Fasteignasalan Lind er með eignina á söluskrá og er ásett verð 42,9 milljónir króna.
Um er að ræða stórglæsilega penthouse-íbúð á fimmtu og sjöttu hæð. Á efri hæðinni er tæplega 6 metra lofthæð og alveg einstakir risastórir þakgluggar sem ná frá gólfi og uppí efstu hæð þakloftsins.
Stofan og borðstofan er opið og bjart rými með náttúrusteini á gólfi, útgengt út á svalir með sjávarútsýni til norðurs.
Innréttað hefur verið 4 fermetra svefnloft sem nýtist einnig sem vinnurými með fallegum þakglugga.
Hér að neðan má sjá myndir innan úr eigninni sem og innslag sem Sindri Sindrason gerði með Völu Matt á sínum tíma í þáttunum Heimsókn á Stöð 2.





