leikmanni Athletic. Shakhtar Donetsk átti ekki í miklum vandræðum með leggja Benfica að velli í Úkraínu. Lokatölur urðu 4-0 og Shakhtar vann einvígið því 6-1 samanlagt. Ricardo Ferreira, varnarmaður Braga, vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst en hann skoraði tvö sjálfsmörk. Dario Srna (víti) og Viktor Kovalenko skoruðu hin tvö mörkin. Villarreal komst sömuleiðis örugglega áfram eftir 2-4 sigur á Spörtu Prag á útivelli. Spánverjarnir unnu fyrri leikinn 2-1 og kláruðu dæmið svo í fyrri hálfleik í kvöld en staðan að honum loknum var 0-3. Cedric Bakambu og Samu Castillejo voru á skotskónum auk þess sem David Lafata skoraði sjálfsmark. Bakambu kom Villarreal í 0-4 í byrjun seinni hálfleiks áður en Borek Dockal og Ladislav Krejci löguðu stöðuna fyrir heimamenn. Það breytti þó engu um niðurstöðuna og Villarreal fer áfram, 6-3 samanlagt. Evrópudeild UEFA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Seinni leikirnir í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar fóru fram í kvöld.Mörkin úr leikjunum fjórum má sjá í spilaranum hér að ofan.Liverpool vann eftirminnilegan sigur á Dortmund á Anfield og tryggði sér sæti í undanúrslitunum. Sevilla hefur unnið Evrópudeildina undanfarin tvö ár og er komið í undanúrslit eftir sigur á Athletic Bilbao eftir vítaspyrnukeppni. Fyrri leiknum í Baskalandi lyktaði með 1-2 sigri Sevilla en leikmenn Bilbao unnu leikinn í kvöld með sömu markatölu og því þurfti að framlengja. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Þar reyndust Sevilla-menn sterkari á svellinu, skoruðu úr öllum sínum fimm spyrnum á meðan David Soria varði frá Benat Etxebarria, leikmanni Athletic. Shakhtar Donetsk átti ekki í miklum vandræðum með leggja Benfica að velli í Úkraínu. Lokatölur urðu 4-0 og Shakhtar vann einvígið því 6-1 samanlagt. Ricardo Ferreira, varnarmaður Braga, vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst en hann skoraði tvö sjálfsmörk. Dario Srna (víti) og Viktor Kovalenko skoruðu hin tvö mörkin. Villarreal komst sömuleiðis örugglega áfram eftir 2-4 sigur á Spörtu Prag á útivelli. Spánverjarnir unnu fyrri leikinn 2-1 og kláruðu dæmið svo í fyrri hálfleik í kvöld en staðan að honum loknum var 0-3. Cedric Bakambu og Samu Castillejo voru á skotskónum auk þess sem David Lafata skoraði sjálfsmark. Bakambu kom Villarreal í 0-4 í byrjun seinni hálfleiks áður en Borek Dockal og Ladislav Krejci löguðu stöðuna fyrir heimamenn. Það breytti þó engu um niðurstöðuna og Villarreal fer áfram, 6-3 samanlagt.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira