Gunnar Nelson kærður fyrir að fella tré nágranna síns Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. apríl 2016 06:00 Útsýnið hefur stóraukist á Kleifarvegi 6 eftir að eigendur hússins felldu tré nágrannanna á Laugarsvegi 3 sem nú er ekki í eins góðu skjóli og áður. Vísir/Ernir Stórt og gamalt tré var á fimmtudag fellt í garðinum á Laugarásvegi 3 í óþökk eigenda hússins. Bardagakappinn Gunnar Nelson og eigandi annarrar íbúðar í nágrannahúsinu á Kleifarvegi 6 eru sagðir hafi staðið fyrir verkinu sem kært hefur verið til lögreglu. Ekki náðist tal af eigendum Kleifarvegs 6 í gær en Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, segir að upphaf málsins megi rekja til þess að eigendur Kleifarvegs 6, sem keyptu hvor sína íbúðina í húsinu í fyrra, hafi látið mynda skólplagnir á lóðinni. „Þá kemur í ljós að þetta aspartré sem er þarna á lóðamörkunum er búið að skemma skólplagnir hjá þeim,“ útskýrir Haraldur sem kveður við svo búið hafa verið haft samband við nágrannana og þeim boðið að tréð yrði fjarlægt þeim að kostnaðarlausu um leið og tré í Kleifarvegsgarðinum yrðu felld. Vel hafi verið tekið í þetta.Haraldur Nelson segir Gunnar son sinn síst vilja troða illssakir við nágranna sína í Laugarásnum. Fréttablaðið/Vilhelm„Þeir ætluðu síðan að láta vita ef það mætti ekki. Síðan er liðnir margir mánuðir og þeir töldu að það væri í lagi að taka þetta tré. Þarna er bara einhver misskilningur á milli þeirra,“ segir Haraldur, sem kveður Gunnar síst af öllu vilja eiga í erjum við nágranna sína. „Það var aldrei ætlunin. Hann taldi sig vera að gera þeim greiða með því að fjarlægja þetta algerlega á sinn kostnað.“ Eigendum trésins, Sigurði Ásgeiri Ólafssyni og Richard Kristinssyni á Laugarásvegi 3, ber hins vegar saman um að þeir hafi alls ekki veitt samþykki sitt fyrir því að umrætt tré yrði fellt. Þeir viti reyndar ekki af hvaða tegund tréð hafi verið en það hafi þó ekki verið ösp „Þeir höfðu ekkert leyfi, það er alveg á tæru,“ segir Sigurður sem kveður samband hafa verið haft við þá Richard í fyrra til að óska eftir samþykki fyrir því að tréð yrði fellt. Þeir hafi hvorugur sagst reiðubúnir til að heimila að tréð yrði fellt og teldu jafnvel að ekki mætti farga svo gömlu tré. „Það var ekki haft samband meira við okkur.“ Sigurður og Richard sáu ekki hvað orðið var fyrr en þeir komu heim eftir vinnu á fimmtudaginn. Þá var aðeins trjástubburinn eftir. Aðspurður segir Sigurður að þegar málið hafi verið rætt við þá hafi ekki verið minnst á lagnir af nokkru tagi. „Það var bara talað um að þá fengist betra útsýni,“ rifjar hann upp. Sigurður og Richard segja báðir að tréð hafi skýlt þeim mikið fyrir suðaustanátt, auk þess verið athvarf fugla og verið til prýði á allan hátt. „Það er bara glæpsamlegt athæfi að gera þetta svona,“ segir Sigurður. Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Stórt og gamalt tré var á fimmtudag fellt í garðinum á Laugarásvegi 3 í óþökk eigenda hússins. Bardagakappinn Gunnar Nelson og eigandi annarrar íbúðar í nágrannahúsinu á Kleifarvegi 6 eru sagðir hafi staðið fyrir verkinu sem kært hefur verið til lögreglu. Ekki náðist tal af eigendum Kleifarvegs 6 í gær en Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, segir að upphaf málsins megi rekja til þess að eigendur Kleifarvegs 6, sem keyptu hvor sína íbúðina í húsinu í fyrra, hafi látið mynda skólplagnir á lóðinni. „Þá kemur í ljós að þetta aspartré sem er þarna á lóðamörkunum er búið að skemma skólplagnir hjá þeim,“ útskýrir Haraldur sem kveður við svo búið hafa verið haft samband við nágrannana og þeim boðið að tréð yrði fjarlægt þeim að kostnaðarlausu um leið og tré í Kleifarvegsgarðinum yrðu felld. Vel hafi verið tekið í þetta.Haraldur Nelson segir Gunnar son sinn síst vilja troða illssakir við nágranna sína í Laugarásnum. Fréttablaðið/Vilhelm„Þeir ætluðu síðan að láta vita ef það mætti ekki. Síðan er liðnir margir mánuðir og þeir töldu að það væri í lagi að taka þetta tré. Þarna er bara einhver misskilningur á milli þeirra,“ segir Haraldur, sem kveður Gunnar síst af öllu vilja eiga í erjum við nágranna sína. „Það var aldrei ætlunin. Hann taldi sig vera að gera þeim greiða með því að fjarlægja þetta algerlega á sinn kostnað.“ Eigendum trésins, Sigurði Ásgeiri Ólafssyni og Richard Kristinssyni á Laugarásvegi 3, ber hins vegar saman um að þeir hafi alls ekki veitt samþykki sitt fyrir því að umrætt tré yrði fellt. Þeir viti reyndar ekki af hvaða tegund tréð hafi verið en það hafi þó ekki verið ösp „Þeir höfðu ekkert leyfi, það er alveg á tæru,“ segir Sigurður sem kveður samband hafa verið haft við þá Richard í fyrra til að óska eftir samþykki fyrir því að tréð yrði fellt. Þeir hafi hvorugur sagst reiðubúnir til að heimila að tréð yrði fellt og teldu jafnvel að ekki mætti farga svo gömlu tré. „Það var ekki haft samband meira við okkur.“ Sigurður og Richard sáu ekki hvað orðið var fyrr en þeir komu heim eftir vinnu á fimmtudaginn. Þá var aðeins trjástubburinn eftir. Aðspurður segir Sigurður að þegar málið hafi verið rætt við þá hafi ekki verið minnst á lagnir af nokkru tagi. „Það var bara talað um að þá fengist betra útsýni,“ rifjar hann upp. Sigurður og Richard segja báðir að tréð hafi skýlt þeim mikið fyrir suðaustanátt, auk þess verið athvarf fugla og verið til prýði á allan hátt. „Það er bara glæpsamlegt athæfi að gera þetta svona,“ segir Sigurður.
Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent