Betra að telja upp að tíu Skjóðan skrifar 13. apríl 2016 09:00 Mönnum hættir til að gera mistök í hita leiksins. Stundum er gott að telja upp að tíu áður en rokið er áfram. Íslenska þjóðin er núna í hita leiksins og ætti kannski að telja upp að tíu. Er það í þágu bestu hagsmuna þjóðarinnar að rjúka í kosningar á þessu ári? Er einhver tilbúinn í kosningar? Líkast til er hvorki stjórnarandstaðan né ríkisstjórnarflokkarnir, möguleg ný framboð eða þjóðin sjálf tilbúin í kosningar núna. Það er spurning hvort réttlætanlegt sé að leggja í mikil átök til að flýta kosningum um nokkra mánuði. Staða þjóðarbúsins er þokkaleg núna. Jafnvægi er nokkuð gott og atvinnuleysi hverfandi. Ef frá eru taldir himinháir vextir er ekki sjáanleg nein bein ógn við heimilin í landinu að svo stöddu. Lífeyrissjóðirnir skila góðri ávöxtun. Staða fyrirtækja hefur batnað þó að hátt vaxtaumhverfi og launahækkanir valdi vanda hjá sumum minni fyrirtækjum. Ef við tækjum púlsinn á þjóðarbúinu myndi heilsan mælast yfir meðallagi góð. Í pólitísku hamfaraveðri síðustu viku báru tveir menn af. Forseti Íslands hafði trausta hönd á stýri og fjármálaráðherra hélt ró sinni, en naut vitanlega samanburðarins við fyrrverandi forsætisráðherra. Undanfari hinnar viðburðaríku viku var Facebook-færsla frá eiginkonu forsætisráðherra um miðjan mars. Hefðu hlutirnir þróast öðruvísi ef færslan hefði byrjað „Eiginmaður minn var spurður út í spurningar sem tengjast félagi á mínum vegum. Hann brást rangt við og gekk út úr sjónvarpsviðtali?…“? Stundum getur verið gott að telja upp að tíu. Væri ekki betra að ljúka kjörtímabilinu og kjósa til Alþingis eftir ár? Þá verður Bjarni Benediktsson búinn að leggja öll spil á borðið og skýra sitt mál. Hann verður búinn að endurnýja umboð sitt eða Sjálfstæðisflokkurinn búinn að velja sér nýjan formann. Samfylkingin verður búin að útkljá leiðtogamál sín og undirbúa sig fyrir kosningar. Framsóknarflokkurinn verður búinn að finna sér nýjan leiðtoga og mögulega endurreisa trúverðugleika gagnvart kjósendum. Píratar verða búnir að manna framboðslista sína, en það er ekkert áhlaupaverk að manna vel lista hjá framboði sem er líklegt til að fá fleiri en einn kjörinn fulltrúa í öllum kjördæmum landsins. Steingrímur J. Sigfússon verður búinn að tilkynna brottför úr stjórnmálunum og mögulega Ögmundur líka þannig að Katrín Jakobsdóttir þarf ekki að burðast með pólitísk lík í skottinu inn í kosningar. Verði kosið á þessu ári er mjög líklegt að flest eða öll stjórnmálaöfl landsins verði illa undirbúin. Slíkt er ávísun á skammlífa ríkisstjórn og pólitísk upplausn, sem fylgir tíðum kosningum, er ekki í þágu þjóðarinnar. Skjóðan Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Mönnum hættir til að gera mistök í hita leiksins. Stundum er gott að telja upp að tíu áður en rokið er áfram. Íslenska þjóðin er núna í hita leiksins og ætti kannski að telja upp að tíu. Er það í þágu bestu hagsmuna þjóðarinnar að rjúka í kosningar á þessu ári? Er einhver tilbúinn í kosningar? Líkast til er hvorki stjórnarandstaðan né ríkisstjórnarflokkarnir, möguleg ný framboð eða þjóðin sjálf tilbúin í kosningar núna. Það er spurning hvort réttlætanlegt sé að leggja í mikil átök til að flýta kosningum um nokkra mánuði. Staða þjóðarbúsins er þokkaleg núna. Jafnvægi er nokkuð gott og atvinnuleysi hverfandi. Ef frá eru taldir himinháir vextir er ekki sjáanleg nein bein ógn við heimilin í landinu að svo stöddu. Lífeyrissjóðirnir skila góðri ávöxtun. Staða fyrirtækja hefur batnað þó að hátt vaxtaumhverfi og launahækkanir valdi vanda hjá sumum minni fyrirtækjum. Ef við tækjum púlsinn á þjóðarbúinu myndi heilsan mælast yfir meðallagi góð. Í pólitísku hamfaraveðri síðustu viku báru tveir menn af. Forseti Íslands hafði trausta hönd á stýri og fjármálaráðherra hélt ró sinni, en naut vitanlega samanburðarins við fyrrverandi forsætisráðherra. Undanfari hinnar viðburðaríku viku var Facebook-færsla frá eiginkonu forsætisráðherra um miðjan mars. Hefðu hlutirnir þróast öðruvísi ef færslan hefði byrjað „Eiginmaður minn var spurður út í spurningar sem tengjast félagi á mínum vegum. Hann brást rangt við og gekk út úr sjónvarpsviðtali?…“? Stundum getur verið gott að telja upp að tíu. Væri ekki betra að ljúka kjörtímabilinu og kjósa til Alþingis eftir ár? Þá verður Bjarni Benediktsson búinn að leggja öll spil á borðið og skýra sitt mál. Hann verður búinn að endurnýja umboð sitt eða Sjálfstæðisflokkurinn búinn að velja sér nýjan formann. Samfylkingin verður búin að útkljá leiðtogamál sín og undirbúa sig fyrir kosningar. Framsóknarflokkurinn verður búinn að finna sér nýjan leiðtoga og mögulega endurreisa trúverðugleika gagnvart kjósendum. Píratar verða búnir að manna framboðslista sína, en það er ekkert áhlaupaverk að manna vel lista hjá framboði sem er líklegt til að fá fleiri en einn kjörinn fulltrúa í öllum kjördæmum landsins. Steingrímur J. Sigfússon verður búinn að tilkynna brottför úr stjórnmálunum og mögulega Ögmundur líka þannig að Katrín Jakobsdóttir þarf ekki að burðast með pólitísk lík í skottinu inn í kosningar. Verði kosið á þessu ári er mjög líklegt að flest eða öll stjórnmálaöfl landsins verði illa undirbúin. Slíkt er ávísun á skammlífa ríkisstjórn og pólitísk upplausn, sem fylgir tíðum kosningum, er ekki í þágu þjóðarinnar.
Skjóðan Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira