Hann er búinn að vera síðustu vikur í æfingabúðum upp í Kákasus-fjöllunum nærri Elbrus-eldfjallinu. Það er við landamæri Georgíu.
Þar er hann að hlaupa á skítugum malarvegum með villihundum. Hann æfir svo í litlum, gömlum æfingasal með félögum sínum.
Þetta minnir um margt á undirbúning Rocky Balboa í Rocky IV þar sem hann vildi æfa í friði við fábrotnar aðstæður.
Hér að neðan má sjá myndir af Tumenov æfa. Þar fyrir neðan er síðan besta æfingasena sögunnar úr Rocky IV. Þar má meðal annars heyra hið frábæra lag Vince DiCola, War.